Úkraínumenn og Svíar sitja enn á hliðarlínu Atlantshafsbandalagsins Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. júní 2023 12:23 Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Nató, og Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, funduðu í Washington í gær. AP/Carolyn Kaster Aðildarríki Atlantshafsbandalagsins munu ekki leggja fram tímasetta áætlun um inngöngu Úkraínu á næstu ráðstefnu Nató í Vilníus í júlí heldur lofa styttra umsóknarferli þegar Úkraína fær boð um inngöngu, einhvern tímann þegar átökunum í landinu er lokið. Frá þessu greinir Guardian og bætir við að aðildarríki Nató muni lofa því að standa vörð um öryggi Úkraínu en hvert fyrir sig, það er að segja ekki á sameiginlegum grundvelli Nató. Það hefur löngum legið ljóst fyrir að Úkraínu yrði ekki boðin aðild að Atlantshafsbandalaginu á meðan átök stæðu enn yfir í landinu. Þarlend stjórnvöld hafa hins vegar talað fyrir því að tímasett áætlun um inngöngu yrði lögð fram og njóta stuðnings Póllands og ríkjanna á Balkanskaga. Í sárabót verður Úkraínumönnum líklega veitt meiri aðkoma að viðræðum á fundum um málefni Úkraínu og samband Nató og Úkraínu. New York Times segir Joe Biden Bandaríkjaforseta undir auknum þrýsting frá öðrum aðildarríkjum um einhvers konar skuldbindingu Nató gagnvart Úkraínu en hann er sagður njóta fulls stuðnings Þjóðverja. Allir aðilar máls virðast sammála um að mikilvægast sé að viðhalda samstöðu Nató-ríkjanna og senda þannig skýr skilaboð til stjórnvalda í Rússlandi um að það muni ekki gagnast þeim að bíða og vona að það fjari undan stuðningi ríkjanna við Úkraínu. Bæði Finnland og Svíþjóð fengu hraðafgreiðslu aðildarumsókna sinna en á meðan Finnar hafa þegar verið teknir inn bíða Svíar samþykkis stjórnvalda í Tyrklandi. Fulltrúar Nató funda nú með Recep Tayyip Erdogan, sem nýlega var endurkjörinn forseti, um stöðu mála. Fátt bendir þó til þess að forsetinn hafi haggast í afstöðu sinni en í viðtölum sem birtust í tyrkneskum fjölmiðlum í morgun sagði hann að afstöðu Tyrklands yrði ekki haggað á meðan enn væri boðað til mótmæla í Svíþjóð til stuðnings Kúrdum. NATO Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Svíþjóð Bandaríkin Hernaður Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Innlent Fleiri fréttir Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sjá meira
Frá þessu greinir Guardian og bætir við að aðildarríki Nató muni lofa því að standa vörð um öryggi Úkraínu en hvert fyrir sig, það er að segja ekki á sameiginlegum grundvelli Nató. Það hefur löngum legið ljóst fyrir að Úkraínu yrði ekki boðin aðild að Atlantshafsbandalaginu á meðan átök stæðu enn yfir í landinu. Þarlend stjórnvöld hafa hins vegar talað fyrir því að tímasett áætlun um inngöngu yrði lögð fram og njóta stuðnings Póllands og ríkjanna á Balkanskaga. Í sárabót verður Úkraínumönnum líklega veitt meiri aðkoma að viðræðum á fundum um málefni Úkraínu og samband Nató og Úkraínu. New York Times segir Joe Biden Bandaríkjaforseta undir auknum þrýsting frá öðrum aðildarríkjum um einhvers konar skuldbindingu Nató gagnvart Úkraínu en hann er sagður njóta fulls stuðnings Þjóðverja. Allir aðilar máls virðast sammála um að mikilvægast sé að viðhalda samstöðu Nató-ríkjanna og senda þannig skýr skilaboð til stjórnvalda í Rússlandi um að það muni ekki gagnast þeim að bíða og vona að það fjari undan stuðningi ríkjanna við Úkraínu. Bæði Finnland og Svíþjóð fengu hraðafgreiðslu aðildarumsókna sinna en á meðan Finnar hafa þegar verið teknir inn bíða Svíar samþykkis stjórnvalda í Tyrklandi. Fulltrúar Nató funda nú með Recep Tayyip Erdogan, sem nýlega var endurkjörinn forseti, um stöðu mála. Fátt bendir þó til þess að forsetinn hafi haggast í afstöðu sinni en í viðtölum sem birtust í tyrkneskum fjölmiðlum í morgun sagði hann að afstöðu Tyrklands yrði ekki haggað á meðan enn væri boðað til mótmæla í Svíþjóð til stuðnings Kúrdum.
NATO Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Svíþjóð Bandaríkin Hernaður Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Innlent Fleiri fréttir Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sjá meira