Risastórir gulir Crocs skór Máni Snær Þorláksson skrifar 26. júlí 2023 14:44 Crocs-skórnir frá MSCHF eru gulir og risastórir. MSCHF Listahópurinn MSCHF hefur vakið töluverða athygli á síðustu árum fyrir óvenjulegar vörur sínar sem eru oftar en ekki ádeila á tísku og fleira. Nýjasta varan frá hópnum er gerð í samstarfi við skóframleiðandann Crocs en um er að ræða risastóra gula Crocs skó. Gabriel Whaley er forstjóri MSCHF en hann stofnaði hópinn árið 2016. Tveimur árum síðar kom fyrsta verk hópsins út undir nafninu The Persistence of Chaos en um var að ræða tíu ára gamla fartölvu með sex mismunandi vírusum. Verkið var selt á rúmlega 1,34 milljónir dollara í maí árið 2019. Það samsvarar rúmlega tvö hundruð milljónum í íslenskum krónum á verðlagi dagsins í dag. Guo O Dong, listamaðurinn sem var í forsvari fyrir verkið furðaði sig á því hversu mikið það kostaði. Hann sagðist annað hvort ætla að brenna peninginn eða nota hann í annað listaverk. Tölvan sem um ræðir.MSCHF Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. MSCHF vekur reglulega athygli fyrir vörur á borð við óskýran skúlptúr af peningastafla, WD-40 ilmvatn og ýmsa skó. Hópurinn hefur fengið á sig kærur frá skóframleiðendum á borð við Nike og Vans fyrir að herma eftir hönnunum þeirra. Þessir skór minna óneitanlega á klassísku Vans skóna. MSCHF varaði fólk við að klæðast skónum og sagðist ekki taka ábyrgð á meiðslum, andláti eða skemmdum sem gætu fylgt því að klæðast þeim.MSCHF Nú virðist þó vera sem hópurinn sé búinn að læra af því að herma bara eftir öðrum vörum án samþykkis því hann hefur hafið samstarf við skófyrirtækið Crocs. Um er að ræða nýja útgáfu af öðrum skóm sem MSCHF gaf út í fyrra. Risastóru rauðu skórnir voru áberandi þegar þeir komu út.MSCHF Þá var um að ræða risastóra rauða skó eins og þá sem sjá má á myndinni hér fyrir ofan. Í þetta skipti eru skórnir gulir og með holum og öðrum kennimerkjum Crocs skóna. Þau sem eru áhugasöm um að nálgast eintak af skónum geta skráð sig á biðlista á vefsíðu MSCHF. Paris Hilton er í aðalhlutverki í markaðsefni fyrir skóna.MSCHF Victoria Beckham, fatahönnuður og fyrrverandi kryddpía, virðist vera hrifin af skónum en hún birti mynd af sér í þeim í hringrás (e. story) á samfélagsmiðlinum Instagram í gær. Eflaust má búast við því að fleira frægt fólk birti mynd af sér í skónum en stjörnur á borð við Lil Wayne, Diplo, Janelle Monáe og fleiri klæddust rauðu gerðinni á sínum tíma. Victoria Beckham klæddis risastóru Crocs-skónum.Instagram Tíska og hönnun Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fleiri fréttir Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira
Gabriel Whaley er forstjóri MSCHF en hann stofnaði hópinn árið 2016. Tveimur árum síðar kom fyrsta verk hópsins út undir nafninu The Persistence of Chaos en um var að ræða tíu ára gamla fartölvu með sex mismunandi vírusum. Verkið var selt á rúmlega 1,34 milljónir dollara í maí árið 2019. Það samsvarar rúmlega tvö hundruð milljónum í íslenskum krónum á verðlagi dagsins í dag. Guo O Dong, listamaðurinn sem var í forsvari fyrir verkið furðaði sig á því hversu mikið það kostaði. Hann sagðist annað hvort ætla að brenna peninginn eða nota hann í annað listaverk. Tölvan sem um ræðir.MSCHF Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. MSCHF vekur reglulega athygli fyrir vörur á borð við óskýran skúlptúr af peningastafla, WD-40 ilmvatn og ýmsa skó. Hópurinn hefur fengið á sig kærur frá skóframleiðendum á borð við Nike og Vans fyrir að herma eftir hönnunum þeirra. Þessir skór minna óneitanlega á klassísku Vans skóna. MSCHF varaði fólk við að klæðast skónum og sagðist ekki taka ábyrgð á meiðslum, andláti eða skemmdum sem gætu fylgt því að klæðast þeim.MSCHF Nú virðist þó vera sem hópurinn sé búinn að læra af því að herma bara eftir öðrum vörum án samþykkis því hann hefur hafið samstarf við skófyrirtækið Crocs. Um er að ræða nýja útgáfu af öðrum skóm sem MSCHF gaf út í fyrra. Risastóru rauðu skórnir voru áberandi þegar þeir komu út.MSCHF Þá var um að ræða risastóra rauða skó eins og þá sem sjá má á myndinni hér fyrir ofan. Í þetta skipti eru skórnir gulir og með holum og öðrum kennimerkjum Crocs skóna. Þau sem eru áhugasöm um að nálgast eintak af skónum geta skráð sig á biðlista á vefsíðu MSCHF. Paris Hilton er í aðalhlutverki í markaðsefni fyrir skóna.MSCHF Victoria Beckham, fatahönnuður og fyrrverandi kryddpía, virðist vera hrifin af skónum en hún birti mynd af sér í þeim í hringrás (e. story) á samfélagsmiðlinum Instagram í gær. Eflaust má búast við því að fleira frægt fólk birti mynd af sér í skónum en stjörnur á borð við Lil Wayne, Diplo, Janelle Monáe og fleiri klæddust rauðu gerðinni á sínum tíma. Victoria Beckham klæddis risastóru Crocs-skónum.Instagram
Tíska og hönnun Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fleiri fréttir Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira