Innlent

Úti­lokar ekki breytingar á fyrir­huguðum launa­hækkunum

Margrét Helga Erlingsdóttir og Atli Ísleifsson skrifa
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir samhljóm vera á þingi um að hækkun launa æðstu ráðamanna muni taka breytingum með hliðsjón af samningum hjá opinberum starfsmönnum.
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir samhljóm vera á þingi um að hækkun launa æðstu ráðamanna muni taka breytingum með hliðsjón af samningum hjá opinberum starfsmönnum. Vísir/Arnar

Það kemur til greina að víkja frá fyrirhuguðum launahækkunum æðstu ráðamanna landsins með einhverjum hætti.

Þetta hefur Morgunblaðið eftir Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra en að óbreyttu eiga launahækkanir æðstu ráðamanna að taka gildi 1. júlí næstkomandi og nema þær allt frá 6 til 6,3 prósentum.

Bjarni segir að á Alþingi sé ágætis samhljómur um að hækkun launa muni taka breytingum með hliðsjón af samningum hjá opinberum starfsmönnum.

Hann segir að erfitt verði að sjá fyrir sér fyrirkomulag sem nokkur sátt geti verið um fyrir æðstu embættismenn ríkisins.

Aðilar úr verkalýðshreyfingunni hafa gagnrýnt fyrirhugaða hækkun harðlega og vilja að laun ráðamanna hækki um krónutölu líkt og samið var um á almennum markaði. Hefur verið bent á að ekkert þak sé á launahækkuninni líkt og samið var um hjá öðrum í haust þegar laun hækkuðu almennt ekki meira en um 66 þúsund krónur.

Launahækkunin nemur 6 til 6,3 prósent samkvæmt fyrirkomulagi sem komið var á 2019 í kjölfar þess að umdeilt kjararáð var lagt niður. Laun forsætisráðherra munu þannig hækka um 156 þúsund krónur, aðrir ráðherra fá um 141 þúsund króna hækkun og seðlabankastjóri um 130 þúsund króna hækkun.


Tengdar fréttir

Segir launa­hækkun æðstu em­bættis­manna vera raun­launa­lækkun

Ráðherrar skilja gremju almennings vegna launahækkana æðstu embættismanna ríkisins en segja þær í samræmi við lög. Forseti Alþýðusambands Íslands segir engin lög yfir það hafin að ekki megi endurskoða þau. Nauðsynlegt sé að skoða ástandið í samfélaginu að hverju sinni.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.