Við hefjum einmitt leik úti í Vestmannaeyjum þar sem sérfræðingar Seinni bylgjunnar hita upp fyrir leikinn frá klukkan 18:30 á Stöð 2 Sport. Leikurinn sjálfur hefst svo klukkan 19:15, en með sigri verða Eyjamenn Íslandsmeistarar í handbolta í þriðja sinn í sögunni.
Seinni bylgjan verður svo á sínum stað að leik loknum og gerir hann upp.
Þá eigast Sampdoria og Sassuolo við í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta klukkan 18:35 á Stöð 2 Sport 2 og á Stöð 2 Sport 4 verður sýnt frá Bank of Hope Match Play á LPGA-mótaröðinni í golfi frá klukkan 23:00.