Sport

Dag­skráin í dag: Ís­lands­meistararnir á Akur­eyri

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Bryndís Arna Níelsdóttir og stöllur hennar í Val eru fyrir norðan í dag.
Bryndís Arna Níelsdóttir og stöllur hennar í Val eru fyrir norðan í dag. Vísir/Vilhelm

Fjórir leikir eru í Bestu deild kvenna í knattspyrnu. Íslandsmeistarar Vals mæta Þór/KA fyrir norðan.

Stöð 2 Sport

Klukkan 18.40 hefst upphitun fyrir leiki dagsins í Bestu deild kvenna. Klukkan 19.05 hefst svo útsending frá Akureyri þar sem Þór/KA tekur á móti Íslandsmeisturum Vals.

Stöð 2 Sport 5

Klukkan 17.25 hefst upphitun fyrir leiki dagsins í Bestu deild kvenna. Klukkan 17.50 hefst útsending frá Vestmannaeyjum þar sem ÍBV tekur á móti Keflavík.

Hinir leikirnir tveir, Selfoss gegn FH og Þróttur Reykjavík gegn Tindastól, verða sýndir beint á rás Bestu deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×