Murray ekki viss um að hann snúi aftur á Wimbledon Smári Jökull Jónsson skrifar 9. júlí 2023 10:31 Andy Murray kveðjur hér áhorfendur á Wimbledon eftir tapið gegn Stefanos Tsitsipas. Vísir/Getty Andy Murray féll úr keppni á Wimbledonmótinu í annarri umferð mótsins í gær. Hann segist óviss hvort hann snúi aftur en hann vann sigur á mótinu árið 2013. Murray er orðinn 36 ára gamall og tapaði fyrir Stefanos Tsitsipas í fimm settum í gær og féll þar með úr leik á Wimbledonmótinu. Murray bar sigur úr býtum á mótinu árið 2013 og batt þar með enda á 77 ára bið Breta eftir sigur heimamanns í einliðaleik karla. Bretar höfðu bundið vonir við að Murray gæti borið sigurorð af Tsitsipas og unnið þar með sinn stærsta sigur á stórmóti síðan hann fór í mjaðmaaðgerði árið 2019. Það gekk hins vegar ekki og nú er óljóst hvað verður um Murray og hans feril í framtíðinni. „Ég veit ekki, áhugahvötin er augljóslega stórt mál,“ sagði Murray sem virðist vanta hvatningu til að halda áfram glæstum ferli. „Að tapa snemma hvað eftir annað á mótum hjálpar augljóslega ekki til,“ bætti hann við. Daðrar við það að hætta „Þetta er svipað og á síðasta ári. Ég hef fengið langan tíma til að hugsa um hlutina, rætt við fjölskyldu mína og ákvað að halda áfram. Ég er ótrúlega svekktur núna. Kannski líður mér öðruvísi eftir nokkra daga en núna er tilfinningin ekki góð.“ Murray setti alla sína orku í að koma í sem bestu formi á Wimbledon. Hann ákvað að sleppa opna franska mótinu, þar sem keppt er á leirvöllum, til að undirbúa sig sem best fyrir grasvellina á Wimbledon. Hann segist viss um að hann geti enn keppt við þá allra bestu. „Ég get það klárlega. Það er augljóst ef þú horfir á hvernig leikurinn fer, það munaði bara nokkrum stigum.“ Tennis Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Arsenal - Liverpool | Toppliðið mætir Englandsmeisturum Enski boltinn Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn ÍA - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir heimamenn Körfubolti Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Körfubolti Leik lokið KR- Ármann 102-93: | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Þórir: Það eru bara allir að berjast Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Arsenal - Liverpool | Toppliðið mætir Englandsmeisturum Hilmar Smári kvaddur í Litáen Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Leik lokið KR- Ármann 102-93: | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel ÍA - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir heimamenn Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Hafnaði Val og fer heim til Eyja Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Sjá meira
Murray er orðinn 36 ára gamall og tapaði fyrir Stefanos Tsitsipas í fimm settum í gær og féll þar með úr leik á Wimbledonmótinu. Murray bar sigur úr býtum á mótinu árið 2013 og batt þar með enda á 77 ára bið Breta eftir sigur heimamanns í einliðaleik karla. Bretar höfðu bundið vonir við að Murray gæti borið sigurorð af Tsitsipas og unnið þar með sinn stærsta sigur á stórmóti síðan hann fór í mjaðmaaðgerði árið 2019. Það gekk hins vegar ekki og nú er óljóst hvað verður um Murray og hans feril í framtíðinni. „Ég veit ekki, áhugahvötin er augljóslega stórt mál,“ sagði Murray sem virðist vanta hvatningu til að halda áfram glæstum ferli. „Að tapa snemma hvað eftir annað á mótum hjálpar augljóslega ekki til,“ bætti hann við. Daðrar við það að hætta „Þetta er svipað og á síðasta ári. Ég hef fengið langan tíma til að hugsa um hlutina, rætt við fjölskyldu mína og ákvað að halda áfram. Ég er ótrúlega svekktur núna. Kannski líður mér öðruvísi eftir nokkra daga en núna er tilfinningin ekki góð.“ Murray setti alla sína orku í að koma í sem bestu formi á Wimbledon. Hann ákvað að sleppa opna franska mótinu, þar sem keppt er á leirvöllum, til að undirbúa sig sem best fyrir grasvellina á Wimbledon. Hann segist viss um að hann geti enn keppt við þá allra bestu. „Ég get það klárlega. Það er augljóst ef þú horfir á hvernig leikurinn fer, það munaði bara nokkrum stigum.“
Tennis Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Arsenal - Liverpool | Toppliðið mætir Englandsmeisturum Enski boltinn Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn ÍA - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir heimamenn Körfubolti Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Körfubolti Leik lokið KR- Ármann 102-93: | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Þórir: Það eru bara allir að berjast Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Arsenal - Liverpool | Toppliðið mætir Englandsmeisturum Hilmar Smári kvaddur í Litáen Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Leik lokið KR- Ármann 102-93: | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel ÍA - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir heimamenn Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Hafnaði Val og fer heim til Eyja Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Sjá meira