Landlæknir sektaður vegna öryggisbrests í Heilsuveru Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. júlí 2023 10:13 Alma Möller landlæknir. Vísir/Vilhelm Embætti landlæknis harmar að alvarlegur öryggisveikleiki hafi verið til staðar í afmörkuðum hluta mæðraverndar og samskiptahluta á Mínum síðum á vefsvæðinu Heilsuvera.is. Embættið hefur sent frá sér tilkynningu þar sem staðhæfingum Persónuverndar um að embættið hafi gefið misvísandi og villandi upplýsingar við meðferð málsins er hafnað. Embættið er sektað um tólf milljónir króna vegna málsins. Úrskurður Persónuverndar var birtur á vef stofnunarinnar á ellefta tímanum í morgun. Vísir hefur sent Perónuvernd fyrirspurn vegna málsins. Um er að ræða annað skiptið á stuttum tíma sem Persónuvernd fjallar um öryggis persónuupplýsinga á vegum embættis landlæknis. Fyrir helgi komst stofnunin að þeirri niðurstöðu að Embættið hefði ekki tryggt öryggi persónuupplýsinga í lyfjaávísanagátt með viðeigandi hætti. Enginn hafi misnotað öryggisveikleikann Í tilkynningu Embættis landlæknis kemur fram að þann 8. júní 2020 hafi uppgötvast alvarlegur öryggisveikleiki í afmörkuðum hluta mæðraverndar og samskiptahluta á Mínum síðum á vefsvæðinu Heilsuvera.is sem er í umsjón Embættis landlæknis en þróað og rekið af upplýsingafyrirtækinu Origo. Innan við klukkustund eftir að tilkynnt hafi verið um veikleikann hafi Origo staðreynt tilvist hans og lokað Heilsuveru. Segir landlæknir að á um fimm klukkutímum hafi verið gerðar breytingar á kerfinu sem lagfærðu veikleikann, þær yfirfarnar og staðfestar af öryggisfyrirtækinu Syndis og kerfinu að því loknu komið aftur í notkun. „Embætti landlæknis harmar að framangreindur öryggisveikleiki skyldi hafa verið til staðar og skorast ekki undan ábyrgð hvað það varðar. Brugðist var strax og fumlaust við veikleikanum um leið og vitneskja barst um hann. Strax í kjölfarið á atvikinu var með ítarlegri greiningu staðreynt að enginn misnotaði öryggisveikleikann þann tíma sem hann var til staðar og að persónuupplýsingar notenda Heilsuveru hafi ekki lent í höndum óviðkomandi aðila.“ Hafna því að hafa veitt Persónuvernd misvísandi upplýsingar Þá segist embættið í tilkynningu sinni hafa tilkynnt Persónuvernd samdægurs um eðli og umfang öryggisbrestsins í samræmi við fyrirmæli laga og á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga á þeim tíma. Persónuvernd hafi í kjölfarið hafið athugun á málinu. Í ákvörðun Persónuverndar, þremur árum síðar, hafi verið komist að þeirri niðurstöðu að embættið hefði ekki tryggt öryggi persónuupplýsinga á hluta vefsvæðis Heilsuveru með fullnægjandi hætti. „Í öllum samskiptum embættisins í tengslum við málið hefur embættið upplýst Persónuvernd um alla þætti málsins af heilindum og samkvæmt bestu aðgengilegum upplýsingum á hverjum tíma. Hafnar embættið alfarið þeim staðhæfingum sem fram koma í ákvörðun Persónuverndar að starfsmenn embættisins hafi gefið Persónuvernd misvísandi og villandi upplýsingar við meðferð málsins.