Sport

Dag­skráin í dag: Bestu deildirnar allt í öllu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Víkingar eiga leik í kvöld.
Víkingar eiga leik í kvöld. Vísir/Hulda Margrét

Það er svo sannarlega nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. Segja má að Bestu deildirnar í knattspyrnu eigi hug okkar allan í dag.

Stöð 2 Sport

Klukkan 16.45 hefst útsending frá Keflavík þar sem heimamenn taka á móti toppliði Víkings í Bestu deild karla. Klukkan 19.15 eru Bestu tilþrifin á dagskrá. Þar verður farið yfir helstu tilþrif kvöldsins.

Stöð 2 Sport 5

Klukkan 16.25 hefst upphitun Bestu markanna fyrir leiki dagsins í Bestu deild kvenna í knattspyrnu. Klukkan 16.50 færum við okkur til Garðabæjar þar sem Stjarnan mætir Þrótti Reykjavík í Bestu deild kvenna.

Besta deildin

Klukkan 13.50 hefst útsending frá Kópavogsvelli þar sem Breiðablik og Keflavík mætast í Bestu deild kvenna.

Besta deildin 2

Klukkan 15.50 hefst útsending frá Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum þar sem ÍBV tekur á móti Fram í Bestu deild karla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×