„Talaði um það síðustu þrjár vikur að svarið gegn Keflavík væri boltahreyfing“ Andri Már Eggertsson skrifar 3. apríl 2023 22:40 Rúnar Ingi Erlingsson var svekktur með tíu stiga tap gegn Keflavík Vísir/Snædís Bára Njarðvík tapaði fyrir Keflavík í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Subway-deildar kvenna. Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var svekktur eftir tíu stiga tap 74-64 í Blue-höllinni. „Tapaðir boltar fóru með þennan leik. Við vorum með ellefu tapaða bolta í fyrri hálfleik en vorum samt í fínum málum. Á þessu sviði snýst leikurinn mikið um hvort liðið er betra í að halda skipulagi og við bognuðum í kvöld og við þurfum að skoða það. Við vorum við það að brotna þegar við vorum fimm stigum yfir og það er eitthvað sem við þurfum að breyta í næsta leik,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson eftir tap gegn Keflavík. Aliyah A'taeya Collier, leikmaður Njarðvíkur, spilaði afar vel en fór meidd af velli og Rúnar sagði að það hafi verið vendipunkturinn í leiknum. „Vendipunkturinn var þegar Aliyah [A'taeya Collier] meiddist þar sem við vorum tveimur stigum undir. Okkur tókst ekki að bregðast við boltapressunni og þær ýttu okkur úr því sem við vildum gera og okkur tókst ekki að halda aga.“ „Ég veit ekki hvernig meiðslin hennar líta út og það verður að koma í ljós. Við munum reyna að gera allt til að koma henni í lag.“ Njarðvík gaf aðeins átta stoðsendingar í leiknum og Rúnar hafði miklar áhyggjur af því. „Það er vandamál. Ég talaði um það í öllum leikhléum og síðustu þrjár vikurnar að svarið gegn Keflavík væri boltahreyfing. Að hreyfa bolta, vera á réttum stöðum og fylla réttu svæðin við fórum í gegnum það á æfingum en við framkvæmdum það ekki í kvöld. Það er auðvelt að gera hlutina í tómu íþróttahúsi. Þegar þú ert kominn í fullt hús og með leikmenn í hvítu sem eru að berja þig þá svöruðum við með röngum aðferðum þar sem við drippluðum allt of mikið.“ „Ég mun tala enn þá meira um það að við verðum að dreifa boltanum betur um völlinn til þess að fá opin skot og þannig ætlum við að vinna Keflavík,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson svekktur með litla boltahreyfingu Njarðvíkur. UMF Njarðvík Subway-deild kvenna Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hyllingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Í beinni: Real Betis - Fiorentina | Albert í Andalúsíu Fótbolti Fleiri fréttir Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Í beinni: A. Bilbao - Manchester United | Helst Evrópudraumurinn á lífi? Í beinni: Haukar - Njarðvík | Úrslitaeinvígið hefst Í beinni: Tottenham - Bodö/Glimt | Norsararnir mættir til Lundúna Í beinni: Real Betis - Fiorentina | Albert í Andalúsíu Í beinni: Djurgården - Chelsea | Bláir í Stokkhólmi Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Sjá meira
„Tapaðir boltar fóru með þennan leik. Við vorum með ellefu tapaða bolta í fyrri hálfleik en vorum samt í fínum málum. Á þessu sviði snýst leikurinn mikið um hvort liðið er betra í að halda skipulagi og við bognuðum í kvöld og við þurfum að skoða það. Við vorum við það að brotna þegar við vorum fimm stigum yfir og það er eitthvað sem við þurfum að breyta í næsta leik,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson eftir tap gegn Keflavík. Aliyah A'taeya Collier, leikmaður Njarðvíkur, spilaði afar vel en fór meidd af velli og Rúnar sagði að það hafi verið vendipunkturinn í leiknum. „Vendipunkturinn var þegar Aliyah [A'taeya Collier] meiddist þar sem við vorum tveimur stigum undir. Okkur tókst ekki að bregðast við boltapressunni og þær ýttu okkur úr því sem við vildum gera og okkur tókst ekki að halda aga.“ „Ég veit ekki hvernig meiðslin hennar líta út og það verður að koma í ljós. Við munum reyna að gera allt til að koma henni í lag.“ Njarðvík gaf aðeins átta stoðsendingar í leiknum og Rúnar hafði miklar áhyggjur af því. „Það er vandamál. Ég talaði um það í öllum leikhléum og síðustu þrjár vikurnar að svarið gegn Keflavík væri boltahreyfing. Að hreyfa bolta, vera á réttum stöðum og fylla réttu svæðin við fórum í gegnum það á æfingum en við framkvæmdum það ekki í kvöld. Það er auðvelt að gera hlutina í tómu íþróttahúsi. Þegar þú ert kominn í fullt hús og með leikmenn í hvítu sem eru að berja þig þá svöruðum við með röngum aðferðum þar sem við drippluðum allt of mikið.“ „Ég mun tala enn þá meira um það að við verðum að dreifa boltanum betur um völlinn til þess að fá opin skot og þannig ætlum við að vinna Keflavík,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson svekktur með litla boltahreyfingu Njarðvíkur.
UMF Njarðvík Subway-deild kvenna Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hyllingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Í beinni: Real Betis - Fiorentina | Albert í Andalúsíu Fótbolti Fleiri fréttir Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Í beinni: A. Bilbao - Manchester United | Helst Evrópudraumurinn á lífi? Í beinni: Haukar - Njarðvík | Úrslitaeinvígið hefst Í beinni: Tottenham - Bodö/Glimt | Norsararnir mættir til Lundúna Í beinni: Real Betis - Fiorentina | Albert í Andalúsíu Í beinni: Djurgården - Chelsea | Bláir í Stokkhólmi Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Sjá meira