Djokovic nálgast titlametið í París Magnús Jochum Pálsson skrifar 7. júní 2023 18:20 Djokovic lyftir titlinum á Roland-Garros árið 2021. Vinni hann mótið í ár þá slær hann titlamet í karlaflokki með flesta Grand Slam-titla frá upphafi, eða 23 talsins. Getty/Tim Clayton Opna franska meistaramótið í tennis stendur nú yfir á Roland-Garros leikvanginum í París. Í dag ræðst hvaða leikmenn tryggja sér sæti í undanúrslitum mótsins en úrslitin fara fram um helgina. Vinni Djokovic hinn unga Alcaraz kemst hann skrefi nær titlametinu. Opna franska meistaramótið, oftast kallað Roland-Garros, er eitt fjögurra Grand Slam-móta í tennis. Hin þrjú eru Opna ástralska meistaramótið, Wimbledon meistaramótið og Opna bandaríska meistaramótið. Til mikils er að vinna en Grand Slam-mótin eru þau virtustu og mikilvægustu í tennisheiminum. Ungstirni gegn gömlum hundi Í karlaflokki er mikill spenningur fyrir undanúrslitaleik hins serbneska Novak Djokovic og hins spænska Carlos Alcaraz, sem er efstur á heimslistanum í dag. Þar má segja að eigist við fulltrúar nýju og gömlu kynslóðar tennisins. Novak Djokovic og Carlos Alcaraz voru vinalegir hvor við annan á æfingu í dag.Getty/Tim Clayton Novak Djokovic er einn af hinum stóru þremur (e. Big Three) í karlatennis ásamt Roger Federer og Rafael Nadal. Ljóst er að ef Djokovic vinnur Roland-Garros mun hann eiga flesta Grand Slam titla af þessum þremur en hann er núna jafn hinum spænska Nadal með 22 titla. Þess má geta að flesta Grand Slam titla á tennisgoðsögnin Margaret Court en hún á 24. Þar á eftir koma Serena Williams með 23 titla en þriðja sætinu deila þau Steffi Graf, Rafael Nadal og Novak Djokovic. Það er því til mikils að vinna fyrir Djokovic. En fyrst þarf hann að mæta Carlosi Alcaraz sem gæti reynst þrautin þyngri miðað við þá siglingu sem ungi Spánverjinn hefur verið á síðasta árið. Swiatek líkleg til að verja titilinn Í kvennaflokki er hin pólska Iga Swiatek talin sigurstranglegust en hún vann titilinn í fyrra þegar hún sigraði hina bandarísku Coco Gauff. Þær áttust aftur við í átta manna úrslitum í morgun þegar Swiatek vann í tveimur settum, 6-4 og 6-2. Swiatek mætir hinni brasilísku Haddad Maia í undanúrslitum. Coco Gauff og Iga Swiatek mættust í úrslitum Roland-Garros í fyrra. Þær mættust aftur í morgun þar sem Swiatek vanna Gauff aftur.Getty/Tim Clayton Þá hefur Aryna Sabalenka frá Belarus einnig verið á mikilli sigurgöngu frá því að hún vann Opna ástralska meistaramótið í janúar. Hún keppir við hina tékknesku Karolínu Muchová í undanúrslitum. Sabalenka hefur vakið mikla athygli á mótinu, ekki einungis vegna frammistöðu sinnar á vellinum heldur líka utan hans. Hún hefur núna sleppt tveimur fjölmiðlafundum í röð eftir að hún var ítrekað spurð út í afstöðu sína gagnvart stríðinu í Úkraínu. Hún hefur spilað við tvo úkraínska leikmenn sem báðar neituðu að taka í hönd hennar að leik loknum. Sabalenka hefur sjálf sagst vera mótfallin stríðinu en hefur verið gagnrýnd vegna tengsla sinna við Lukashenko, forsætisráðherra Belarus og eins helsta samherja Vladimír Pútín. Sabalenka lagði hina úkraínsku Svitolinu í gær. Svitolina neitaði að taka í hendina á Sabalenku af pólitískum ástæðum.Getty/Robert Szaniszlo Tennis Frakkland Innrás Rússa í Úkraínu Hvíta-Rússland Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Fleiri fréttir Bjarki kallaður inn í landsliðið Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sólveig Lára hætt með ÍR Staðfestir brottför frá Liverpool Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Sendu Houston enn á ný í háttinn Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Sjá meira
