„Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 20. nóvember 2025 20:19 Laura birti mynd af eldinum þegar hún lét vini og vandamenn vita að hún væri óhult. Samsett Eldur kviknaði á loftslagsráðstefnunni COP30 í Brasilíu en enginn hlaut varanlegan skaða af. Forseti Ungra umhverfissinna var viðstödd ráðstefnuna þegar eldurinn kviknaði en hélt fyrst að um skotárás væri að ræða. Allir ráðstefnugestir eru óhultir en eldsupptökin liggja ekki fyrir. „Ég sat á fundi inni á danska skálanum og allt í einu sé ég hóp af fólki að hlaupa fram hjá og það heyrast öskur og smá sprengingar. Það fyrsta sem ég hugsaði var að það væri skotárás í gangi,“ segir Laura Sólveg Lefort Sheefer, forseti Ungra umhverfisvina, sem sækir ráðstefnuna. Hún hljómaði hress þrátt fyrir áfallið. „Ég var svo ótrúlega hrædd því ég hélt að það væri skotárás í gangi, það er það fyrsta sem maður hugsar.“ Hún hljóp af stað en eftir að hún lærði að um eldsvoða var að ræða sneri hún aftur til að ná í símann sinn og vegabréfið sem hún hafði skilið eftir. „Svo vorum við að hlaupa og ég sá glitta í bjarma, svona mikið ljós.“ Laura Sólveig komst að lokum út og hitti þar íslensku sendinefndina, þeirra á meðal Jóhann Pál Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Um fimmtíu þúsund sækja ráðstefnuna svo gríðarlegur fjöldi safnaðist saman fyrir utan. Eldsvoðinn var þó ekki næg ólukka þar sem einnig tók hellidemba við gestunum þegar þeir yfirgáfu svæðið. Eldurinn kviknaði í kringum tvö að staðartíma, sex á íslenskum tíma. Enginn er talinn hafa slasast alvarlega. Samkvæmt upplýsingum sem Laura fékk verður svæðið ekki opnað fyrr en í fyrsta lagi klukkan átta að staðartíma, tími sem hún ætlar að nýta í verðskuldaða hvíld. „Það eru allir svolítið hissa og aðeins að jafna sig. Við höfðum nú þegar áhyggjur af því að ráðstefnan yrði ekki búin að réttum tíma því það á eftir að birta svo mikið af textum. Við töpuðum næstum heilum degi því þau ætluðu að vera fram á nótt í kvöld,“ segir hún. Luiz Inácio Lula da Silva, forseti Brasilíu, á að hafa verið staðráðinn í að ráðstefnan yrði ekki lengri en á föstudag en Laura gerir ráð fyrir að ráðstefnan geti verið fram á sunnudag. Uppskrift að rafmagnseldi Ekki liggur fyrir hver eldsupptökin voru en Laura segir orðróm ganga að um rafmagnseld hafi verið að ræða. „Það kæmi mér mjög lítið á óvart því þetta var líklegast í Afríkuskálanum og í öllum skálunum er ofboðslega mikið af búnaði, míkrafónar og hátalarar, en svo er endalaust að rigna og stundum rignir á búnaðinn. Ég var að halda viðburð í norræna skálanum í gær og það var líklegt að við fengjum ekki míkrafóna því þeir voru svo blautir vegna rigningarinnar,“ segir hún. Þá eru skálarnir að mestu leyti búnir til úr plasti og textílefni. „Ég myndi halda að það sé uppskrift að rafmagnseldsvoða.“ Fjölga öryggisvörðum vegna mótmæla Eldsvoðinn er ekki eina uppákoman en fjölmenn mótmæli hafa verið fyrir utan ráðstefnuna. Frumbyggjar úr Amazon-skóginum mótmæla því að fá ekki greiðari aðgang að samningaborðinu, sérstaklega þar sem Brasilíuforseti sagði ráðstefnuna vera COP fólksins. „Þau fengu mjög lítinn aðgang að svæðinu og þau voru að mótmæla því að það væri verið að taka ákvarðanir um þeirra framtíð og jarðir án þess að þau fengju að vera með. Þetta COP átti að vera COP fólksins og sérstök athygli var veitt að þessum frumbyggjasamfélögum í Amazon-regnskógnum þannig að þau eru skiljanlega mjög ósátt,“ segir Laura. Í síðustu viku kom til átaka á milli öryggisvarða og mótmælenda sem reyndu að koma sér inn á svæðið. Eftir átökin segir Laura viðveru öryggisvarða og hermanna vera meira áberandi. „Það var mjög lítið af öryggisvörðum á svæðinu, það er magnað að fylgjast með því að það eru alltaf fleiri og fleiri hermenn og öryggisverðir með hverjum deginum. Því það eru áframhaldandi mótmæli.“ Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Íslendingar erlendis Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
