Skemmdu sæstrenginn til Svalbarða í fyrra Kristinn Haukur Guðnason skrifar 5. apríl 2023 13:12 Togarinn sigldi fram og tilbaka meira en 100 sinnum. Open Street Map Rússneskur togari skemmdi fjarskiptasæstrenginn sem liggur frá Noregi til Svalbarða í janúar árið 2022. Talið er að um viljaverk sé að ræða en togarinn sigldi fram og til baka með veiðarfærin yfir strenginn. Í viðtali við norska ríkisútvarpið NRK í október sagði Lars Fause, sýslumaður á Svalbarða að löggjöfin til að verja sæstrengi væri ekki næg. Ekki væri hægt að refsa skipstjórum skipa sem skemmdu fjarskiptakapla, viljandi eða óviljandi, utan við landhelgina. Eins og Vísir greindi frá í morgun hafa rússnesk skip sést sniglast í nágrenni við írsku borgina Galway. En þar liggur hinn nýi fjarskiptasæstrengur IRIS sem eykur fjarskiptaöryggi Íslands til muna. Sagaði strenginn með veiðarfærunum Svalbarði er afar háður sínum eina kapli upp á netöryggi. Norðmenn reka einnig stóra gervihnattastöð á Svalbarða, sem og háskóla og námufyrirtæki. Vitað er að einn rússneskur togari, Melkart 5, sigldi 107 sinnum fram og til baka á aðeins 9 dögum yfir sæstrenginn í janúar 2022. Eins og hann væri að saga í sundur strenginn með veiðarfærunum. Aðrir rússneskir togarar sigldu einnig yfir strenginn sem gaf sig að lokum. Datt netsamband niður um tíma. Eftir að strengurinn var lagaður í maí kom sami togari, Melkart 5, aftur og byrjaði aftur að sigla sömu leið þrátt fyrir að hafa verið beðinn um að veiða á öðru svæði af norskum yfirvöldum á Svalbarða. Sigldi togarinn 36 sinnum yfir sæstrenginn frá 13. maí til 1. ágúst. Melkart 5 sigldi einnig ítrekað yfir gasleiðslu Svalbarða frá 16. janúar til 21. febrúar 2022. Hann sigldi nálægt heræfingu NATO og norska hersins, Cold Response, þann 12. mars og þann 18. júlí var skipstjórinn sektaður fyrir að setja út léttabát nálægt brú við Kirkenes þar sem norski herinn æfir. Kallar eftir lagabreytingum Samkvæmt Fause gera norsk lög aðeins ráð fyrir að hægt sé að sækja skaðabætur vegna skemmdarverka á borð við þessi. Ekki sé hægt að refsa neinum. Kallar Fause eftir því að skipaferðir með veiðarfærum verði bannaðar yfir sæstrengjum. Útgerð togarans, Murman Seafood, hafnar alfarið að hafa skemmt sæstrenginn. Veiðarnar séu löglegar og margar aðrar ástæður gætu verið fyrir skemmdunum á strengnum. Þá segir útgerðin að ekki sé hægt að treysta upplýsingum frá AIS, sjálfvirka auðkenniskerfinu sem notað var til að fylgjast með ferðum Melkart 5 og annarra togara á svæðinu. Noregur Rússland Fjarskipti Sæstrengir Tengdar fréttir Rússnesk skip ógna nýjum íslenskum sæstreng Írsk stjórnvöld telja að ferðir rússneskra skipa í nágrenni við borgina Galway á vesturströndinni grunsamlegar. Bæði írski flotinn og flugherinn fylgjast með skipunum. Nýlega var opnaður fjarskiptastrengur milli Íslands og Írlands, sem liggur milli Þorlákshafnar og Galway. 5. apríl 2023 07:01 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Sjá meira
Í viðtali við norska ríkisútvarpið NRK í október sagði Lars Fause, sýslumaður á Svalbarða að löggjöfin til að verja sæstrengi væri ekki næg. Ekki væri hægt að refsa skipstjórum skipa sem skemmdu fjarskiptakapla, viljandi eða óviljandi, utan við landhelgina. Eins og Vísir greindi frá í morgun hafa rússnesk skip sést sniglast í nágrenni við írsku borgina Galway. En þar liggur hinn nýi fjarskiptasæstrengur IRIS sem eykur fjarskiptaöryggi Íslands til muna. Sagaði strenginn með veiðarfærunum Svalbarði er afar háður sínum eina kapli upp á netöryggi. Norðmenn reka einnig stóra gervihnattastöð á Svalbarða, sem og háskóla og námufyrirtæki. Vitað er að einn rússneskur togari, Melkart 5, sigldi 107 sinnum fram og til baka á aðeins 9 dögum yfir sæstrenginn í janúar 2022. Eins og hann væri að saga í sundur strenginn með veiðarfærunum. Aðrir rússneskir togarar sigldu einnig yfir strenginn sem gaf sig að lokum. Datt netsamband niður um tíma. Eftir að strengurinn var lagaður í maí kom sami togari, Melkart 5, aftur og byrjaði aftur að sigla sömu leið þrátt fyrir að hafa verið beðinn um að veiða á öðru svæði af norskum yfirvöldum á Svalbarða. Sigldi togarinn 36 sinnum yfir sæstrenginn frá 13. maí til 1. ágúst. Melkart 5 sigldi einnig ítrekað yfir gasleiðslu Svalbarða frá 16. janúar til 21. febrúar 2022. Hann sigldi nálægt heræfingu NATO og norska hersins, Cold Response, þann 12. mars og þann 18. júlí var skipstjórinn sektaður fyrir að setja út léttabát nálægt brú við Kirkenes þar sem norski herinn æfir. Kallar eftir lagabreytingum Samkvæmt Fause gera norsk lög aðeins ráð fyrir að hægt sé að sækja skaðabætur vegna skemmdarverka á borð við þessi. Ekki sé hægt að refsa neinum. Kallar Fause eftir því að skipaferðir með veiðarfærum verði bannaðar yfir sæstrengjum. Útgerð togarans, Murman Seafood, hafnar alfarið að hafa skemmt sæstrenginn. Veiðarnar séu löglegar og margar aðrar ástæður gætu verið fyrir skemmdunum á strengnum. Þá segir útgerðin að ekki sé hægt að treysta upplýsingum frá AIS, sjálfvirka auðkenniskerfinu sem notað var til að fylgjast með ferðum Melkart 5 og annarra togara á svæðinu.
Noregur Rússland Fjarskipti Sæstrengir Tengdar fréttir Rússnesk skip ógna nýjum íslenskum sæstreng Írsk stjórnvöld telja að ferðir rússneskra skipa í nágrenni við borgina Galway á vesturströndinni grunsamlegar. Bæði írski flotinn og flugherinn fylgjast með skipunum. Nýlega var opnaður fjarskiptastrengur milli Íslands og Írlands, sem liggur milli Þorlákshafnar og Galway. 5. apríl 2023 07:01 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Sjá meira
Rússnesk skip ógna nýjum íslenskum sæstreng Írsk stjórnvöld telja að ferðir rússneskra skipa í nágrenni við borgina Galway á vesturströndinni grunsamlegar. Bæði írski flotinn og flugherinn fylgjast með skipunum. Nýlega var opnaður fjarskiptastrengur milli Íslands og Írlands, sem liggur milli Þorlákshafnar og Galway. 5. apríl 2023 07:01