Sara Sigmunds hættir óvænt hjá WIT og opnar nýjan kafla Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2023 08:31 Sara Sigmundsdóttir hefur hætt samstarfi sínu við WIT Fitnes en á ennþá hlut í fyrirtækinu. Instagram/@sarasigmunds WIT Fitness sendi í gær frá sér óvænta tilkynningu þar sem fyrirtækið þakkaði íslensku CrossFit konunni Söru Sigmundsdóttur fyrir tíma þeirra saman. Sara er þannig hætt samstarfi sínu við WIT en hún gekk til liðs við íþróttavöruframleiðandann í nóvember 2020. Sara hefur upplifað erfiða og krefjandi tíma á samningstímanum inn á keppnisgólfinu og missti alveg af fyrsta tímabilinu vegna hnémeiðsla. Utan keppnisgólfsins hafa hæfileikar Söru hins vegar fengið að njóta sín. Sara og WIT hafa sent frá sér átta fatalínur í hennar nafni og héldu meðal annars tískusýningu þar sem okkar kona fór að sjálfsögðu á kostum. Sérstaka athygli vakti þegar Sara fékk að hanna vörurnar sínar sjálf og en hún virtist njóta sín í því hlutverki. Útkoman vakti líka lukku hjá mörgum. Þrátt fyrir að Sara sé hætt hjá WIT þá mun hún áfram eiga hlut í fyrirtækinu. Það er því ekki alveg klippt á tengslin þrátt fyrir þessa ákvörðun. „WIT leyfði mér svo sannarlega að láta ástríðu mína fyrir fatahönnun verða að veruleika með því að gefa út nokkrar fatalínur þar sem sköpunargáfa mín fékk að njóta sín betur en ég hefði getað ímyndað mér. Ég er svo þakklát fyrir þetta tækifæri og fyrir allt sem ég hef lært á þessum tíma,“ sagði Sara við Morning Chalk Up. „Þó að leiðir okkar skilji núna og að ég sé á leiðinni að hefja nýjan kafla á mínum ferli þá get ég sagt það af heilum hug að WIT mun alltaf eiga stað í hjarta mínu. Einu sinni í liði WIT, alltaf hluti af WIT,“ sagði Sara. View this post on Instagram A post shared by WIT (@wit.fitness) CrossFit Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Sjá meira
Sara er þannig hætt samstarfi sínu við WIT en hún gekk til liðs við íþróttavöruframleiðandann í nóvember 2020. Sara hefur upplifað erfiða og krefjandi tíma á samningstímanum inn á keppnisgólfinu og missti alveg af fyrsta tímabilinu vegna hnémeiðsla. Utan keppnisgólfsins hafa hæfileikar Söru hins vegar fengið að njóta sín. Sara og WIT hafa sent frá sér átta fatalínur í hennar nafni og héldu meðal annars tískusýningu þar sem okkar kona fór að sjálfsögðu á kostum. Sérstaka athygli vakti þegar Sara fékk að hanna vörurnar sínar sjálf og en hún virtist njóta sín í því hlutverki. Útkoman vakti líka lukku hjá mörgum. Þrátt fyrir að Sara sé hætt hjá WIT þá mun hún áfram eiga hlut í fyrirtækinu. Það er því ekki alveg klippt á tengslin þrátt fyrir þessa ákvörðun. „WIT leyfði mér svo sannarlega að láta ástríðu mína fyrir fatahönnun verða að veruleika með því að gefa út nokkrar fatalínur þar sem sköpunargáfa mín fékk að njóta sín betur en ég hefði getað ímyndað mér. Ég er svo þakklát fyrir þetta tækifæri og fyrir allt sem ég hef lært á þessum tíma,“ sagði Sara við Morning Chalk Up. „Þó að leiðir okkar skilji núna og að ég sé á leiðinni að hefja nýjan kafla á mínum ferli þá get ég sagt það af heilum hug að WIT mun alltaf eiga stað í hjarta mínu. Einu sinni í liði WIT, alltaf hluti af WIT,“ sagði Sara. View this post on Instagram A post shared by WIT (@wit.fitness)
CrossFit Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Sjá meira