„Ég sat á fundi inni á danska skálanum og allt í einu sé ég hóp af fólki að hlaupa fram hjá og það heyrast öskur og smá sprengingar. Það fyrsta sem ég hugsaði var að það væri skotárás í gangi,“ segir Laura Sólveg Lefort Sheefer, forseti Ungra umhverfisvina, sem sækir ráðstefnuna. Hún hljómaði hress þrátt fyrir áfallið. „Ég var svo ótrúlega hrædd því ég hélt að það væri skotárás í gangi, það er það fyrsta sem maður hugsar.“ Hún hljóp af stað en eftir að hún lærði að um eldsvoða var að ræða sneri hún aftur til að ná í símann sinn og vegabréfið sem hún hafði skilið eftir. „Svo vorum við að hlaupa og ég sá glitta í bjarma, svona mikið ljós.“ Laura Sólveig komst að lokum út og hitti þar íslensku sendinefndina, þeirra á meðal Jóhann Pál Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Um fimmtíu þúsund sækja ráðstefnuna svo gríðarlegur fjöldi safnaðist saman fyrir utan. Eldsvoðinn var þó ekki næg ólukka þar sem einnig tók hellidemba við gestunum þegar þeir yfirgáfu svæðið. Eldurinn kviknaði í kringum tvö að staðartíma, sex á íslenskum tíma. Enginn er talinn hafa slasast alvarlega. Samkvæmt upplýsingum sem Laura fékk verður svæðið ekki opnað fyrr en í fyrsta lagi klukkan átta að staðartíma, tími sem hún ætlar að nýta í verðskuldaða hvíld. „Það eru allir svolítið hissa og aðeins að jafna sig. Við höfðum nú þegar áhyggjur af því að ráðstefnan yrði ekki búin að réttum tíma því það á eftir að birta svo mikið af textum. Við töpuðum næstum heilum degi því þau ætluðu að vera fram á nótt í kvöld,“ segir hún. Luiz Inácio Lula da Silva, forseti Brasilíu, á að hafa verið staðráðinn í að ráðstefnan yrði ekki lengri en á föstudag en Laura gerir ráð fyrir að ráðstefnan geti verið fram á sunnudag. Uppskrift að rafmagnseldi Ekki liggur fyrir hver eldsupptökin voru en Laura segir orðróm ganga að um rafmagnseld hafi verið að ræða. „Það kæmi mér mjög lítið á óvart því þetta var líklegast í Afríkuskálanum og í öllum skálunum er ofboðslega mikið af búnaði, míkrafónar og hátalarar, en svo er endalaust að rigna og stundum rignir á búnaðinn. Ég var að halda viðburð í norræna skálanum í gær og það var líklegt að við fengjum ekki míkrafóna því þeir voru svo blautir vegna rigningarinnar,“ segir hún. Þá eru skálarnir að mestu leyti búnir til úr plasti og textílefni. „Ég myndi halda að það sé uppskrift að rafmagnseldsvoða.“ Fjölga öryggisvörðum vegna mótmæla Eldsvoðinn er ekki eina uppákoman en fjölmenn mótmæli hafa verið fyrir utan ráðstefnuna. Frumbyggjar úr Amazon-skóginum mótmæla því að fá ekki greiðari aðgang að samningaborðinu, sérstaklega þar sem Brasilíuforseti sagði ráðstefnuna vera COP fólksins. „Þau fengu mjög lítinn aðgang að svæðinu og þau voru að mótmæla því að það væri verið að taka ákvarðanir um þeirra framtíð og jarðir án þess að þau fengju að vera með. Þetta COP átti að vera COP fólksins og sérstök athygli var veitt að þessum frumbyggjasamfélögum í Amazon-regnskógnum þannig að þau eru skiljanlega mjög ósátt,“ segir Laura. Í síðustu viku kom til átaka á milli öryggisvarða og mótmælenda sem reyndu að koma sér inn á svæðið. Eftir átökin segir Laura viðveru öryggisvarða og hermanna vera meira áberandi. „Það var mjög lítið af öryggisvörðum á svæðinu, það er magnað að fylgjast með því að það eru alltaf fleiri og fleiri hermenn og öryggisverðir með hverjum deginum. Því það eru áframhaldandi mótmæli.“
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Íslendingar erlendis Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira