Framhaldsskólanemar gagnrýna nemendaskort í starfshópi Bjarki Sigurðsson skrifar 27. apríl 2023 19:45 Í dag var greint frá mögulegri sameiningu Menntaskólans við Sund og Kvennaskólans í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Samband íslenskra framhaldsskólanema gagnrýnir að starfshópur mennta- og barnamálaráðherra um eflingu framhaldsskóla hafi ekki innihaldið einn nemanda. Bæði er verið að skoða að sameina annars vegar Flensborgarskólann í Hafnarfirði og Tækniskólann, og hinsvegar Kvennaskólann í Reykjavík og Menntaskólann við Sund. Í dag greindi Vísir frá fundum annars vegar í Kvennaskólanum í Reykjavík og hins vegar í Menntaskólanum við Sund. Samkvæmt heimildum fréttastofu munu stjórnendur skólanna tveggja leggja fram fýsileikakönnun á næstu dögum um samruna skólanna. Mikill hiti var á báðum fundum og herma heimildir fréttastofu að starfsmenn beggja skóla séu ekki sérstaklega spenntir fyrir sameiningu. Í tilkynningu frá Samandi íslenskra framhaldsskólanema (SÍF) er það gagnrýnt að enginn nemandi úr neinum framhaldsskóla sé í stýrihópnum sem skoðar málin og að enginn nemandi við skólana hafi verið beðinn um álit. „Menntakerfið stendur á tímamótum, og er því enn nauðsynlegra en áður fyrr að hlusta á rödd nemenda til að tryggja lýðræði og velferð okkar. Við eigum ekki að þurfa að biðja um sæti við borðið. Stjórnvöld eiga að sækjast eftir skoðun okkar, því nemendur eru einu sérfræðingarnir um hvernig það er að vera nemandi í dag,“ segir í tilkynningunni. Kallar sambandið eftir því að stjórnvöld ræði við nemendur um hugsanlegar sameiningar. Án þeirra sé rödd og skoðun nemenda ekki hluti af víðamiklum breytingum á námskerfinu. „Nýskipaði stýrihópur mennta-og barnamálaráðuneytisins er birtingarmynd á sýndarleika stjórnvalda þegar það kemur að vilja þeirra að vinna með ungmennum,“ segir í tilkynningunni. Fjarðarfréttir greindu frá mögulegri sameiningu Flensborgarskólans og Tækniskólans í síðustu viku. Þar segir að ástæðan sé sú að aðsókn í starfsnám muni leiða til fækkunar nema í bóknámsskólum. Tillögur verkefnastjórnar sem ráðherra skipaði gerir ráð fyrir að byggður verði allt að þrjátíu þúsund fermetra skóli fyrir 2.400 til þrjú þúsund nemendur. Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Fleiri fréttir Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Sjá meira
Í dag greindi Vísir frá fundum annars vegar í Kvennaskólanum í Reykjavík og hins vegar í Menntaskólanum við Sund. Samkvæmt heimildum fréttastofu munu stjórnendur skólanna tveggja leggja fram fýsileikakönnun á næstu dögum um samruna skólanna. Mikill hiti var á báðum fundum og herma heimildir fréttastofu að starfsmenn beggja skóla séu ekki sérstaklega spenntir fyrir sameiningu. Í tilkynningu frá Samandi íslenskra framhaldsskólanema (SÍF) er það gagnrýnt að enginn nemandi úr neinum framhaldsskóla sé í stýrihópnum sem skoðar málin og að enginn nemandi við skólana hafi verið beðinn um álit. „Menntakerfið stendur á tímamótum, og er því enn nauðsynlegra en áður fyrr að hlusta á rödd nemenda til að tryggja lýðræði og velferð okkar. Við eigum ekki að þurfa að biðja um sæti við borðið. Stjórnvöld eiga að sækjast eftir skoðun okkar, því nemendur eru einu sérfræðingarnir um hvernig það er að vera nemandi í dag,“ segir í tilkynningunni. Kallar sambandið eftir því að stjórnvöld ræði við nemendur um hugsanlegar sameiningar. Án þeirra sé rödd og skoðun nemenda ekki hluti af víðamiklum breytingum á námskerfinu. „Nýskipaði stýrihópur mennta-og barnamálaráðuneytisins er birtingarmynd á sýndarleika stjórnvalda þegar það kemur að vilja þeirra að vinna með ungmennum,“ segir í tilkynningunni. Fjarðarfréttir greindu frá mögulegri sameiningu Flensborgarskólans og Tækniskólans í síðustu viku. Þar segir að ástæðan sé sú að aðsókn í starfsnám muni leiða til fækkunar nema í bóknámsskólum. Tillögur verkefnastjórnar sem ráðherra skipaði gerir ráð fyrir að byggður verði allt að þrjátíu þúsund fermetra skóli fyrir 2.400 til þrjú þúsund nemendur.
Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Fleiri fréttir Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Sjá meira