Háskólaþjálfari rekinn fyrir að hafa þagað yfir ofbeldismenningu Smári Jökull Jónsson skrifar 12. júlí 2023 12:30 Pat Fitzgerald hafði verið þjálfari Northwestern Wildcats liðsins síðan árið 2006. Vísir/Getty Þjálfari Northwestern Wildcats í ameríska háskólafótboltanum hefur verið rekinn fyrir að hafa þagað yfir ofbeldismenningu sem viðgekkst hjá liðinu. Leikmenn sem gerðu mistök á vellinum var refsað af samherjum sínum. Pat Fitzgerald tók við sem þjálfari Northwestern Wildcats árið 2006 en liðið leikur efstu deild NCAA er hluti af „Big Ten“ deildinni en hún er sú elsta í landinu. Nú hefur Fitzgerald hins vegar verið rekinn eftir að fréttir um grófa ofbeldismenningu innan liðsins kom upp á yfirborðið. Samkvæmt fyrrum leikmönnum liðsins var Fitzgerald meðvitaður um það sem gekk á en gerði ekkert til að grípa inn í. Skólablaðið The Daily Northwestern afhjúpaði ofbeldið í síðustu viku og ræddi við fyrrum leikmann sem sagði að leikmenn á fyrsta ári í liðinu, sem gerðu slæm mistök á vellinum, hafi verið refsað með mismunandi kynferðislegu ofbeldi. Meðal annars hafi leikmenn í fleira en eitt skipti verið læstir inni í dimmu herbergi á meðan samherjar þeirra, með andlitsgrímur úr myndinni The Purge, hafi skipst á að nudda sér á kynferðislegan hátt upp við þá. „Þetta er niðurbrjótandi og barbarísk hegðun sem hefur gegnumsýrt liðið í mörg ár,“ segir leikmaður sem kemur ekki fram undir nafni. „Þeir segja að þetta snúist um að byggja upp liðsanda, en það gerir það ekki. Þetta er kynferðisofbeldi.“ Ellefu leikmenn greindu frá Leikmennirnir sem stigu fram í grein blaðsins grunaði báða að Pat Fitzgerald vissi af ofbeldinu. Eldri leikmennirnir eiga að hafa klappað með höndunum á axlir sínar á ákveðinn hátt þegar átti að refsa einhverjum. Fitzgerald á að hafa gert slíkt hið sama. „Allir horfðu bara á hvern annan og hugsuðu: Fjandinn, Fitz veit af þessu.“ „Og þá fannst öllum það í lagi bara því hann var þjálfarinn.“ Eftir að greinin birtist hóf skólinn rannsókn á málinu þar sem alls ellefu leikmenn staðfestu atvikin. Þá stigu þrír fyrrum leikmenn liðsins einnig fram og greindu frá rasisma á meðan þeir voru leikmenn þess. Fitzgerald var upphaflega sendur í tveggja vikna launalaust leyfi en á mánudag var ákveðið að segja honum upp. „Við berum ábyrgð á því að standa við okkar gildi. Það á einnig við þegar þarf að taka erfiðar og sársaukafullar ákvarðanir eins og þessa. Við verðum að halda áfram,“ sagði Michael Schill, stjórnarformaður Northwestern skólans. Háskólabolti NCAA Mest lesið Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti Sigvaldi verður ekki með í kvöld Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Pargo snýr aftur og klárar tímabilið með Grindavík „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ „Keyrðu yfir okkur og við leyfðum því bara að gerast“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Flutt slösuð í burtu í þyrlu viku fyrir Ólympíuleikana „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Uppgjörið: Þór Þ - Keflavík 78 - 98 | Keflavíkurhraðlestin brunaði heim með öll stigin Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Djokovic „ekki dauður enn“ og mætir Alcaraz í fyrsta úrslitaleik ársins Shabazz látinn fara frá Grindavík Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 125-87 | Meistararnir völtuðu yfir Stólana Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen PGA-mótaröðin endurheimtir helsta skúrkinn af LIV Sjá meira
Pat Fitzgerald tók við sem þjálfari Northwestern Wildcats árið 2006 en liðið leikur efstu deild NCAA er hluti af „Big Ten“ deildinni en hún er sú elsta í landinu. Nú hefur Fitzgerald hins vegar verið rekinn eftir að fréttir um grófa ofbeldismenningu innan liðsins kom upp á yfirborðið. Samkvæmt fyrrum leikmönnum liðsins var Fitzgerald meðvitaður um það sem gekk á en gerði ekkert til að grípa inn í. Skólablaðið The Daily Northwestern afhjúpaði ofbeldið í síðustu viku og ræddi við fyrrum leikmann sem sagði að leikmenn á fyrsta ári í liðinu, sem gerðu slæm mistök á vellinum, hafi verið refsað með mismunandi kynferðislegu ofbeldi. Meðal annars hafi leikmenn í fleira en eitt skipti verið læstir inni í dimmu herbergi á meðan samherjar þeirra, með andlitsgrímur úr myndinni The Purge, hafi skipst á að nudda sér á kynferðislegan hátt upp við þá. „Þetta er niðurbrjótandi og barbarísk hegðun sem hefur gegnumsýrt liðið í mörg ár,“ segir leikmaður sem kemur ekki fram undir nafni. „Þeir segja að þetta snúist um að byggja upp liðsanda, en það gerir það ekki. Þetta er kynferðisofbeldi.“ Ellefu leikmenn greindu frá Leikmennirnir sem stigu fram í grein blaðsins grunaði báða að Pat Fitzgerald vissi af ofbeldinu. Eldri leikmennirnir eiga að hafa klappað með höndunum á axlir sínar á ákveðinn hátt þegar átti að refsa einhverjum. Fitzgerald á að hafa gert slíkt hið sama. „Allir horfðu bara á hvern annan og hugsuðu: Fjandinn, Fitz veit af þessu.“ „Og þá fannst öllum það í lagi bara því hann var þjálfarinn.“ Eftir að greinin birtist hóf skólinn rannsókn á málinu þar sem alls ellefu leikmenn staðfestu atvikin. Þá stigu þrír fyrrum leikmenn liðsins einnig fram og greindu frá rasisma á meðan þeir voru leikmenn þess. Fitzgerald var upphaflega sendur í tveggja vikna launalaust leyfi en á mánudag var ákveðið að segja honum upp. „Við berum ábyrgð á því að standa við okkar gildi. Það á einnig við þegar þarf að taka erfiðar og sársaukafullar ákvarðanir eins og þessa. Við verðum að halda áfram,“ sagði Michael Schill, stjórnarformaður Northwestern skólans.
Háskólabolti NCAA Mest lesið Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti Sigvaldi verður ekki með í kvöld Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Pargo snýr aftur og klárar tímabilið með Grindavík „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ „Keyrðu yfir okkur og við leyfðum því bara að gerast“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Flutt slösuð í burtu í þyrlu viku fyrir Ólympíuleikana „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Uppgjörið: Þór Þ - Keflavík 78 - 98 | Keflavíkurhraðlestin brunaði heim með öll stigin Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Djokovic „ekki dauður enn“ og mætir Alcaraz í fyrsta úrslitaleik ársins Shabazz látinn fara frá Grindavík Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 125-87 | Meistararnir völtuðu yfir Stólana Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen PGA-mótaröðin endurheimtir helsta skúrkinn af LIV Sjá meira