Sport

Dag­skráin í dag: Nóg um að vera í Bestu á­samt spænska körfu­boltanum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sandra María Jessen hefur byrjað tímabilið af miklum krafti.
Sandra María Jessen hefur byrjað tímabilið af miklum krafti. VÍSIR/VILHELM

Besta deild kvenna í knattspyrnu á hug okkar allan á rásum Stöðvar 2 Sport í dag sem og við horfum til Spánar þar sem úrslitakeppni karla í körfubolta heldur áfram.

Stöð 2 Sport

Kl. 18.40 hefst upphitun fyrir leiki dagsins í Bestu deild kvenna. Klukkan 19.05 færum við okkur niður á Hlíðarenda þar sem Íslands- og bikarmeistarar Vals taka á móti Þór/KA.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 18.50 hefst útsending frá Madríd þar sem heimamenn í Real Madríd mæta Joventut Badalona í ACB-deildinni í körfubolta. Um er að ræða leik í úrslitakeppni spænska körfuboltans.

Stöð 2 Sport 5

Klukkan 17.50 hefst útsending frá leik Keflavíkur og ÍBV í Bestu deild kvenna.

Besta deildin

Klukkan 19.05 hefst útsending frá Sauðárkróki þar sem Tindastóll mætir Þrótti Reykjavík í Bestu deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×