Sport

Velur fæðinguna fram yfir hjól­reiðarnar

Máni Snær Þorláksson skrifar
Wout van Aert vill vera viðstaddur fæðingu barnsins síns og er því farinn heim.
Wout van Aert vill vera viðstaddur fæðingu barnsins síns og er því farinn heim. EPA/CHRISTOPHE PETIT TESSON

Belgíski hjólreiðamaðurinn Wout van Aert hefur ákveðið að fara heim og klárar því ekki síðasta sprettinn í Tour de France mótinu. Ástæðan er sú að eiginkona hans á von á barni og hann vill vera á staðnum þegar það kemur í heiminn.

„Þetta er auðveld ákvörðun. Ég hugsaði alltaf að ég myndi fara heim þegar eiginkonan mín gæfi í skyn að hún þyrfti á mér að halda,“ segir Wout í myndbandi þar sem hann tilkynnir að hann ætli að halda heim á leið. Barnið sé á leiðinni og því þurfi hann að vera til staðar.

Wout segir liðsfélaga sína styðja þessa ákvörðun. Hann er sannfærður um að þeir eigi eftir að standa sig vel á lokasprettinum en Jonas Vingegaard, danskur liðsfélagi hans, leiðir keppnina og er með um sjö mínútur í forskot. 

„Ég mun líta til baka á þessa keppni á jákvæðum nótum en ég mun alltaf muna eftir henni sem keppninni þar sem ég hringdi heim á hverjum degi,“ segir Wout.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×