Sport

Óvænt úrslit á Roland-Garros

Siggeir Ævarsson skrifar
Karolina Muchova fagnar stigi innilega á opna franska meistaramótinu
Karolina Muchova fagnar stigi innilega á opna franska meistaramótinu

Nokkuð óvænt úrslit urðu í undanúrslitum Roland-Garros í dag þegar hin tékkneska Karolina Muchova hafði betur gegn Aryna Sabalenka. Fyrirfram þótti Sabalenka mun sigurstranglegri en hún var í 2. sæti heimslistans meðan Muchova var í 43.

Einvígið var jafnt og spennandi þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en í síðasta settinu eftir rúmlega þriggja klukkustunda baráttu, sem Muchova vann 7-5. Í hinni undanúrslitaviðureigninni mættust Iga Swiatek, sem er efst á heimslistanum, og Beatriz Haddad Maia, sem er í 14. sæti listans. 

Swiatek fór með nokkuð öruggan sigur af hólmi í tveimur settum og er þá á leið í úrslitaviðureign mótsis í þriðja sinn. Vonuðust eflaust margir tennisaðdáendur eftir því að Swiatek og Sabalenka myndu mætast í úrslitunum og endurtaka leikinn frá opna spænska meistaramótinu þar sem þær mættust í úrslitum þann 6. maí síðastliðinn. 

Þrátt fyrir að Muchova sé ekki ofarlega á heimslistanum um þessar mundir þótti hún ein af efnilegri tennisspilurum heims fyrir ekki svo löngu síðan. Hún hefur þó verið alvarlega plöguð af meiðslum um langa hríð en virðist óðum vera að ná vopnum sínum á ný.

Á morgun fara fram undanúrslitaviðureignirnar í karlaflokki, þar sem mætast í fyrra einvígi dagsins hinn spænski Carlos Alcaraz, sem er efstur á heimslistanum um þessar mundir, og hinn serbneski Novak Djokovic sem er í þriðja sæti listans, en Djokovic er á sínu 20. ári sem atvinnumaður.

Í hinni viðureigninni mætast hinn norski Casper Ruud, sem er í fjórða sæti heimslistans og Þjóðverjinn Alexander Zverev sem er í 14. sæti heimslistans, svo það er aldrei að vita nema boðið verði upp á óvænt úrslit karlamegin líka.


Tengdar fréttir

Djoko­vic nálgast titla­metið í París

Opna franska meistaramótið í tennis stendur nú yfir á Roland-Garros leikvanginum í París. Í dag ræðst hvaða leikmenn tryggja sér sæti í undanúrslitum mótsins en úrslitin fara fram um helgina. Vinni Djokovic hinn unga Alcaraz kemst hann skrefi nær titlametinu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.