Sport

Dag­skráin í dag: Stór­leikir í Torínó og Mos­fells­bæ

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Einar Ingi Hrafnsson og félagar í Aftureldingu mæta Haukum í kvöld.
Einar Ingi Hrafnsson og félagar í Aftureldingu mæta Haukum í kvöld. Vísir/Hulda Margrét

Það er nóg af stórleikjum á dagskrá Stöðvar 2 Sport í dag. Juventus mætir Sevilla í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í knattspyrnu á meðan Afturelding mætir Haukum í undanúrslitum Olís deildar karla í handbolta.

Stöð 2 Sport

Klukkan 19.00 hefst útsending frá Mosfellsbæ þar sem Afturelding mætir Haukum í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta. Staðan í einvíginu er 1-1.

Klukkan 21.10 er Seinni bylgjan á dagskrá. Þar verður farið yfir leik kvöldsins.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 16.30 er leikur Badalona og Baskonia í ACB-deildinni í körfubolta á Spáni á dagskrá.

Klukkan 18.50 hefst útsending frá leik Juventus og Sevilla í undanúrslitum Evrópudeildar karla í knattspyrnu. Um er að ræða fyrri leik liðanna.

Stöð 2 Sport 3

Klukkan 18.50 hefst útsending frá leik West Ham United og AZ Alkmaar í Sambandsdeild Evrópu. Um er að ræða fyrri leik liðanna.

Stöð 2 Sport 4

Klukkan 14.30 hefst Cognizant Founders Cup-mótið í golfi. Það er hluti af LPGA-mótaröðinni.

Stöð 2 ESport

Klukkan 08.30 hefst upphitun fyrir leiki dagsins á BLAST.tv París Major-mótinu. Keppt verður klukkan 09.30, 13.30 og 17.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×