„Karlmenn eru töluvert betri í skák“ Bjarki Sigurðsson skrifar 18. ágúst 2023 11:14 Gunnar Björnsson er forseti Skáksambands Íslands. Stöð 2/Arnar Forseti Skáksambands Íslands segist ekki sammála ákvörðun Alþjóðaskáksambandsins um að banna trans konum að keppa í kvennaflokki á mótum á vegum sambandsins. Hann segir alþjóðasambandið óttast vandamál sem aldrei hefur komið upp. Þá sé keppt í kvennaflokki þar sem karlar séu betri í skák. Alþjóðaskáksambandið, FIDE, sendi frá sér tilkynningu í morgun þar sem kom fram að trans konur megi ekki taka þátt í skákmótum fyrir konur. Munu þær reglur gilda í allt að tvö ár á meðan sambandið metur þær breytingar sem eru að mótast í heiminum hvað varðar þátttöku trans kvenna í íþróttum. Þá munu þeir trans menn sem unnu til titla í kvennaflokki áður en þeir gengust undir kynleiðréttingu, missa titla sína. Röng ákvörðun Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands, segir sambandið hér á landi ekki hafa rætt málið hingað til en enginn íslenskur keppandi hefur óskað eftir því að breyta um kyn á skákstigalistanum. „Við höfum ekkert rætt þetta en mín af staða og flestra er að viðurkenna bara ef menn breyta um kyn og sú breyting er samþykkt af opinberum yfirvöldum, þá eigi að samþykkja hana, það er mín nálgun. Þannig mér finnst þetta röng ákvörðun hjá FIDE, það er mín fyrsta tilfinning,“ segir Gunnar. Óttast fordæmalaust vandamál Á stærstu skákmótunum er keppt í tveimur flokkum, opnum flokki og kvennaflokki. Geta bara konur tekið þátt í kvennaflokki en í opna flokkinum mega allir taka þátt, óháð kyni. Í gegnum tíðina hafa margir gagnrýnt það fyrirkomulag þar sem skák er hugaríþrótt. „Karlmenn eru töluvert betri í skák og skákin hefur brugðist við á þann hátt að til að mynda á heimsmeistaramótum og Evrópumótum er keppt í kvennaflokki og í opnum flokki. Það er sem sagt ekki keppt í karlaflokki. Sterkar skákkonur kjósa stundum að tefla í opnum flokki,“ segir Gunnar. Gunnar telur að FIDE óttist að karlmenn sem ekki ná glæstum árangri í opna flokknum muni ganga í gegnum kynleiðréttingu til að vinna til titla í kvennaflokki. En sem komið er ekkert dæmi um að það hafi gerst. „Þetta hefur ekkert verið vandamál, ekki svo ég viti. En menn eru kannski hræddir við vandamál,“ segir Gunnar. Skák Málefni trans fólks Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Fleiri fréttir Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Sjá meira
Alþjóðaskáksambandið, FIDE, sendi frá sér tilkynningu í morgun þar sem kom fram að trans konur megi ekki taka þátt í skákmótum fyrir konur. Munu þær reglur gilda í allt að tvö ár á meðan sambandið metur þær breytingar sem eru að mótast í heiminum hvað varðar þátttöku trans kvenna í íþróttum. Þá munu þeir trans menn sem unnu til titla í kvennaflokki áður en þeir gengust undir kynleiðréttingu, missa titla sína. Röng ákvörðun Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands, segir sambandið hér á landi ekki hafa rætt málið hingað til en enginn íslenskur keppandi hefur óskað eftir því að breyta um kyn á skákstigalistanum. „Við höfum ekkert rætt þetta en mín af staða og flestra er að viðurkenna bara ef menn breyta um kyn og sú breyting er samþykkt af opinberum yfirvöldum, þá eigi að samþykkja hana, það er mín nálgun. Þannig mér finnst þetta röng ákvörðun hjá FIDE, það er mín fyrsta tilfinning,“ segir Gunnar. Óttast fordæmalaust vandamál Á stærstu skákmótunum er keppt í tveimur flokkum, opnum flokki og kvennaflokki. Geta bara konur tekið þátt í kvennaflokki en í opna flokkinum mega allir taka þátt, óháð kyni. Í gegnum tíðina hafa margir gagnrýnt það fyrirkomulag þar sem skák er hugaríþrótt. „Karlmenn eru töluvert betri í skák og skákin hefur brugðist við á þann hátt að til að mynda á heimsmeistaramótum og Evrópumótum er keppt í kvennaflokki og í opnum flokki. Það er sem sagt ekki keppt í karlaflokki. Sterkar skákkonur kjósa stundum að tefla í opnum flokki,“ segir Gunnar. Gunnar telur að FIDE óttist að karlmenn sem ekki ná glæstum árangri í opna flokknum muni ganga í gegnum kynleiðréttingu til að vinna til titla í kvennaflokki. En sem komið er ekkert dæmi um að það hafi gerst. „Þetta hefur ekkert verið vandamál, ekki svo ég viti. En menn eru kannski hræddir við vandamál,“ segir Gunnar.
Skák Málefni trans fólks Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Fleiri fréttir Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Sjá meira