Sorglegt að fórna eigi skólastarfinu í hagræðingarskyni Máni Snær Þorláksson skrifar 5. maí 2023 13:12 Kennarafélag Menntaskólans við Sund hafnar öllum hugmyndum um að leggja niður skólann í núverandi mynd. Vísir/Vilhelm Félag kennara í Menntaskólanum við Sund er algjörlega á móti því að skólinn verði lagður niður í núverandi mynd. Hugmyndir um að sameina skólann við Kvennaskólann í Reykjavík í húsnæði í Stakkahlíð hafa fallið í vægast sagt grýttan jarðveg. „Kennarafélag Menntaskólans við Sund hafnar öllum hugmyndum um að leggja eigi skólann niður í núverandi mynd,“ segir í upphafi ályktunar sem Kennarafélag Menntaskólans við Sund sendi frá sér í dag. Í ályktunni er bent á að á síðasta áratug hafi skólinn farið í gegnum miklar kerfisbreytingar. Þessar breytingar hafi mælst vel fyrir meðal nemenda og foreldra. Þá hafi skólinn verið meðal vinsælustu framhaldsskóla landsins á undanförnum árum. Brottfall sé með minnsta móti og útskriftarhlutfall hátt. Í ályktuninni kemur fram að skólinn hafi ákveðna sérstöðu sem felist í þriggja anna námskerfi með áherslu á verkefnamiðað nám. „Við skólann hefur farið fram mjög öflug starfsþróun kennara, leiðsagnarnám hefur verið innleitt í miklum mæli og starfendarannsóknir unnar af öflugum hópi starfsfólks,“ segir í henni. Þá er farið yfir að umræddar breytingar hafi verið gerðar með farsæld nemenda að leiðarljósi. Skólinn sé lifandi samfélag þar sem nemendum sé boðið jákvætt og metnaðarfullt umhverfi til náms og þroska. Sérstaklega er bent á að skólinn leggi áherslu á að styðja við fjölbreyttan hóp nemenda, til dæmis með því að styðja sérstaklega við tvítyngda nemendur og nýnema. Þá hafi verið sett starfsbraut á laggirnar við skólann síðasta sumar. Breytingar eigi að fara fram í samráði við þau sem þær snerta Einnig er tekið fram að staðsetning skólans hafi þótt afar heppileg sökum mikillar uppbyggingar í nærumhverfi hans. Skólinn þjóni stórum hluta austanverðs höfuðborgarsvæðisins. „Áformaðar samgöngubætur, Borgarlína og Sundabraut, munu stuðla enn frekar að umhverfislegu mikilvægi þess að hafa jafn sterkan framhaldsskóla í alfaraleið. Teljum við því að lokun skólans yrði mikill missir fyrir nærliggjandi hverfi.“ Undir lokin segir félagið á að skólinn eigi sér áralanga sögu og að hann sé hluti af menningararfleifð landsins. „Því væri afar sorglegt ef það metnaðarfulla skólastarf sem þar er unnið væri fórnað í hagræðingarskyni sem þjónar ekki velferð og farsæld unga fólksins okkar. Að lokum köllum við eftir því að breytingar á framhaldskólakerfinu fari fram í samráði og samtali við alla þá sem þær munu snerta.“ Hægt er að lesa ályktunina í heild sinni hér fyrir neðan. Ályktun Kennarafélags Menntaskólans við Sund Kennarafélag Menntaskólans við Sund hafnar öllum hugmyndum um að leggja eigi skólann niður í núverandi mynd. Skólinn hefur á síðasta áratug farið í gegnum miklar kerfisbreytingar sem mælst hafa vel fyrir meðal nemenda og foreldra. Undanfarin ár hefur skólinn verið meðal vinsælustu framhaldsskóla landsins. Brottfall er með minnsta móti og útskriftarhlutfall skólans hátt. Sérstaða skólans felst í þriggja anna námskerfi með áherslu á verkefnamiðað nám. Við skólann hefur farið fram mjög öflug starfsþróun