Sport

Michael Jordan selur Hornets eftir þrettán ár sem meirihluta eigandi

Andri Már Eggertsson skrifar
Michael Jordan var eigandi Hornets í 13 ár
Michael Jordan var eigandi Hornets í 13 ár Vísir/Getty

Körfuboltagoðsögnin Michael Jordan hefur selt hlut sinn í Charlotte Hornets. Jordan hefur verið meirihluta eigandi í félaginu síðustu þrettán ár.

Samkvæmt Adrian Wojnarowski, blaðamanni ESPN, hefur NBA bankaráðið samþykkt sölu á körfuboltaliðinu Charlotte Hornets. Rick Schnall og Gabe Plotkin eru meðal fjárfesta sem hafa keypt félagið. Þeir kaupa félagið á þrjár billjónir Bandaríkjadala.

  

James Dolan, eigandi New York Knicks, var eini sem kaus gegn sölunni á Charlotte Hornets en atkvæðagreiðslan endaði í 29-1.

Jordan keypti félagið árið 2010 fyrir 275 milljónir Bandaríkjadala. Jordan hefur verið meirihluta eigandi í Charlotte Hornets í þrettán ár en þegar hann keypti það hét liðið Charlotte Bobcats.

Í þau þrettán tímabil sem Michael Jordan var meirihluta eigandi í félaginu vann liðið 423 leiki og tapaði 600 leikjum. Á þessum tíma komst Hornets aðeins þrisvar sinnum í úrslitakeppnina og vann ekki eitt einvígi.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×