Háskólaþjálfari rekinn fyrir að hafa þagað yfir ofbeldismenningu Smári Jökull Jónsson skrifar 12. júlí 2023 12:30 Pat Fitzgerald hafði verið þjálfari Northwestern Wildcats liðsins síðan árið 2006. Vísir/Getty Þjálfari Northwestern Wildcats í ameríska háskólafótboltanum hefur verið rekinn fyrir að hafa þagað yfir ofbeldismenningu sem viðgekkst hjá liðinu. Leikmenn sem gerðu mistök á vellinum var refsað af samherjum sínum. Pat Fitzgerald tók við sem þjálfari Northwestern Wildcats árið 2006 en liðið leikur efstu deild NCAA er hluti af „Big Ten“ deildinni en hún er sú elsta í landinu. Nú hefur Fitzgerald hins vegar verið rekinn eftir að fréttir um grófa ofbeldismenningu innan liðsins kom upp á yfirborðið. Samkvæmt fyrrum leikmönnum liðsins var Fitzgerald meðvitaður um það sem gekk á en gerði ekkert til að grípa inn í. Skólablaðið The Daily Northwestern afhjúpaði ofbeldið í síðustu viku og ræddi við fyrrum leikmann sem sagði að leikmenn á fyrsta ári í liðinu, sem gerðu slæm mistök á vellinum, hafi verið refsað með mismunandi kynferðislegu ofbeldi. Meðal annars hafi leikmenn í fleira en eitt skipti verið læstir inni í dimmu herbergi á meðan samherjar þeirra, með andlitsgrímur úr myndinni The Purge, hafi skipst á að nudda sér á kynferðislegan hátt upp við þá. „Þetta er niðurbrjótandi og barbarísk hegðun sem hefur gegnumsýrt liðið í mörg ár,“ segir leikmaður sem kemur ekki fram undir nafni. „Þeir segja að þetta snúist um að byggja upp liðsanda, en það gerir það ekki. Þetta er kynferðisofbeldi.“ Ellefu leikmenn greindu frá Leikmennirnir sem stigu fram í grein blaðsins grunaði báða að Pat Fitzgerald vissi af ofbeldinu. Eldri leikmennirnir eiga að hafa klappað með höndunum á axlir sínar á ákveðinn hátt þegar átti að refsa einhverjum. Fitzgerald á að hafa gert slíkt hið sama. „Allir horfðu bara á hvern annan og hugsuðu: Fjandinn, Fitz veit af þessu.“ „Og þá fannst öllum það í lagi bara því hann var þjálfarinn.“ Eftir að greinin birtist hóf skólinn rannsókn á málinu þar sem alls ellefu leikmenn staðfestu atvikin. Þá stigu þrír fyrrum leikmenn liðsins einnig fram og greindu frá rasisma á meðan þeir voru leikmenn þess. Fitzgerald var upphaflega sendur í tveggja vikna launalaust leyfi en á mánudag var ákveðið að segja honum upp. „Við berum ábyrgð á því að standa við okkar gildi. Það á einnig við þegar þarf að taka erfiðar og sársaukafullar ákvarðanir eins og þessa. Við verðum að halda áfram,“ sagði Michael Schill, stjórnarformaður Northwestern skólans. Háskólabolti NCAA Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hyllingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Analúsíu Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Haukar - Njarðvík | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Analúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Sjá meira
Pat Fitzgerald tók við sem þjálfari Northwestern Wildcats árið 2006 en liðið leikur efstu deild NCAA er hluti af „Big Ten“ deildinni en hún er sú elsta í landinu. Nú hefur Fitzgerald hins vegar verið rekinn eftir að fréttir um grófa ofbeldismenningu innan liðsins kom upp á yfirborðið. Samkvæmt fyrrum leikmönnum liðsins var Fitzgerald meðvitaður um það sem gekk á en gerði ekkert til að grípa inn í. Skólablaðið The Daily Northwestern afhjúpaði ofbeldið í síðustu viku og ræddi við fyrrum leikmann sem sagði að leikmenn á fyrsta ári í liðinu, sem gerðu slæm mistök á vellinum, hafi verið refsað með mismunandi kynferðislegu ofbeldi. Meðal annars hafi leikmenn í fleira en eitt skipti verið læstir inni í dimmu herbergi á meðan samherjar þeirra, með andlitsgrímur úr myndinni The Purge, hafi skipst á að nudda sér á kynferðislegan hátt upp við þá. „Þetta er niðurbrjótandi og barbarísk hegðun sem hefur gegnumsýrt liðið í mörg ár,“ segir leikmaður sem kemur ekki fram undir nafni. „Þeir segja að þetta snúist um að byggja upp liðsanda, en það gerir það ekki. Þetta er kynferðisofbeldi.“ Ellefu leikmenn greindu frá Leikmennirnir sem stigu fram í grein blaðsins grunaði báða að Pat Fitzgerald vissi af ofbeldinu. Eldri leikmennirnir eiga að hafa klappað með höndunum á axlir sínar á ákveðinn hátt þegar átti að refsa einhverjum. Fitzgerald á að hafa gert slíkt hið sama. „Allir horfðu bara á hvern annan og hugsuðu: Fjandinn, Fitz veit af þessu.“ „Og þá fannst öllum það í lagi bara því hann var þjálfarinn.“ Eftir að greinin birtist hóf skólinn rannsókn á málinu þar sem alls ellefu leikmenn staðfestu atvikin. Þá stigu þrír fyrrum leikmenn liðsins einnig fram og greindu frá rasisma á meðan þeir voru leikmenn þess. Fitzgerald var upphaflega sendur í tveggja vikna launalaust leyfi en á mánudag var ákveðið að segja honum upp. „Við berum ábyrgð á því að standa við okkar gildi. Það á einnig við þegar þarf að taka erfiðar og sársaukafullar ákvarðanir eins og þessa. Við verðum að halda áfram,“ sagði Michael Schill, stjórnarformaður Northwestern skólans.
Háskólabolti NCAA Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hyllingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Analúsíu Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Haukar - Njarðvík | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Analúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Sjá meira