kennara, leiðsagnarnám hefur verið innleitt í miklum mæli og starfendarannsóknir unnar af öflugum hópi starfsfólks. Allar þessar breytingar og þróun hafa verið unnar með farsæld nemenda að leiðarljósi. Að auki hefur verið byggð upp öflug nemendaþjónusta sem veitir öllum nemendum víðtækan stuðning. Skólinn er lifandi samfélag þar sem nemendum er búið jákvætt og metnaðarfullt umhverfi til náms og þroska, þar sem ólíkum einstaklingum er gefið tækifæri til að blómstra. Skólinn leggur áherslu á að styðja við fjölbreyttan hóp nemenda, m.a. með því að styðja sérstaklega við tvítyngda nemendur og nýnema, ásamt því að við skólann var sett á laggirnar starfsbraut síðasta sumar. Staðsetning skólans hefur þótt afar heppileg þar sem mikil uppbygging á sér stað í nærumhverfi hans (í Vogabyggð og Ártúnshöfða) og þjónar skólinn stórum hluta austanverðs höfuðborgarsvæðisins. Áformaðar samgöngubætur, Borgarlína og Sundabraut, munu stuðla enn frekar að umhverfislegu mikilvægi þess að hafa jafn sterkan framhaldsskóla í alfaraleið. Teljum við því að lokun skólans yrði mikill missir fyrir nærliggjandi hverfi. Menntaskólinn við Sund á sér áralanga sögu og er hluti af menningararfleifð landsins. Því væri afar sorglegt ef það metnaðarfulla skólastarf sem þar er unnið væri fórnað í hagræðingarskyni sem þjónar ekki velferð og farsæld unga fólksins okkar. Að lokum köllum við eftir því að breytingar á framhaldskólakerfinu fari fram í samráði og samtali við alla þá sem þær munu snerta. Virðingarfyllst, Kennarafélag Menntaskólans við Sund Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Reykjavík Tengdar fréttir Sameining yrði móðgun við kvenréttindabaráttu Íslands Hugmyndir um sameiningu Kvennaskólans og Menntaskólans við Sund mælast ekki aðeins illa fyrir hjá fjölmörgum núverandi kennurum og nemendum heldur einnig þeim sem námu við skólann á sínum tíma. Fyrrverandi nemandi segir að sameining yrði vitnisburður um hugsunarleysi og tómlæti gagnvart sögu skólahalds og ekki síst kvenréttindabaráttu Íslands. 4. maí 2023 14:22 Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Fleiri fréttir Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Sjá meira
„Kennarafélag Menntaskólans við Sund hafnar öllum hugmyndum um að leggja eigi skólann niður í núverandi mynd,“ segir í upphafi ályktunar sem Kennarafélag Menntaskólans við Sund sendi frá sér í dag. Í ályktunni er bent á að á síðasta áratug hafi skólinn farið í gegnum miklar kerfisbreytingar. Þessar breytingar hafi mælst vel fyrir meðal nemenda og foreldra. Þá hafi skólinn verið meðal vinsælustu framhaldsskóla landsins á undanförnum árum. Brottfall sé með minnsta móti og útskriftarhlutfall hátt. Í ályktuninni kemur fram að skólinn hafi ákveðna sérstöðu sem felist í þriggja anna námskerfi með áherslu á verkefnamiðað nám. „Við skólann hefur farið fram mjög öflug starfsþróun kennara, leiðsagnarnám hefur verið innleitt í miklum mæli og starfendarannsóknir unnar af öflugum hópi starfsfólks,“ segir í henni. Þá er farið yfir að umræddar breytingar hafi verið gerðar með farsæld nemenda að leiðarljósi. Skólinn sé lifandi samfélag þar sem nemendum sé boðið jákvætt og metnaðarfullt umhverfi til náms og þroska. Sérstaklega er bent á að skólinn