Sport

Fenway Park á floti eftir úrhellisrigningu og leik frestað í fjórðu lotu

Andri Már Eggertsson skrifar
Fresta þurfti leik Boston Red Sox og New York Mets
Fresta þurfti leik Boston Red Sox og New York Mets Vísir/Getty

Fresta þurfti leik Boston Red Sox og New York Mets vegna úrhellisrigningu í Boston. Hinn sögufrægi völlur Fenwey Park var á floti eftir rigninguna en sumir áhorfendur skemmtu sér á meðan allt var á floti.

Fenway Park breyttist í vatnsrennibrautagarð í gærkvöldi. Fjórða lota var við það að klárast í leik Boston Red Sox og New York Mets þegar rigningin setti mark sitt á leikinn í stöðunni 4-3 fyrir New York Mets. Fyrst var gert tveggja tíma hlé og reynt var að halda leik áfram en að lokum var leikurinn blásinn af og þráðurinn verður tekinn upp aftur í dag.

Þrátt fyrir að allt hafi verið á floti inni á Fenway Park skemmtu áhorfendur sér konunglega og sumir dýfðu sér í pollinn.

Það er þétt dagskrá í MLB-deildinni en þessi frestun gerir það að verkum að liðin  mætast tvisvar á sama degi. Byrjað verður að klára síðustu fimm loturnar í leiknum sem var frestað en síðan mætast liðin aftur seinna um kvöldið. Það verða því spilaðar fjórtán lotur á Fenway Park en venjulegur leikur er níu lotur.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×