Fullyrðing um nauðgun innan marka tjáningarfrelsisins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. júlí 2023 15:16 Nauðgun eða ekki nauðgun. Konan og karlmaðurinn sjá með afar ólíkum augum samskipti þeirra á hótelherbergi á ferðalagi fyrir nokkrum árum. Getty Images Kona nokkur hefur verið sýknuð af kröfu fyrrverandi kærasta um miskabætur og fangelsisrefsingu vegna ummæla sem hún lét falla á samfélagsmiðlunum Facebook og Instagram árið 2022. Þar sakaði hún ónafngreindan karlmann um nauðgun en fyrrverandi kærastinn taldi augljóst að um sig væri að ræða. Karlmaðurinn krafðist þess að eftirfarandi ummæli yrðu dæmd dauð og ómerk: „Mér var grátandi nauðgað af manni sem lauk sér af og réttlætti í sömu andrá gjörðir sínar með því að drátturinn greiddi fyrir kostnað upp á 5000 krónur fyrir einhverju sem mér hafði fyrr um daginn verið boðið upp á.“ „Þessi einstaklingur leit svo á að ég væri að ljúga upp á sig nauðgun eftir á, að verknaðurinn hefði verið níðingslegur, en ekki nauðgun. Hann sneri síðan upp á hendurnar á mér, til að þagga niður í vælinu í mér, svo illa að ég gat ekki notað þær í nokkra daga.“ Þá krafðist karlmaðurinn að kærastan fyrrverandi yrði dæmd í tólf mánaða fangelsi og þyrfti að greiða honum tvær milljónir króna í miskabætur. Stormasamt samband með hléum Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að konan og karlinn hafi átt í stormasömu sambandi sem stóð yfir með hléum í nokkurn tíma. Ekki var ágreiningur á milli þeirra um að ummælin sem krafist væri ómerkingar á vísuðu til atviks sem átti sér stað í sambandi þeirra sem þau túlki með ólíkum hætti. Það var árið 2022 sem konan birti færslu sem ummælin voru hluti af. Í færslunni var aðdragandi að ummælunum sem snerust um áfallastreitu sem þolendur ofbeldis megi búa við. Konan lýsti því að atburðurinn hefði átt sér stað fyrir nokkrum árum en haft slæm áhrif á líf hennar. Karlmaðurinn óskaði eftir því að hún drægi færsluna til baka og bæðist afsökunar. Sagðist hann tilbúinn að falla frá áformum um að höfða einkarefsimál ef hún leiðrétti ummæli sín á sama vettvangi og þau voru birt auk þess að skrifa undir yfirlýsingar um leiðréttingu ummælanna. Konan birti bréfið á samfélagsmiðlum með svohljóðandi færslu: „Hvað er eiginlega í gangi með að þekkja sjálfan sig sem geranda í ónafngreindri frásögn af ofbeldi, kæra hana sem ærumeiðandi til lögreglu og ætla að stefna meintum þolanda?“ Þvingað andrúmsloft á ferðalagi Fór svo að karlmaðurinn höfðaði mál. Hann sagði opinberar ærumeiðingar byggja á fölskum ásökunum konunnar á andlegu, líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi. Ásakanirnar hafi skaðað mannorð hans, afkomumöguleika, orðspor, félagstengsl, kærleikssambönd, sjálfsmynd og andlega heilsu. Augljóst væri að konan ætti við hann þó ekkert nafn væri nefnt. Allir sem vissu af sambandi þeirra myndu átta sig á því. Samhljómur var með parinu um kveikjuna að ummælum. Þau hefðu farið saman í ferð, staðið í deilum og andrúmsloftið verið þvingað. Þau hefðu enn verið ósátt þegar til næturgistingar kom en þar átt kynmök í hótelherbergi. Karlmaðurinn lýsti því að þau hefðu vaknað, kysst og átt samfarir með vilja beggja. Hann hefði talið þau vera að sættast og hálfpartinn búist við afsökunarbeiðni frá henni. Þegar ekkert varð af því hafi hann orðið pirraður og andrúmsloftið aftur orðið þvingað. Þegar þau hefðu komið út í bílinn hefði hann hreytt í hana að hann hefði þó fengið eitthvað fyrir peninginn fyrir hótelherberginu. Þau hefðu hist nokkrum sinnum eftir þetta að frumkvæði hennar, slitið sambandinu og hafið aftur. Það hafi verið stormasamt en hann ekki beitt hana ofbeldi. Hann hefði þó gripið nokkrum sinnum um hendur hennar til