Sport

Skandall skekur snókerheiminn: Tveir í lífstíðarbann fyrir svindl

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Liang Wenbo hefur verið dæmdur í lífstíðarbann frá snóker.
Liang Wenbo hefur verið dæmdur í lífstíðarbann frá snóker. getty/George Wood

Tíu snókerleikmenn, allir frá Kína, hafa verið dæmdir í löng bönn fyrir aðild að stóru veðmálasvindli.

Leikmennirnir eru meðal annars sakaðir um að biðja andstæðinga um að svindla og hagræða úrslitum með veðmálum á leiki.

Meðal þeirra sem fengu bann voru Yan Bingtao, sem vann Masters mótið fyrir tveimur árum, og fyrrverandi sigurvegari á breska meistaramótinu, Zhao Xintong.

Þyngstu refsingarnar fengu samt Liang Wenbo og Li Hang. Þeir voru báðir dæmdir í lífstíðarbann af alþjóðlega snókersambandinu. Þá þurfa þeir að greiða væna sekt.

Allir tíu leikmennirnir hafa frest til 20. júní til að áfrýja úrskurði Alþjóða snóker­sam­bands­ins.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.