Opna franska meistaramótið, oftast kallað Roland-Garros, er eitt fjögurra Grand Slam-móta í tennis. Hin þrjú eru Opna ástralska meistaramótið, Wimbledon meistaramótið og Opna bandaríska meistaramótið. Til mikils er að vinna en Grand Slam-mótin eru þau virtustu og mikilvægustu í tennisheiminum. Ungstirni gegn gömlum hundi Í karlaflokki er mikill spenningur fyrir undanúrslitaleik hins serbneska Novak Djokovic og hins spænska Carlos Alcaraz, sem er efstur á heimslistanum í dag. Þar má segja að eigist við fulltrúar nýju og gömlu kynslóðar tennisins. Novak Djokovic og Carlos Alcaraz voru vinalegir hvor við annan á æfingu í dag.Getty/Tim Clayton Novak Djokovic er einn af hinum stóru þremur (e. Big Three) í karlatennis ásamt Roger Federer og Rafael Nadal. Ljóst er að ef Djokovic vinnur Roland-Garros mun hann eiga flesta Grand Slam titla af þessum þremur en hann er núna jafn hinum spænska Nadal með 22 titla. Þess má geta að flesta Grand Slam titla á tennisgoðsögnin Margaret Court en hún á 24. Þar á eftir koma Serena Williams með 23 titla en þriðja sætinu deila þau Steffi Graf, Rafael Nadal og Novak Djokovic. Það er því til mikils að vinna fyrir Djokovic. En fyrst þarf hann að mæta Carlosi Alcaraz sem gæti reynst þrautin þyngri miðað við þá siglingu sem ungi Spánverjinn hefur verið á síðasta árið. Swiatek líkleg til að verja titilinn Í kvennaflokki er hin pólska Iga Swiatek talin sigurstranglegust en hún vann titilinn í fyrra þegar hún sigraði hina bandarísku Coco Gauff. Þær áttust aftur við í átta manna úrslitum í morgun þegar Swiatek vann í tveimur settum, 6-4 og 6-2. Swiatek mætir hinni brasilísku Haddad Maia í undanúrslitum. Coco Gauff og Iga Swiatek mættust í úrslitum Roland-Garros í fyrra. Þær mættust aftur í morgun þar sem Swiatek vanna Gauff aftur.Getty/Tim Clayton Þá hefur Aryna Sabalenka frá Belarus einnig verið á mikilli sigurgöngu frá því að hún vann Opna ástralska meistaramótið í janúar. Hún keppir við hina tékknesku Karolínu Muchová í undanúrslitum. Sabalenka hefur vakið mikla athygli á mótinu, ekki einungis vegna frammistöðu sinnar á vellinum heldur líka utan hans. Hún hefur núna sleppt tveimur fjölmiðlafundum í röð eftir að hún var ítrekað spurð út í afstöðu sína gagnvart stríðinu í Úkraínu. Hún hefur spilað við tvo úkraínska leikmenn sem báðar neituðu að taka í hönd hennar að leik loknum. Sabalenka hefur sjálf sagst vera mótfallin stríðinu en hefur verið gagnrýnd vegna tengsla sinna við Lukashenko, forsætisráðherra Belarus og eins helsta samherja Vladimír Pútín. Sabalenka lagði hina úkraínsku Svitolinu í gær. Svitolina neitaði að taka í hendina á Sabalenku af pólitískum ástæðum.Getty/Robert Szaniszlo
Tennis Frakkland Innrás Rússa í Úkraínu Hvíta-Rússland Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Fleiri fréttir Bjarki kallaður inn í landsliðið Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sólveig Lára hætt með ÍR Staðfestir brottför frá Liverpool Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Sendu Houston enn á ný í háttinn Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Sjá meira