Kennarar í Kvennó og MS boðaðir á starfsmannafund Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. apríl 2023 14:46 Starfsmannafundur hefur verið boðaður í Menntaskólanum við Sund í dag þar sem til stendur að kynna fyrir starfsfólki tillögur og verkefni sem snúa að skólunum í tengslum við vinnu stýrihóps ráðherra. Vísir/Vilhelm Skólameistarar Kvennaskólans og Menntaskólans við Sund hafa boðað kennara við skólana á fund, hvorn í sínum skólanum, með stuttum fyrirvara. Á fundunum stendur til að kynna fyrir starfsfólki tillögur og verkefni sem snúa að skólunum í tengslum við vinnu stýrihóps menntamálaráðherra. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru starfsmannafundirnir á dagskrá um klukkan 15:30 í dag. Greint var frá því fyrr í vikunni að Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefði skipað stýrihóp um „eflingu framhaldsskóla“. Skólarnir standi frammi fyrir breytingum þar sem gera megi ráð fyrir að nemendum í bóknámi muni fækka á komandi árum. Árgangar verði fámennari og hlutur starfs- og verknáms aukast. Þessi nýja staða kalli á „breytingar á skipulagi, nýtingu húsnæðis og tilfærslu fjármuna innan kerfisins sem nýtast við að efla stuðning við nemendur og auka skólaþróun“, líkt og segir í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Ekki hefur náðst í Ásmund Einar og Kolfinnu Jóhannesdóttur, skólameistara Kvennaskólans í dag, en Helga Sigríður Þórsdóttir, rektor MS, sagði í samtali við Vísi í dag ekki tímabært að tjá sig um efni fundarins. Aukin skólaþjónusta og hagræðing Mikil umræða hefur farið fram á síðustu árum um framtíð framhaldsskóla í landinu. Á dögunum var kynnt niðurstaða sérstakrar verkefnastjórnar að kannað verði kostir þess að framtíðarhúsnæði Tækniskólans verði í Hafnarfirði og að Tækniskólinn og Flensborgarskóli yrðu sameinaðir. Sömuleiðis hefur lengi verið rætt um möguleika á sameiningu framhaldsskóla á Norðurlandi. Verkefni stýrihópsins nú er sagt vera að „móta aðgerðir til að ná markmiðum menntastefnu stjórnvalda til 2030 og stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um eflingu verk- og starfsnáms“. Tillögur hópsins munu einnig byggja á markmiðum stjórnvalda um að auka farsæld barna og ungmenna, meðal annars með „samþættingu kerfa, aukinni skólaþjónustu og hagræðingu, eftirfylgni og samvinnu“. Stýrihópur ráðherrans: Hafþór Einarsson, Sigríður Hallgrímsdóttir, Þorsteinn Gunnarsson, Gylfi Arnbjörnsson og Anna María Gunnarsdóttir. Þorsteinn og Sigríður leiða vinnu hópsins. Stjr Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins segir ennfremur að stýrihópnum sé falið að móta og leggja fram tillögur að aðgerðum sem snúa að framtíðarskipulagi framhaldsskólakerfisins og mæta samfélagslegum, faglegum og fjárhagslegum áskorunum framhaldsskólanna. Þorsteinn og Sigríður leiða hópinn Stýrihópnum verður þannig falið að meta rekstrarforsendur framhaldsskólanna með hliðsjón af fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar 2024–2028 og gera tillögur að úrbótum þar sem við á. „Við mótun aðgerða mun hópurinn sérstaklega hafa í huga að tryggja og efla gæði náms sem búi nemendur undir samfélagslegar áskoranir í síbreytilegum heimi auk þess að skólarnir hafi getu til að þjónusta fjölbreyttan hóp nemenda. Hópinn skipa Þorsteinn Gunnarsson, fyrrv. rektor Háskólans á Akureyri, Sigríður Hallgrímsdóttir, verkefnastjóri og fyrrv. aðstoðarmaður menntamálaráðherra, og Gylfi Arnbjörnsson, Anna María Gunnarsdóttir og Hafþór Einarsson, sérfræðingar í mennta- og barnamálaráðuneytinu. Þorsteinn og Sigríður leiða starf stýrihópsins en hópurinn mun eiga náið samráð við skólastjórnendur, kennara, nemendur og aðra hagaðila við mótun aðgerða. Tillögum verður skilað í áföngum til mennta- og barnamálaráðherra í maí, ágúst og október,“ segir í tilkynningunni á vef stjórnarráðsins. Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru starfsmannafundirnir á dagskrá um klukkan 15:30 í dag. Greint var frá því fyrr í vikunni að Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefði skipað stýrihóp um „eflingu framhaldsskóla“. Skólarnir standi frammi fyrir breytingum þar sem gera megi ráð fyrir að nemendum í bóknámi muni fækka á komandi árum. Árgangar verði fámennari og hlutur starfs- og verknáms aukast. Þessi nýja staða kalli á „breytingar á skipulagi, nýtingu húsnæðis og tilfærslu fjármuna innan kerfisins sem nýtast við að efla stuðning við nemendur og auka skólaþróun“, líkt og segir í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Ekki hefur náðst í Ásmund Einar og Kolfinnu Jóhannesdóttur, skólameistara Kvennaskólans í dag, en Helga Sigríður Þórsdóttir, rektor MS, sagði í samtali við Vísi í dag ekki tímabært að tjá sig um efni fundarins. Aukin skólaþjónusta og hagræðing Mikil umræða hefur farið fram á síðustu árum um framtíð framhaldsskóla í landinu. Á dögunum var kynnt niðurstaða sérstakrar verkefnastjórnar að kannað verði kostir þess að framtíðarhúsnæði Tækniskólans verði í Hafnarfirði og að Tækniskólinn og Flensborgarskóli yrðu sameinaðir. Sömuleiðis hefur lengi verið rætt um möguleika á sameiningu framhaldsskóla á Norðurlandi. Verkefni stýrihópsins nú er sagt vera að „móta aðgerðir til að ná markmiðum menntastefnu stjórnvalda til 2030 og stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um eflingu verk- og starfsnáms“. Tillögur hópsins munu einnig byggja á markmiðum stjórnvalda um að auka farsæld barna og ungmenna, meðal annars með „samþættingu kerfa, aukinni skólaþjónustu og hagræðingu, eftirfylgni og samvinnu“. Stýrihópur ráðherrans: Hafþór Einarsson, Sigríður Hallgrímsdóttir, Þorsteinn Gunnarsson, Gylfi Arnbjörnsson og Anna María Gunnarsdóttir. Þorsteinn og Sigríður leiða vinnu hópsins. Stjr Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins segir ennfremur að stýrihópnum sé falið að móta og leggja fram tillögur að aðgerðum sem snúa að framtíðarskipulagi framhaldsskólakerfisins og mæta samfélagslegum, faglegum og fjárhagslegum áskorunum framhaldsskólanna. Þorsteinn og Sigríður leiða hópinn Stýrihópnum verður þannig falið að meta rekstrarforsendur framhaldsskólanna með hliðsjón af fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar 2024–2028 og gera tillögur að úrbótum þar sem við á. „Við mótun aðgerða mun hópurinn sérstaklega hafa í huga að tryggja og efla gæði náms sem búi nemendur undir samfélagslegar áskoranir í síbreytilegum heimi auk þess að skólarnir hafi getu til að þjónusta fjölbreyttan hóp nemenda. Hópinn skipa Þorsteinn Gunnarsson, fyrrv. rektor Háskólans á Akureyri, Sigríður Hallgrímsdóttir, verkefnastjóri og fyrrv. aðstoðarmaður menntamálaráðherra, og Gylfi Arnbjörnsson, Anna María Gunnarsdóttir og Hafþór Einarsson, sérfræðingar í mennta- og barnamálaráðuneytinu. Þorsteinn og Sigríður leiða starf stýrihópsins en hópurinn mun eiga náið samráð við skólastjórnendur, kennara, nemendur og aðra hagaðila við mótun aðgerða. Tillögum verður skilað í áföngum til mennta- og barnamálaráðherra í maí, ágúst og október,“ segir í tilkynningunni á vef stjórnarráðsins.
Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira