Sport

Dagskráin í dag: Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2

Jón Már Ferro skrifar
Tekst Erling Haaland að skora og leiða Manchester City loksins til sigurs í Meistaradeild Evrópu?
Tekst Erling Haaland að skora og leiða Manchester City loksins til sigurs í Meistaradeild Evrópu? vísir/Getty

Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu á milli Manchester City og Inter Milan fer fram klukkan 19:00. Hitað verður upp fyrir leikinn frá 18:15. Besta deild karla verður á sínum stað þegar þrír leikir í 11. umferð fara fram.

Besta deildin

KA og Fylkir mætast í Bestu deild karla. Leikurinn hefst klukkan 14:00 og er í beinni útsendingu á Bestu deildar rásinni.

Besta deildin 2

KR og ÍBV mætast í Bestu deild karla. Leikurinn hefst klukkan 14:00 og er í beinni útsendingu á Bestu deildar rás 2.

Stöð 2 Sport

FH og Breiðablik mætast í Bestu deild karla. Leikurinn hefst klukkan 15:00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Bestu tilþrifin verða á sínum stað klukkan 17:15 eftir leik FH og Breiðabliks.

Stöð 2 Sport 2

Upphitun fyrir úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu hefst klukkan 18:15. Leikurinn sjálfur hefst svo stundvíslega klukkan 19:00.

Eftir leikinn fara sérfræðingar Meistaradeildarinnar yfir úrslitaleikinn. Útsendingin hefst klukkan 21:00.

Stöð 2 Sport 3

Joventut Badalona og Real Madríd mætast í spænsku ACB körfuboltadeildinni. Útsendingin hefst klukkan 16:20.

Stöð 2 Sport 4

Shoprite LPGA Classic mótaröðin fer fram á morgun klukkan 20:30 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4.

Stöð 2 Esport

BLAST Premier mótið heldur áfram í dag og upphitun fyrir fjórða dag hefst klukkan 16:30. Klukkan 17:00 fer fram fyrri viðureignin í undanúrslitum og klukkan 20:45 verður sýnt beint frá þeirri síðari.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.