Nýja verslunin er öll hin glæsilegasta og búin nýjustu tækni. Arkitektastofan Gláma Kím sá um hönnun og er grunntónninn íslenskt landslag og kyrrð.

„Við lögðum upp með að skapa svæði þar sem væri kyrrð og ró og fólk upplifði eitthvað allt annað en flugvallarumhverfi,“ útskýrir Sigrún. „Litaþemað er sótt til Krýsuvíkur, mjúkir tónar eins og myntublár og beislitað og mött áferð á öllu undirstrika vöruna sem sjálf er glansandi. Í loftinu er trefjadúkur svo hljóðvistin er góð og ljósin í loftinu minna skýjafarið og norðurljósin. Verslunin er stílhrein og fólk gengur inn í fallegan og þægilegan heim þegar það kemur hingað inn,“ segir Sigrún.

Gervigreind mælir sjón
„Hér eru gerðar miklar kröfur um hraða í þjónustu og gæði og það var gríðarlega skemmtilegt að vinna að þessu verkefni með Isavia og Richard Blurton hjá Gláma Kím.
Við keyptum inn nýjustu tækni af sjónmælingartækjum með gervigreind sem er þau fyrstu sinnar tegundar á Íslandi en með gervigreind verða mælingarnar nákvæmari og fljótlegri en hægt hefur verið til þessa.
Sjóntækjafræðingur er á staðnum í versluninni en við bjóðum einnig upp á þá nýjung að sjóntækjafræðingur staðsettur í bænum getur séð um að sjónmæla með fjarstýringu. Við getum því alltaf þjónustað viðskiptavini,“ útskýrir Sigrún.

Breytt úrval og gott verð
„Við höfðum alltaf lagt mikla áherslu á framúrskarandi þjónustu og mjög breytt úrval af merkjum. Það er auðvitað taxfree hér í nýju versluninni og því mikill hagur að versla. Kaupin er hægt að undirbúa með heimsókn í verslunina í bænum. Við erum einnig með mjög metnaðarfullar heimasíðu, fyrir fríhöfnina og fyrir verslanir okkar í Reykjavík. Það ættu allir að geta fundið það sem þeir leita að,“ segir Sigrún.