leggi áherslu á að styðja við fjölbreyttan hóp nemenda, til dæmis með því að styðja sérstaklega við tvítyngda nemendur og nýnema. Þá hafi verið sett starfsbraut á laggirnar við skólann síðasta sumar. Breytingar eigi að fara fram í samráði við þau sem þær snerta Einnig er tekið fram að staðsetning skólans hafi þótt afar heppileg sökum mikillar uppbyggingar í nærumhverfi hans. Skólinn þjóni stórum hluta austanverðs höfuðborgarsvæðisins. „Áformaðar samgöngubætur, Borgarlína og Sundabraut, munu stuðla enn frekar að umhverfislegu mikilvægi þess að hafa jafn sterkan framhaldsskóla í alfaraleið. Teljum við því að lokun skólans yrði mikill missir fyrir nærliggjandi hverfi.“ Undir lokin segir félagið á að skólinn eigi sér áralanga sögu og að hann sé hluti af menningararfleifð landsins. „Því væri afar sorglegt ef það metnaðarfulla skólastarf sem þar er unnið væri fórnað í hagræðingarskyni sem þjónar ekki velferð og farsæld unga fólksins okkar. Að lokum köllum við eftir því að breytingar á framhaldskólakerfinu fari fram í samráði og samtali við alla þá sem þær munu snerta.“ Hægt er að lesa ályktunina í heild sinni hér fyrir neðan. Ályktun Kennarafélags Menntaskólans við Sund Kennarafélag Menntaskólans við Sund hafnar öllum hugmyndum um að leggja eigi skólann niður í núverandi mynd. Skólinn hefur á síðasta áratug farið í gegnum miklar kerfisbreytingar sem mælst hafa vel fyrir meðal nemenda og foreldra. Undanfarin ár hefur skólinn verið meðal vinsælustu framhaldsskóla landsins. Brottfall er með minnsta móti og útskriftarhlutfall skólans hátt. Sérstaða skólans felst í þriggja anna námskerfi með áherslu á verkefnamiðað nám. Við skólann hefur farið fram mjög öflug starfsþróun kennara, leiðsagnarnám hefur verið innleitt í miklum mæli og starfendarannsóknir unnar af öflugum hópi starfsfólks. Allar þessar breytingar og þróun hafa verið unnar með farsæld nemenda að leiðarljósi. Að auki hefur verið byggð upp öflug nemendaþjónusta sem veitir öllum nemendum víðtækan stuðning. Skólinn er lifandi samfélag þar sem nemendum er búið jákvætt og metnaðarfullt umhverfi til náms og þroska, þar sem ólíkum einstaklingum er gefið tækifæri til að blómstra. Skólinn leggur áherslu á að styðja við fjölbreyttan hóp nemenda, m.a. með því að styðja sérstaklega við tvítyngda nemendur og nýnema, ásamt því að við skólann var sett á laggirnar starfsbraut síðasta sumar. Staðsetning skólans hefur þótt afar heppileg þar sem mikil uppbygging á sér stað í nærumhverfi hans (í Vogabyggð og Ártúnshöfða) og þjónar skólinn stórum hluta austanverðs höfuðborgarsvæðisins. Áformaðar samgöngubætur, Borgarlína og Sundabraut, munu stuðla enn frekar að umhverfislegu mikilvægi þess að hafa jafn sterkan framhaldsskóla í alfaraleið. Teljum við því að lokun skólans yrði mikill missir fyrir nærliggjandi hverfi. Menntaskólinn við Sund á sér áralanga sögu og er hluti af menningararfleifð landsins. Því væri afar sorglegt ef það metnaðarfulla skólastarf sem þar er unnið væri fórnað í hagræðingarskyni sem þjónar ekki velferð og farsæld unga fólksins okkar. Að lokum köllum við eftir því að breytingar á framhaldskólakerfinu fari fram í samráði og samtali við alla þá sem þær munu snerta. Virðingarfyllst, Kennarafélag Menntaskólans við Sund
