Hætta við lokun flugvallar vegna orkuskipta í flugi Kristján Már Unnarsson skrifar 22. maí 2023 22:10 Innviða- og húsnæðismálaráðherra Svíþjóðar, Andreas Carlson. TV4, Svíþjóð Ríkisstjórn Sviþjóðar hefur snúið við ákvörðun um lokun Bromma-flugvallar í Stokkhólmi og segir hann gegna lykilhlutverki í orkuskiptum flugsins. Ákvörðunin er þvert á vilja borgarstjórnar Stokkhólms sem stefndi að því að loka flugvellinum eftir tvö ár. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 en deilum um Bromma-flugvöll svipar mjög til þeirra sem verið hafa um Reykjavíkurflugvöll. Bromma var aðaflugvöllur Stokkhólms fram til ársins 1962 þegar Arlanda-flugvöllur var opnaður. Hér má sjá nefið á Comet-þotu frá BEA, British European Airways, og DC-6 frá SAS framan við flugstöðina á blómadögum Bromma. PA Images/Getty Bromma var aðalflugvöllur Stokkhólms allt fram á þotuöld þegar millilandaflugið færðist að mestu yfir á Arlanda-flugvöll. Innanlandsflug smærri flugvéla hélst áfram á Bromma en einnig takmarkað millilandaflug. Þá er þar einka- og kennsluflug. Flugfloti sænska ríkisins, sem flytur æðstu ráðamenn og konungsfjölskylduna, er staðsettur á vellinum og einkaþotur forstjóra eru tíðir gestir. Bromma er átta kílómetra frá miðborg Stokkhólms meðan 42 kílómetrar eru til Arlanda. Eftir að hraðlest stytti ferðatímann milli Arlanda og miðborgarinnar niður í átján mínútur jókst þrýstingur á lokun Bromma og árið 2014 ákvað vinstrimeirihluti borgarstjórnar Stokkhólms, í samstarfi við ríkisstjórn sömu flokka, að stefna að lokun vallarins. Fyrir tveimur árum ákvað svo sænska ríkisstjórnin með stuðningi borgarstjórnar að vellinum skyldi lokað árið 2025 og svæðið tekið undir fjölbýlishús. Loftmynd af Bromma-flugvelli. Upphaflega voru fjórar flugbrautir. Núna er aðeins ein í notkun, 1.670 metra löng, sem er álíka og lengsta braut Reykjavíkurflugvallar.Wikipedia Vinstri stjórnin féll hins vegar í haust. Við tók ríkisstjórn hægri flokkanna og hún lýsti því strax yfir að ákvörðun um lokun Bromma-flugvallar yrði snúið. Og nýlega tók innviða- og húsnæðismálaráðherra Svíþjóðar, Andreas Carlson, af skarið um að Brommaflugvöllur skyldi starfræktur að minnsta kosti til ársins 2038. Í viðtali við sænska ríkissjónvarpið sagði ráðherrann að Bromma yrði í lykilhlutverki í orkuskiptum í fluginu sem stefndi í að gætu gerst mjög hratt. Því væri beinlínis óskynsamlegt og ótímabært að leggja flugvöllinn niður. Loftmynd af flugstöðvarsvæðinu á Bromma.Blom UK/Getty Vinstrimeirihlutinn í borgarstjórn Stokkhólms hefur mótmælt þessari ákvörðun harðlega og sagt hana svik við íbúa Stokkhólms. Það sé ekki ásættanlegt á tímum húsnæðisskorts að húsnæðisráðherra Svíþjóðar stöðvi þannig skyndilega uppbyggingu nýs íbúðarhúsnæðis fyrir tugþúsundir íbúa. Innanlandsflug frá Bromma er núna til þrettán staða í Svíþjóð og millilandaflug til fjögurra borga; til Århus, Brussel, Helsinki og Salzburg. Þá má geta þess að í síðustu viku tilkynnti Finnair að það hygðist í haust hefja á ný beint flug milli Helsinki og Bromma og stefnir félagið á ellefu ferðir í viku á sjötíu sæta ATR 72-500 skrúfuþotum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fréttir af flugi Svíþjóð Orkuskipti Reykjavíkurflugvöllur Þingkosningar í Svíþjóð Skipulag Loftslagsmál Tengdar fréttir Sænsk flugvélaleiga kaupir fjörutíu rafmagnsflugvélar Sænska flugvélaleigan Rockton hefur samið um kaup á allt að fjörutíu rafmagnsflugvélum af gerðinni ES-30 frá sænska flugvélaframleiðandanum Heart Aerospace. Með samningnum breytti Rocton fyrri viljayfirlýsingu í skuldbindandi kaupsamning um tuttugu flugvélar og um kauprétt á tuttugu flugvélum til viðbótar. 