„Ef þetta væri sláturhús væri því lokað tafarlaust“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Helena Rós Sturludóttir skrifa 8. maí 2023 15:07 Einn af hverjum fjórum hvölum sem veiddir voru við Ísland í fyrra var skotinn oftar en einu sinni. Vísir/Egill Stjórnarmaður Dýraverndarsambands Íslands segir skýrt koma fram í nýrri skýrslu Matvælastofnunar um hvalveiðar að óásættanlega hátt hlutfall veiddra hvala hafi þjáðst. Hann segir að ef þarna væri einhver önnur matvælaframleiðsla á ferð væri löngu búið að stöðva þetta. Fram kemur í skýrslu MAST, sem var birt í dag, að einn af hverjum fjórum hvölum sem veiddir voru við Ísland í fyrra hafi verið skotinn oftar en einu sinni. Dæmi voru um að dauðastríð hvalanna hafi náð tveimur klukkutímum og einum hval, með skutul í bakinu, var veitt eftirför í fimm klukkustundir án árangurs. „Það sem kemur í raun á óvart er að maður vissi að þetta væri slæmt en að þetta væri svona slæmt eins og þarna kemur fram er alveg rosalegt,“ segir Sigursteinn Másson, stjórnarmaður Dýraverndarsambands Íslands. Sigursteinn Másson.Facebook „Meðaldauðatíminn á þeim hvölum sem ekki deyja samstundis, sem eru 41 prósent dýranna, eru ellefu og hálf mínúta. Ef þetta væri sláturhús eða einhver önnur matvælaframleiðsla væri henni náttúrulega bara lokað tafarlaust.“ MAST mun nú fela fagráði um velferð dýra að fara yfir gögnin og meta hvort veiðar á stórhvelum geti yfir höfuð uppfyllt markmið laga um velferð dýra. Sigursteinn bendir á að Hvalur hf., eina hvalaútgerð landsins í eigu Kristjáns Loftssonar, hafi veiðileyfi til eins árs til viðbótar. „Það gerðist á síðasta áratug síðustu aldar að hann var stoppaður og fékk miklar skaðabætur og hvalveiðar hófust að nýju. Sá leikur má ekki endurtaka sig. Nú skiptir öllu máli að þessu verði lokið fyrir eitt skipti fyrir öll. Þetta er dýraníð, augljóslega, og samræmist ekki markmiðum laga,“ segir Sigursteinn. Fram kemur í skýrslunni að aflífun á hluta stórhvelanna við strendur Íslands hafi tekið of langan tía út frá meginmarkmiðum laga um velferð dýra. Stofnunin telur hins vegar að við veiðarnar hafi bestu þekktu aðferðum verið beitt, miðað við þær aðstæður sem þessar veiðar eru stundaðar við, og því hafi ákvæði um veiðar í lögum um velferð dýra ekki verið brotin. Sigursteinn segist engan skilning hafa á þessari afstöðu MAST. „Það breytir ekki því að staðreyndirnar liggja þarna á borðinu og það er algerlega óásættanlegt hvernig farið er með þessi dýr og þetta dauðastríð sem þeim er gert að heyja.“ Hann segir þá að ekki megi aðeins einblína á að stöðva þetta sem fyrst heldur þurfi að gera það vel. „Það verður að stoppa þetta [dýraníð] varanlega. Við megum ekki pissa í skóinn bara með því að stoppa þetta með látum en færa síðan Kristjáni Loftssyni á silfurfati möguleikann á að fara í skaðabótamál og fá miklar skaðabætur frá ríkinu - þann leik sem hann lék á síðustu öld - og að hvalveiðarnar síðan bara haldi áfram og gefinn verði út nýr kvóti. Þetta verður að snúast um það núna að það verður að stoppa þennan óþverra í eitt skipti fyrir öll.“ Hvalveiðar Dýraheilbrigði Sjávarútvegur Tengdar fréttir Einn af hverjum fjórum hvölum skotinn oftar en einu sinni Einn af hverjum fjórum hvölum sem veiddir voru við Ísland í fyrra var skotinn oftar en einu sinni. Í nýrri skýrslu Matvælastofnunar segir að meta þurfi hvort veiðar á stórhvelum geti uppfyllt markmið laga um velferð dýra. Einum hval með skutul í bakinu var veitt eftirför í 5 klst án árangurs. 8. maí 2023 11:30 Hyggjast gera allt til að stöðva hvalveiðar Íslendinga í eitt skipti fyrir öll Paul Watson, stofnandi baráttusamtakana Sea Shepherd, hyggst sigla skipinu John Paul Dejoria hingað til lands í apríl og gera allt sem í valdi hans stendur til að stöðva hvalveiðar við Ísland. 28. mars 2023 11:54 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Sjá meira
