Bragi og Guðni enduðu úti í á Aron Guðmundsson skrifar 1. ágúst 2023 15:00 Skjáskot af upptökur úr bíl Guðna og Braga í þann mund sem bíll þeirra er á leið utan vegar Vísir/Skjáskot Það fór um fyrrum Íslandsmeistarana Braga Þórðarson og Guðna Frey Ómarsson á dögunum er þeir lentu í hremmingum í endukomu sinni í rallýkeppni þegar að Bragi missti stjórn á bíl þeirra og endaði í á. Myndband af atvikinu hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Bragi og Guðni Freyr urðu Íslandsmeistarar í AB-varahlutaflokknum, flokki aflminni bíla, fyrir tíu árum síðan og af því tilefni ákváðu þeir að rifja upp gamla takta og skráðu sig í Ljómarallið sem fór fram í Skagafirði um síðustu helgi. Það fór þó ekki betur en svo að snemma á fyrstu sérleið kárnaði gamanið, Bragi missti stjórn á bílnum með þeim afleiðingum að hann endaði utan vegar og í á sem lá meðfram veginum. „Ég var augljóslega að keyra of hratt, þetta gerist bara nokkra kílómetra inn á fyrstu sérleið keppninnar sem lá um Mælifellsdal,“ segir Bragi í samtali við Vísi. „Ég vissi vel um þessa beygju og hélt að ég gæti tekið hana í þriðja gír, svo var ekki. Ég fer upp í kanntinn hægra megin og upp á tvö hjól, hafði ég reynt að taka vinstri beygjuna hefðum við oltið ofan í ánna, þannig þetta var allavegana skárra.“ Búið var að koma fyrir upptökubúnaði í bílnum og því voru aðdragandinn að útafkeyrslunni sem og viðbrögð þeirra félaga fest á filmu. Bragi hefur deilt uppákomunni á samfélagsmiðlum. Klippan hefur vægast sagt vakið mikla athygli og þá kannski sér í lagi vegna samskipta þeirra Braga og Guðna þegar staðan rennur upp fyrir þeim og þeir sitja í bíl sínum í miðri á. Bragi léttur ofan á bílnum. „Erum við ekki bara stopp eða?“ spyr Guðni eftir að bíll hans og Braga staðnæmist í ánni og mátti heyra á Braga að honum fannst spurning Guðna ansi sérkennileg í ljósi aðstæðna: „Jú við erum út í á sko,“ var svar Braga við spurningu Guðna en myndband af atvikinu sem og viðbrögðum þeirra Guðna og Braga má sjá hér fyrir neðan. Geta má þess að félagarnir sluppu án teljandi meiðsla frá þessum hremmingum enda öryggisstaðlarnir í kringum svona rallakstur með eindæmum góðir. Akstursíþróttir Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ótrúlegur skákáhugi í Noregi en ná samt ekki íslensku prósentunni Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Dagskráin í dag: Undanúrslit Suður-Ameríkukeppni kvenna Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sjá meira
Bragi og Guðni Freyr urðu Íslandsmeistarar í AB-varahlutaflokknum, flokki aflminni bíla, fyrir tíu árum síðan og af því tilefni ákváðu þeir að rifja upp gamla takta og skráðu sig í Ljómarallið sem fór fram í Skagafirði um síðustu helgi. Það fór þó ekki betur en svo að snemma á fyrstu sérleið kárnaði gamanið, Bragi missti stjórn á bílnum með þeim afleiðingum að hann endaði utan vegar og í á sem lá meðfram veginum. „Ég var augljóslega að keyra of hratt, þetta gerist bara nokkra kílómetra inn á fyrstu sérleið keppninnar sem lá um Mælifellsdal,“ segir Bragi í samtali við Vísi. „Ég vissi vel um þessa beygju og hélt að ég gæti tekið hana í þriðja gír, svo var ekki. Ég fer upp í kanntinn hægra megin og upp á tvö hjól, hafði ég reynt að taka vinstri beygjuna hefðum við oltið ofan í ánna, þannig þetta var allavegana skárra.“ Búið var að koma fyrir upptökubúnaði í bílnum og því voru aðdragandinn að útafkeyrslunni sem og viðbrögð þeirra félaga fest á filmu. Bragi hefur deilt uppákomunni á samfélagsmiðlum. Klippan hefur vægast sagt vakið mikla athygli og þá kannski sér í lagi vegna samskipta þeirra Braga og Guðna þegar staðan rennur upp fyrir þeim og þeir sitja í bíl sínum í miðri á. Bragi léttur ofan á bílnum. „Erum við ekki bara stopp eða?“ spyr Guðni eftir að bíll hans og Braga staðnæmist í ánni og mátti heyra á Braga að honum fannst spurning Guðna ansi sérkennileg í ljósi aðstæðna: „Jú við erum út í á sko,“ var svar Braga við spurningu Guðna en myndband af atvikinu sem og viðbrögðum þeirra Guðna og Braga má sjá hér fyrir neðan. Geta má þess að félagarnir sluppu án teljandi meiðsla frá þessum hremmingum enda öryggisstaðlarnir í kringum svona rallakstur með eindæmum góðir.
Akstursíþróttir Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ótrúlegur skákáhugi í Noregi en ná samt ekki íslensku prósentunni Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Dagskráin í dag: Undanúrslit Suður-Ameríkukeppni kvenna Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sjá meira