“ Persónuupplýsingar séu tryggar Áréttar embættið aftur að enginn hafi nýtt sér öryggisveikleikann. Embættið hafi í kjölfarið lagt frekari áherslu á þessa þætti með ítarlegri og tíðari öryggisúttektum og bættum ferlum við uppfærslur og viðbætur. Mínar síður á Heilsuvera.is séu eins öruggar og mögulegt er og öryggi heilsufarsupplýsinga Íslendinga tryggt. Embættið segist ætla að fara ítarlega yfir forsendur og niðurstöðu ákvörðunar Persónuverndar á næstu dögum. Embættið hefur verið sektað um tólf milljónir króna vegna þessa. Úrskurður Persónuverndar. Fréttin hefur verið uppfærð með úrskurði Persónuverndar. Heilbrigðismál Persónuvernd Netöryggi Stjórnsýsla Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Úrskurður Persónuverndar var birtur á vef stofnunarinnar á ellefta tímanum í morgun. Vísir hefur sent Perónuvernd fyrirspurn vegna málsins. Um er að ræða annað skiptið á stuttum tíma sem Persónuvernd fjallar um öryggis persónuupplýsinga á vegum embættis landlæknis. Fyrir helgi komst stofnunin að þeirri niðurstöðu að Embættið hefði ekki tryggt öryggi persónuupplýsinga í lyfjaávísanagátt með viðeigandi hætti. Enginn hafi misnotað öryggisveikleikann Í tilkynningu Embættis landlæknis kemur fram að þann 8. júní 2020 hafi uppgötvast alvarlegur öryggisveikleiki í afmörkuðum hluta mæðraverndar og samskiptahluta á Mínum síðum á vefsvæðinu Heilsuvera.is sem er í umsjón Embættis landlæknis en þróað og rekið af upplýsingafyrirtækinu Origo. Innan við klukkustund eftir að tilkynnt hafi verið um veikleikann hafi Origo staðreynt tilvist hans og lokað Heilsuveru. Segir landlæknir að á um fimm klukkutímum hafi verið gerðar breytingar á kerfinu sem lagfærðu veikleikann, þær yfirfarnar og staðfestar af öryggisfyrirtækinu Syndis og kerfinu að því loknu komið aftur í notkun. „Embætti landlæknis harmar að framangreindur öryggisveikleiki skyldi hafa verið til staðar og skorast ekki undan ábyrgð hvað það varðar. Brugðist var strax og fumlaust við veikleikanum um leið og vitneskja barst um hann. Strax í kjölfarið á atvikinu var með ítarlegri greiningu staðreynt að enginn misnotaði öryggisveikleikann þann tíma sem hann var til staðar og að persónuupplýsingar notenda Heilsuveru hafi ekki lent í höndum óviðkomandi aðila.“ Hafna því að hafa veitt Persónuvernd misvísandi upplýsingar Þá segist embættið í tilkynningu sinni hafa tilkynnt Persónuvernd samdægurs um eðli og umfang öryggisbrestsins í samræmi við fyrirmæli laga og á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga á þeim tíma. Persónuvernd hafi í kjölfarið hafið athugun á málinu. Í ákvörðun Persónuverndar, þremur árum síðar, hafi verið komist að þeirri niðurstöðu að embættið hefði ekki tryggt öryggi persónuupplýsinga á hluta vefsvæðis Heilsuveru með fullnægjandi hætti. „Í öllum samskiptum embættisins í tengslum við málið hefur embættið upplýst Persónuvernd um alla þætti málsins af heilindum og samkvæmt bestu aðgengilegum upplýsingum á hverjum tíma. Hafnar embættið alfarið þeim staðhæfingum sem fram koma í ákvörðun Persónuverndar að starfsmenn embættisins hafi gefið Persónuvernd misvísandi og villandi upplýsingar við meðferð málsins.“ Persónuupplýsingar séu tryggar Áréttar embættið aftur að enginn hafi nýtt sér öryggisveikleikann. Embættið hafi í kjölfarið lagt frekari áherslu á þessa þætti með ítarlegri og tíðari öryggisúttektum og bættum ferlum við uppfærslur og viðbætur. Mínar síður á Heilsuvera.is séu eins öruggar og mögulegt er og öryggi heilsufarsupplýsinga Íslendinga tryggt. Embættið segist ætla að fara ítarlega yfir forsendur og niðurstöðu ákvörðunar Persónuverndar á næstu dögum. Embættið hefur verið sektað um tólf milljónir króna vegna þessa. Úrskurður Persónuverndar. Fréttin hefur verið uppfærð með úrskurði Persónuverndar.
Heilbrigðismál Persónuvernd Netöryggi Stjórnsýsla Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira