Lífið samstarf

Pönk, rapp eða popp í nýju pylsulagi SS

SS
Fyrri umferð lagakeppninnar Skúrinn um nýja útgáfu SS pylsulagsins er nú lokið og komust þrjú lög áfram. Þá stendur eitt lag uppi sem sigurvegari í keppninni um besta frumsamda lagið.
Fyrri umferð lagakeppninnar Skúrinn um nýja útgáfu SS pylsulagsins er nú lokið og komust þrjú lög áfram. Þá stendur eitt lag uppi sem sigurvegari í keppninni um besta frumsamda lagið.

Undanfarnar vikur hafa lesendur Vísis kynnst sex flytjendum í þáttunum Skúrinn á Vísi sem keppa um bestu nýju útgáfuna af SS pylsulaginu og um besta frumsamda lagið.  

Undanúrslit um nýja útgáfu af SS pylsulaginu eru ljós, þeir þrír flytjendur sem komast áfram eru Sæborg, Sprite Zero Klan og  Gunnar & Benedikt

Lögin verða spiluð í útvarpi og sjónvarpi í sumar og munu lesendur Vísis geta kosið milli þeirra þriggja.  Ásamt lesendum leggur sérstök dómnefnd mat á lögin en hana skipa þau Salka Valsdóttir tónlistarkona, Árni Beinteinn Árnason leikari og Hafþór Úlfarsson, deildarstjóri í markaðsdeild SS.

Gígja Marín á besta frumsamda lagið

Á sama tíma var kosið um besta frumsamda lag flytjenda en þar bar Gígja Marín sigur úr býtum með lagið I know.

Hér fyrir neðan má hlusta á SS pylsulögin sem komust í úrslit og á sigurlag Gígju.

Klippa: Skúrinn - Gígja Marín flytur frumsamda lagið sitt I Know
Klippa: Skúrinn - Sæborg flytur sína útgáfu af SS laginu
Klippa: Skúrinn - Sprite Zero Klan flytur sína útgáfu af SS pylsulaginu
Klippa: Skúrinn - Gunnar og Benedikt flytja sína útgáfu af SS pylsulaginu

Í ágúst verður tilkynnt hver stendur uppi sem sigurvegari í keppninni um bestu nýju útgáfuna af SS pylsulaginu.

Sigurvegarinn hlýtur að launum tvær milljónir króna, annað sætið hlýtur eina milljón og þriðja sætið fimm hundruð þúsund. Skúrinn er í samstarfi við SS


Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.