10. maí 2023 13:31 Segir þetta bara einn nagla í kistu Reykjavíkurflugvallar Sú ákvörðun innviðaráðherra og borgarstjóra að hefja uppbyggingu í Nýja Skerjafirði skerðir notagildi Reykjavíkurflugvallar og er einn naglinn í kistu vallarins, að mati talsmanns Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Borgarstjóri segir að þarna rísi eftirsótt hverfi samkvæmt verðlaunaskipulagi. 27. apríl 2023 22:12 Magnað að sjá bara vatnsgufu úr hreyflinum en enga mengun Stórri farþegaflugvél, sömu gerðar og Icelandair notar í innanlandsfluginu, hefur í fyrsta sinn í sögunni verið flogið á vetni. Fulltrúi Icelandair var viðstaddur þetta tímamótaflug vestanhafs en þetta er meðal þeirra lausna sem félagið skoðar til orkuskipta í fluginu á Íslandi. 7. mars 2023 22:20 Viljayfirlýsing Icelandair gerir ráð fyrir fimm rafknúnum flugvélum Icelandair gerir ráð fyrir að fá fimm rafmagnsflugvélar í innanlandsflugið í viljayfirlýsingu, sem félagið skrifaði undir í síðustu viku. Ráðamenn Icelandair telja raunhæft að orkuskiptin í farþegafluginu hefjist fyrir lok þessa áratugar. 22. september 2022 22:22 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sjá meira
Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 en deilum um Bromma-flugvöll svipar mjög til þeirra sem verið hafa um Reykjavíkurflugvöll. Bromma var aðaflugvöllur Stokkhólms fram til ársins 1962 þegar Arlanda-flugvöllur var opnaður. Hér má sjá nefið á Comet-þotu frá BEA, British European Airways, og DC-6 frá SAS framan við flugstöðina á blómadögum Bromma. PA Images/Getty Bromma var aðalflugvöllur Stokkhólms allt fram á þotuöld þegar millilandaflugið færðist að mestu yfir á Arlanda-flugvöll. Innanlandsflug smærri flugvéla hélst áfram á Bromma en einnig takmarkað millilandaflug. Þá er þar einka- og kennsluflug. Flugfloti sænska ríkisins, sem flytur æðstu ráðamenn og konungsfjölskylduna, er staðsettur á vellinum og einkaþotur forstjóra eru tíðir gestir. Bromma er átta kílómetra frá miðborg Stokkhólms meðan 42 kílómetrar eru til Arlanda. Eftir að hraðlest stytti ferðatímann milli Arlanda og miðborgarinnar niður í átján mínútur jókst þrýstingur á lokun Bromma og árið 2014 ákvað vinstrimeirihluti borgarstjórnar Stokkhólms, í samstarfi við ríkisstjórn sömu flokka, að stefna að lokun vallarins. Fyrir tveimur árum ákvað svo sænska ríkisstjórnin með stuðningi borgarstjórnar að vellinum skyldi lokað árið 2025 og svæðið tekið undir fjölbýlishús. Loftmynd af Bromma-flugvelli. Upphaflega voru fjórar flugbrautir. Núna er aðeins ein í notkun, 1.670 metra löng, sem er álíka og lengsta braut Reykjavíkurflugvallar.Wikipedia Vinstri stjórnin féll hins vegar í haust. Við tók ríkisstjórn hægri flokkanna og hún lýsti því strax yfir að ákvörðun um lokun Bromma-flugvallar yrði snúið. Og nýlega tók innviða- og húsnæðismálaráðherra Svíþjóðar, Andreas Carlson, af skarið um að Brommaflugvöllur skyldi starfræktur að minnsta kosti til ársins 2038. Í viðtali við sænska ríkissjónvarpið sagði ráðherrann að Bromma yrði í lykilhlutverki í orkuskiptum í fluginu sem stefndi í að gætu gerst mjög hratt. Því væri beinlínis óskynsamlegt og ótímabært að leggja flugvöllinn niður. Loftmynd af flugstöðvarsvæðinu á Bromma.Blom UK/Getty Vinstrimeirihlutinn í borgarstjórn Stokkhólms hefur mótmælt þessari ákvörðun harðlega og sagt hana svik við íbúa Stokkhólms. Það sé ekki ásættanlegt á tímum húsnæðisskorts að húsnæðisráðherra Svíþjóðar stöðvi þannig skyndilega uppbyggingu nýs