Skemmdu sæstrenginn til Svalbarða í fyrra Kristinn Haukur Guðnason skrifar 5. apríl 2023 13:12 Togarinn sigldi fram og tilbaka meira en 100 sinnum. Open Street Map Rússneskur togari skemmdi fjarskiptasæstrenginn sem liggur frá Noregi til Svalbarða í janúar árið 2022. Talið er að um viljaverk sé að ræða en togarinn sigldi fram og til baka með veiðarfærin yfir strenginn. Í viðtali við norska ríkisútvarpið NRK í október sagði Lars Fause, sýslumaður á Svalbarða að löggjöfin til að verja sæstrengi væri ekki næg. Ekki væri hægt að refsa skipstjórum skipa sem skemmdu fjarskiptakapla, viljandi eða óviljandi, utan við landhelgina. Eins og Vísir greindi frá í morgun hafa rússnesk skip sést sniglast í nágrenni við írsku borgina Galway. En þar liggur hinn nýi fjarskiptasæstrengur IRIS sem eykur fjarskiptaöryggi Íslands til muna. Sagaði strenginn með veiðarfærunum Svalbarði er afar háður sínum eina kapli upp á netöryggi. Norðmenn reka einnig stóra gervihnattastöð á Svalbarða, sem og háskóla og námufyrirtæki. Vitað er að einn rússneskur togari, Melkart 5, sigldi 107 sinnum fram og til baka á aðeins 9 dögum yfir sæstrenginn í janúar 2022. Eins og hann væri að saga í sundur strenginn með veiðarfærunum. Aðrir rússneskir togarar sigldu einnig yfir strenginn sem gaf sig að lokum. Datt netsamband niður um tíma. Eftir að strengurinn var lagaður í maí kom sami togari, Melkart 5, aftur og byrjaði aftur að sigla sömu leið þrátt fyrir að hafa verið beðinn um að veiða á öðru svæði af norskum yfirvöldum á Svalbarða. Sigldi togarinn 36 sinnum yfir sæstrenginn frá 13. maí til 1. ágúst. Melkart 5 sigldi einnig ítrekað yfir gasleiðslu Svalbarða frá 16. janúar til 21. febrúar 2022. Hann sigldi nálægt heræfingu NATO og norska hersins, Cold Response, þann 12. mars og þann 18. júlí var skipstjórinn sektaður fyrir að setja út léttabát nálægt brú við Kirkenes þar sem norski herinn æfir. Kallar eftir lagabreytingum Samkvæmt Fause gera norsk lög aðeins ráð fyrir að hægt sé að sækja skaðabætur vegna skemmdarverka á borð við þessi. Ekki sé hægt að refsa neinum. Kallar Fause eftir því að skipaferðir með veiðarfærum verði bannaðar yfir sæstrengjum. Útgerð togarans, Murman Seafood, hafnar alfarið að hafa skemmt sæstrenginn. Veiðarnar séu löglegar og margar aðrar ástæður gætu verið fyrir skemmdunum á strengnum. Þá segir útgerðin að ekki sé hægt að treysta upplýsingum frá AIS, sjálfvirka auðkenniskerfinu sem notað var til að fylgjast með ferðum Melkart 5 og annarra togara á svæðinu. Noregur Rússland Fjarskipti Sæstrengir Tengdar fréttir Rússnesk skip ógna nýjum íslenskum sæstreng Írsk stjórnvöld telja að ferðir rússneskra skipa í nágrenni við borgina Galway á vesturströndinni grunsamlegar. Bæði írski flotinn og flugherinn fylgjast með skipunum. Nýlega var opnaður fjarskiptastrengur milli Íslands og Írlands, sem liggur milli Þorlákshafnar og Galway. 5. apríl 2023 07:01 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira
Í viðtali við norska ríkisútvarpið NRK í október sagði Lars Fause, sýslumaður á Svalbarða að löggjöfin til að verja sæstrengi væri ekki næg. Ekki væri hægt að refsa skipstjórum skipa sem skemmdu fjarskiptakapla, viljandi eða óviljandi, utan við landhelgina. Eins og Vísir greindi frá í morgun hafa rússnesk skip sést sniglast í nágrenni við írsku borgina Galway. En þar liggur hinn nýi fjarskiptasæstrengur IRIS sem eykur fjarskiptaöryggi Íslands til muna. Sagaði strenginn með veiðarfærunum Svalbarði er afar háður sínum eina kapli upp á netöryggi. Norðmenn reka einnig stóra gervihnattastöð á Svalbarða, sem og háskóla og námufyrirtæki. Vitað er að einn rússneskur togari, Melkart 5, sigldi 107 sinnum fram og til baka á aðeins 9 dögum yfir sæstrenginn í janúar 2022. Eins og hann væri að saga í sundur strenginn með veiðarfærunum. Aðrir rússneskir togarar sigldu einnig yfir strenginn sem gaf sig að lokum. Datt netsamband niður um tíma. Eftir að strengurinn var lagaður í maí kom sami togari, Melkart 5, aftur og byrjaði aftur að sigla sömu leið þrátt fyrir að hafa verið beðinn um að veiða á öðru svæði af norskum yfirvöldum á Svalbarða. Sigldi togarinn 36 sinnum yfir sæstrenginn frá 13. maí til 1. ágúst. Melkart 5 sigldi einnig ítrekað yfir gasleiðslu Svalbarða frá 16. janúar til 21. febrúar 2022. Hann sigldi nálægt heræfingu NATO og norska hersins, Cold Response, þann 12. mars og þann 18. júlí var skipstjórinn sektaður fyrir að setja út léttabát nálægt brú við Kirkenes þar sem norski herinn æfir. Kallar eftir lagabreytingum Samkvæmt Fause gera norsk lög aðeins ráð fyrir að hægt sé að sækja skaðabætur vegna skemmdarverka á borð við þessi. Ekki sé hægt að refsa neinum. Kallar Fause eftir því að skipaferðir með veiðarfærum verði bannaðar yfir sæstrengjum. Útgerð togarans, Murman Seafood, hafnar alfarið að hafa skemmt sæstrenginn. Veiðarnar séu löglegar og margar aðrar ástæður gætu verið fyrir skemmdunum á strengnum. Þá segir útgerðin að ekki sé hægt að treysta upplýsingum frá AIS, sjálfvirka auðkenniskerfinu sem notað var til að fylgjast með ferðum Melkart 5 og annarra togara á svæðinu.
Noregur Rússland Fjarskipti Sæstrengir Tengdar fréttir Rússnesk skip ógna nýjum íslenskum sæstreng Írsk stjórnvöld telja að ferðir rússneskra skipa í nágrenni við borgina Galway á vesturströndinni grunsamlegar. Bæði írski flotinn og flugherinn fylgjast með skipunum. Nýlega var opnaður fjarskiptastrengur milli Íslands og Írlands, sem liggur milli Þorlákshafnar og Galway. 5. apríl 2023 07:01 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira
Rússnesk skip ógna nýjum íslenskum sæstreng Írsk stjórnvöld telja að ferðir rússneskra skipa í nágrenni við borgina Galway á vesturströndinni grunsamlegar. Bæði írski flotinn og flugherinn fylgjast með skipunum. Nýlega var opnaður fjarskiptastrengur milli Íslands og Írlands, sem liggur milli Þorlákshafnar og Galway. 5. apríl 2023 07:01