Sport

Dag­skráin í dag: Ís­lands­meistara­titill fer á loft á Hlíðar­enda og undan­úr­slit í Evrópu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Fagna Stólarnir í kvöld?
Fagna Stólarnir í kvöld? Vísir/Bára Dröfn

Það er nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. Annað hvort Valur eða Tindastóll verður Íslandsmeistari karla í körfubolta. Þá kemur í ljós hvaða lið komast í úrslit Evrópu- og Sambandsdeildar Evrópu í knattspyrnu.

Stöð 2 Sport

Klukkan 18.15 hefst upphitun fyrir leik Vals og Tindastóls í úrslitum Subway-deildar karla. Um er að ræða oddaleik svo ljóst er að Íslandsmeistaratitillinn fer á loft í kvöld.

Klukkan 21.10 er Körfuboltakvöld á dagskrá. Þar verður leikurinn gerður upp sem og rætt verður við nýkrýnda Íslandsmeistara.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 18.50 hefst útsending frá leik Bayer Leverkusen og Roma í undanúrslitum Evrópudeildarinnar. Rómverjar leiða 1-0 eftir fyrri leik liðanna.

Stöð 2 Sport 3

Klukkan 18.50 hefst útsending frá Sviss þar sem Basel og Fiorentina mætast í undanúrslitum Sambandsdeildar Evrópu. Basel leiðir 2-1 eftir fyrri leik liðanna.

Stöð 2 Sport 4

Klukkan 17.00 er PGA-meistaramótið í golfi á dagskrá.

Stöð 2 ESport

Klukkan 12.00 hefst upphitun fyrsta dagsins á Meistarastigi BLAST.tv París Major-mótsins. Keppt verður kl. 13.00 og 17.00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×