íbúðarhúsnæðis fyrir tugþúsundir íbúa. Innanlandsflug frá Bromma er núna til þrettán staða í Svíþjóð og millilandaflug til fjögurra borga; til Århus, Brussel, Helsinki og Salzburg. Þá má geta þess að í síðustu viku tilkynnti Finnair að það hygðist í haust hefja á ný beint flug milli Helsinki og Bromma og stefnir félagið á ellefu ferðir í viku á sjötíu sæta ATR 72-500 skrúfuþotum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fréttir af flugi Svíþjóð Orkuskipti Reykjavíkurflugvöllur Þingkosningar í Svíþjóð Skipulag Loftslagsmál Tengdar fréttir Sænsk flugvélaleiga kaupir fjörutíu rafmagnsflugvélar Sænska flugvélaleigan Rockton hefur samið um kaup á allt að fjörutíu rafmagnsflugvélum af gerðinni ES-30 frá sænska flugvélaframleiðandanum Heart Aerospace. Með samningnum breytti Rocton fyrri viljayfirlýsingu í skuldbindandi kaupsamning um tuttugu flugvélar og um kauprétt á tuttugu flugvélum til viðbótar. 10. maí 2023 13:31 Segir þetta bara einn nagla í kistu Reykjavíkurflugvallar Sú ákvörðun innviðaráðherra og borgarstjóra að hefja uppbyggingu í Nýja Skerjafirði skerðir notagildi Reykjavíkurflugvallar og er einn naglinn í kistu vallarins, að mati talsmanns Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Borgarstjóri segir að þarna rísi eftirsótt hverfi samkvæmt verðlaunaskipulagi. 27. apríl 2023 22:12 Magnað að sjá bara vatnsgufu úr hreyflinum en enga mengun Stórri farþegaflugvél, sömu gerðar og Icelandair notar í innanlandsfluginu, hefur í fyrsta sinn í sögunni verið flogið á vetni. Fulltrúi Icelandair var viðstaddur þetta tímamótaflug vestanhafs en þetta er meðal þeirra lausna sem félagið skoðar til orkuskipta í fluginu á Íslandi. 7. mars 2023 22:20 Viljayfirlýsing Icelandair gerir ráð fyrir fimm rafknúnum flugvélum Icelandair gerir ráð fyrir að fá fimm rafmagnsflugvélar í innanlandsflugið í viljayfirlýsingu, sem félagið skrifaði undir í síðustu viku. Ráðamenn Icelandair telja raunhæft að orkuskiptin í farþegafluginu hefjist fyrir lok þessa áratugar. 22. september 2022 22:22 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sjá meira
Sænsk flugvélaleiga kaupir fjörutíu rafmagnsflugvélar Sænska flugvélaleigan Rockton hefur samið um kaup á allt að fjörutíu rafmagnsflugvélum af gerðinni ES-30 frá sænska flugvélaframleiðandanum Heart Aerospace. Með samningnum breytti Rocton fyrri viljayfirlýsingu í skuldbindandi kaupsamning um tuttugu flugvélar og um kauprétt á tuttugu flugvélum til viðbótar. 10. maí 2023 13:31
Segir þetta bara einn nagla í kistu Reykjavíkurflugvallar Sú ákvörðun innviðaráðherra og borgarstjóra að hefja uppbyggingu í Nýja Skerjafirði skerðir notagildi Reykjavíkurflugvallar og er einn naglinn í kistu vallarins, að mati talsmanns Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Borgarstjóri segir að þarna rísi eftirsótt hverfi samkvæmt verðlaunaskipulagi. 27. apríl 2023 22:12
Magnað að sjá bara vatnsgufu úr hreyflinum en enga mengun Stórri farþegaflugvél, sömu gerðar og Icelandair notar í innanlandsfluginu, hefur í fyrsta sinn í sögunni verið flogið á vetni. Fulltrúi Icelandair var viðstaddur þetta tímamótaflug vestanhafs en þetta er meðal þeirra lausna sem félagið skoðar til orkuskipta í fluginu á Íslandi. 7. mars 2023 22:20
Viljayfirlýsing Icelandair gerir ráð fyrir fimm rafknúnum flugvélum Icelandair gerir ráð fyrir að fá fimm rafmagnsflugvélar í innanlandsflugið í viljayfirlýsingu, sem félagið skrifaði undir í síðustu viku. Ráðamenn Icelandair telja raunhæft að orkuskiptin í farþegafluginu hefjist fyrir lok þessa áratugar. 22. september 2022 22:22