að fá hana til að hætta að ýta sér. Horfast í augu við samband við ofbeldismann Konan lýsti því að á hótelherberginu hefði hún lagst til svefns. Hann hefði svo farið að riðlast á henni. Hún hefði frosið, farið að gráta og hann fengið sáðfall yfir hana. Svo hefði hann sagt henni að þetta hefði að minnsta kosti borgað kostnaðinn af hótelherberginu. Hún hefði ekki horfst í augu við þetta fyrr en að loknum sambandsslitum en þá þurft að horfast í augu við að hafa verið í sambandi með ofbeldismanni sem hefði hafist á kynferðislegri niðurlægingu. Þá hefði hún fjarlægt ummælin af samfélagsmiðlum eftir að henni var stefnt. Dómurinn leit til þess að ummælin hefðu verið sett fram um eigin upplifun af kynmökum sem fóru fram þegar þau voru ósátt. Þá hafi karlmaðurinn viðurkennt að hafa hreytt í konuna niðurlægjandi orðum og sömuleiðis gripið um hendur hennar. Þótt orð standi gegn orði um nauðgun væri ekki hægt að líta fram hjá því að upplifun konunnar byggir á raunverulegum atburði með teknu tilliti til atburðar sem getur verið opinn fyrir túlkun. Þannig vísi konan til þess að karlmaðurinn hafi talið verknaðinn níðingslegan en þó ekki nauðgun. Þannig komi túlkun beggja fram í færslunni. Þá verði ekki litið fram hjá því að konan setti fram ummælin í færslu þar sem inngangurinn fjallaði um stöðu þolenda ofbeldis, þar á meðal kynferðisofbeldi, en mikil og almenn umræða hafi átt sér stað í þjóðfélaginu um þau málefni undanfarin ár. Því verði að telja að rúmt svigrúm sé til tjáningar sem hluta af þeirri umræðu. Ummælin hafi ekki falið í sér staðhæfingu um staðreynd heldur gildisdóm um hennar upplifun sem ekki var tilefnislaus og settur var fram með þeim hætti að sýnt var að sá sem hún taldi hafa brotið af sér hefði ekki upplifað það með sama hætti. Konan hefði þannig ekki farið út fyrir mörk tjáningarfrelsis sem varin eru í stjórnarskránni og því ekki rofið friðhelgi einkalífs karlmannsins. Var konan sýknuð af öllum kröfum karlmannsins. Dómsmál Tjáningarfrelsi Kynferðisofbeldi Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fleiri fréttir Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Sjá meira
Karlmaðurinn krafðist þess að eftirfarandi ummæli yrðu dæmd dauð og ómerk: „Mér var grátandi nauðgað af manni sem lauk sér af og réttlætti í sömu andrá gjörðir sínar með því að drátturinn greiddi fyrir kostnað upp á 5000 krónur fyrir einhverju sem mér hafði fyrr um daginn verið boðið upp á.“ „Þessi einstaklingur leit svo á að ég væri að ljúga upp á sig nauðgun eftir á, að verknaðurinn hefði verið níðingslegur, en ekki nauðgun. Hann sneri síðan upp á hendurnar á mér, til að þagga niður í vælinu í mér, svo illa að ég gat ekki notað þær í nokkra daga.“ Þá krafðist karlmaðurinn að kærastan fyrrverandi yrði dæmd í tólf mánaða fangelsi og þyrfti að greiða honum tvær milljónir króna í miskabætur. Stormasamt samband með hléum Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að konan og karlinn hafi átt í stormasömu sambandi sem stóð yfir með hléum í nokkurn tíma. Ekki var ágreiningur á milli þeirra um að ummælin sem krafist væri ómerkingar á vísuðu til atviks sem átti sér stað í sambandi þeirra sem þau túlki með ólíkum hætti. Það var árið 2022 sem konan birti færslu sem ummælin voru hluti af. Í færslunni var aðdragandi að ummælunum sem snerust um áfallastreitu sem þolendur ofbeldis megi búa við. Konan lýsti því að atburðurinn hefði átt sér stað fyrir nokkrum árum en haft slæm áhrif á líf hennar. Karlmaðurinn óskaði eftir því að hún drægi færsluna til baka og bæðist afsökunar. Sagðist hann tilbúinn að falla frá áformum um að höfða einkarefsimál ef hún leiðrétti ummæli sín á sama vettvangi og þau voru birt auk þess að skrifa undir yfirlýsingar um leiðréttingu ummælanna. Konan birti bréfið á samfélagsmiðlum með svohljóðandi færslu: „Hvað er eiginlega í gangi með að þekkja sjálfan sig sem geranda í ónafngreindri frásögn af ofbeldi, kæra hana sem ærumeiðandi til lögreglu og ætla að stefna meintum þolanda?“ Þvingað andrúmsloft á ferðalagi Fór svo að karlmaðurinn höfðaði mál. Hann sagði opinberar ærumeiðingar byggja á fölskum ásökunum konunnar á andlegu, líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi. Ásakanirnar hafi skaðað mannorð hans, afkomumöguleika, orðspor, félagstengsl, kærleikssambönd, sjálfsmynd og andlega heilsu. Augljóst væri að konan ætti við hann þó ekkert nafn væri nefnt. Allir sem vissu af sambandi þeirra myndu átta sig á því. Samhljómur var með parinu um kveikjuna að ummælum. Þau hefðu farið saman í ferð, staðið í deilum og andrúmsloftið verið þvingað. Þau hefðu enn verið ósátt þegar til næturgistingar kom en þar átt kynmök í hótelherbergi. Karlmaðurinn lýsti því að þau hefðu vaknað, kysst og átt samfarir með vilja beggja. Hann hefði talið þau vera að sættast og hálfpartinn búist við afsökunarbeiðni frá henni. Þegar ekkert varð af því hafi hann orðið pirraður og andrúmsloftið aftur orðið þvingað. Þegar þau hefðu komið út í bílinn hefði hann hreytt í hana að hann hefði þó fengið eitthvað fyrir peninginn fyrir hótelherberginu. Þau hefðu hist nokkrum sinnum eftir þetta að frumkvæði hennar, slitið sambandinu og hafið aftur. Það hafi verið stormasamt en hann ekki beitt hana ofbeldi. Hann hefði þó gripið nokkrum sinnum um hendur hennar til að fá hana til að hætta að ýta sér. Horfast í augu við samband við ofbeldismann Konan lýsti því að á hótelherberginu hefði hún lagst til svefns. Hann hefði svo farið að riðlast á henni. Hún hefði frosið, farið að gráta og hann fengið sáðfall yfir hana. Svo hefði hann sagt henni að þetta hefði að minnsta kosti borgað kostnaðinn af hótelherberginu. Hún hefði ekki horfst í augu við þetta fyrr en að loknum sambandsslitum en þá þurft að horfast í augu við að hafa verið í sambandi með ofbeldismanni sem hefði hafist á kynferðislegri niðurlægingu. Þá hefði hún fjarlægt ummælin af samfélagsmiðlum eftir að henni var stefnt. Dómurinn leit til þess að ummælin hefðu verið sett fram um eigin upplifun af kynmökum sem fóru fram þegar þau voru ósátt. Þá hafi karlmaðurinn viðurkennt að hafa hreytt í konuna niðurlægjandi orðum og sömuleiðis gripið um hendur hennar. Þótt orð standi gegn orði um nauðgun væri ekki hægt að líta fram hjá því að upplifun konunnar byggir á raunverulegum atburði með teknu tilliti til atburðar sem getur verið opinn fyrir túlkun. Þannig vísi konan til þess að karlmaðurinn hafi talið verknaðinn níðingslegan en þó ekki nauðgun. Þannig komi túlkun beggja fram í færslunni. Þá verði ekki litið fram hjá því að konan setti fram ummælin í færslu þar sem inngangurinn fjallaði um stöðu þolenda ofbeldis, þar á meðal kynferðisofbeldi, en mikil og almenn umræða hafi átt sér stað í þjóðfélaginu um þau málefni undanfarin ár. Því verði að telja að rúmt svigrúm sé til tjáningar sem hluta af þeirri umræðu. Ummælin hafi ekki falið í sér staðhæfingu um staðreynd heldur gildisdóm um hennar upplifun sem ekki var tilefnislaus og settur var fram með þeim hætti að sýnt var að sá sem hún taldi hafa brotið af sér hefði ekki upplifað það með sama hætti. Konan hefði þannig ekki farið út fyrir mörk tjáningarfrelsis sem varin eru í stjórnarskránni og því ekki rofið friðhelgi einkalífs karlmannsins. Var konan sýknuð af öllum kröfum karlmannsins.
Dómsmál Tjáningarfrelsi Kynferðisofbeldi Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fleiri fréttir Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?