Fram kemur í skýrslu MAST, sem var birt í dag, að einn af hverjum fjórum hvölum sem veiddir voru við Ísland í fyrra hafi verið skotinn oftar en einu sinni. Dæmi voru um að dauðastríð hvalanna hafi náð tveimur klukkutímum og einum hval, með skutul í bakinu, var veitt eftirför í fimm klukkustundir án árangurs. „Það sem kemur í raun á óvart er að maður vissi að þetta væri slæmt en að þetta væri svona slæmt eins og þarna kemur fram er alveg rosalegt,“ segir Sigursteinn Másson, stjórnarmaður Dýraverndarsambands Íslands. Sigursteinn Másson.Facebook „Meðaldauðatíminn á þeim hvölum sem ekki deyja samstundis, sem eru 41 prósent dýranna, eru ellefu og hálf mínúta. Ef þetta væri sláturhús eða einhver önnur matvælaframleiðsla væri henni náttúrulega bara lokað tafarlaust.“ MAST mun nú fela fagráði um velferð dýra að fara yfir gögnin og meta hvort veiðar á stórhvelum geti yfir höfuð uppfyllt markmið laga um velferð dýra. Sigursteinn bendir á að Hvalur hf., eina hvalaútgerð landsins í eigu Kristjáns Loftssonar, hafi veiðileyfi til eins árs til viðbótar. „Það gerðist á síðasta áratug síðustu aldar að hann var stoppaður og fékk miklar skaðabætur og hvalveiðar hófust að nýju. Sá leikur má ekki endurtaka sig. Nú skiptir öllu máli að þessu verði lokið fyrir eitt skipti fyrir öll. Þetta er dýraníð, augljóslega, og samræmist ekki markmiðum laga,“ segir Sigursteinn. Fram kemur í skýrslunni að aflífun á hluta stórhvelanna við strendur Íslands hafi tekið of langan tía út frá meginmarkmiðum laga um velferð dýra. Stofnunin telur hins vegar að við veiðarnar hafi bestu þekktu aðferðum verið beitt, miðað við þær aðstæður sem þessar veiðar eru stundaðar við, og því hafi ákvæði um veiðar í lögum um velferð dýra ekki verið brotin. Sigursteinn segist engan skilning hafa á þessari afstöðu MAST. „Það breytir ekki því að staðreyndirnar liggja þarna á borðinu og það er algerlega óásættanlegt hvernig farið er með þessi dýr og þetta dauðastríð sem þeim er gert að heyja.“ Hann segir þá að ekki megi aðeins einblína á að stöðva þetta sem fyrst heldur þurfi að gera það vel. „Það verður að stoppa þetta [dýraníð] varanlega. Við megum ekki pissa í skóinn bara með því að stoppa þetta með látum en færa síðan Kristjáni Loftssyni á silfurfati möguleikann á að fara í skaðabótamál og fá miklar skaðabætur frá ríkinu - þann leik sem hann lék á síðustu öld - og að hvalveiðarnar síðan bara haldi áfram og gefinn verði út nýr kvóti. Þetta verður að snúast um það núna að það verður að stoppa þennan óþverra í eitt skipti fyrir öll.“
Hvalveiðar Dýraheilbrigði Sjávarútvegur Tengdar fréttir Einn af hverjum fjórum hvölum skotinn oftar en einu sinni Einn af hverjum fjórum hvölum sem veiddir voru við Ísland í fyrra var skotinn oftar en einu sinni. Í nýrri skýrslu Matvælastofnunar segir að meta þurfi hvort veiðar á stórhvelum geti uppfyllt markmið laga um velferð dýra. Einum hval með skutul í bakinu var veitt eftirför í 5 klst án árangurs. 8. maí 2023 11:30 Hyggjast gera allt til að stöðva hvalveiðar Íslendinga í eitt skipti fyrir öll Paul Watson, stofnandi baráttusamtakana Sea Shepherd, hyggst sigla skipinu John Paul Dejoria hingað til lands í apríl og gera allt sem í valdi hans stendur til að stöðva hvalveiðar við Ísland. 28. mars 2023 11:54 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Sjá meira
Einn af hverjum fjórum hvölum skotinn oftar en einu sinni Einn af hverjum fjórum hvölum sem veiddir voru við Ísland í fyrra var skotinn oftar en einu sinni. Í nýrri skýrslu Matvælastofnunar segir að meta þurfi hvort veiðar á stórhvelum geti uppfyllt markmið laga um velferð dýra. Einum hval með skutul í bakinu var veitt eftirför í 5 klst án árangurs. 8. maí 2023 11:30
Hyggjast gera allt til að stöðva hvalveiðar Íslendinga í eitt skipti fyrir öll Paul Watson, stofnandi baráttusamtakana Sea Shepherd, hyggst sigla skipinu John Paul Dejoria hingað til lands í apríl og gera allt sem í valdi hans stendur til að stöðva hvalveiðar við Ísland. 28. mars 2023 11:54