Ályktun Kennarafélags Menntaskólans við Sund Kennarafélag Menntaskólans við Sund hafnar öllum hugmyndum um að leggja eigi skólann niður í núverandi mynd. Skólinn hefur á síðasta áratug farið í gegnum miklar kerfisbreytingar sem mælst hafa vel fyrir meðal nemenda og foreldra. Undanfarin ár hefur skólinn verið meðal vinsælustu framhaldsskóla landsins. Brottfall er með minnsta móti og útskriftarhlutfall skólans hátt. Sérstaða skólans felst í þriggja anna námskerfi með áherslu á verkefnamiðað nám. Við skólann hefur farið fram mjög öflug starfsþróun kennara, leiðsagnarnám hefur verið innleitt í miklum mæli og starfendarannsóknir unnar af öflugum hópi starfsfólks. Allar þessar breytingar og þróun hafa verið unnar með farsæld nemenda að leiðarljósi. Að auki hefur verið byggð upp öflug nemendaþjónusta sem veitir öllum nemendum víðtækan stuðning. Skólinn er lifandi samfélag þar sem nemendum er búið jákvætt og metnaðarfullt umhverfi til náms og þroska, þar sem ólíkum einstaklingum er gefið tækifæri til að blómstra. Skólinn leggur áherslu á að styðja við fjölbreyttan hóp nemenda, m.a. með því að styðja sérstaklega við tvítyngda nemendur og nýnema, ásamt því að við skólann var sett á laggirnar starfsbraut síðasta sumar. Staðsetning skólans hefur þótt afar heppileg þar sem mikil uppbygging á sér stað í nærumhverfi hans (í Vogabyggð og Ártúnshöfða) og þjónar skólinn stórum hluta austanverðs höfuðborgarsvæðisins. Áformaðar samgöngubætur, Borgarlína og Sundabraut, munu stuðla enn frekar að umhverfislegu mikilvægi þess að hafa jafn sterkan framhaldsskóla í alfaraleið. Teljum við því að lokun skólans yrði mikill missir fyrir nærliggjandi hverfi. Menntaskólinn við Sund á sér áralanga sögu og er hluti af menningararfleifð landsins. Því væri afar sorglegt ef það metnaðarfulla skólastarf sem þar er unnið væri fórnað í hagræðingarskyni sem þjónar ekki velferð og farsæld unga fólksins okkar. Að lokum köllum við eftir því að breytingar á framhaldskólakerfinu fari fram í samráði og samtali við alla þá sem þær munu snerta. Virðingarfyllst, Kennarafélag Menntaskólans við Sund
Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Reykjavík Tengdar fréttir Sameining yrði móðgun við kvenréttindabaráttu Íslands Hugmyndir um sameiningu Kvennaskólans og Menntaskólans við Sund mælast ekki aðeins illa fyrir hjá fjölmörgum núverandi kennurum og nemendum heldur einnig þeim sem námu við skólann á sínum tíma. Fyrrverandi nemandi segir að sameining yrði vitnisburður um hugsunarleysi og tómlæti gagnvart sögu skólahalds og ekki síst kvenréttindabaráttu Íslands. 4. maí 2023 14:22 Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Fleiri fréttir Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Sjá meira
Sameining yrði móðgun við kvenréttindabaráttu Íslands Hugmyndir um sameiningu Kvennaskólans og Menntaskólans við Sund mælast ekki aðeins illa fyrir hjá fjölmörgum núverandi kennurum og nemendum heldur einnig þeim sem námu við skólann á sínum tíma. Fyrrverandi nemandi segir að sameining yrði vitnisburður um hugsunarleysi og tómlæti gagnvart sögu skólahalds og ekki síst kvenréttindabaráttu Íslands. 4. maí 2023 14:22
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?