„Ef við fáum þær í úrslitakeppninni þá þurfum við að spila betur en í dag” Árni Gísli Magnússon skrifar 25. mars 2023 17:45 Stefán Arnarsson, þjálfari Fram. Vísir/Hulda Margrét Fram hafði betur gegn KA/Þór fyrir norðan í dag í næstsíðustu umferð Olís deildar kvenna. Fram hafði frumkvæðið allan leikinn en KA/Þór tókst að minnka muninn í eitt mark þegar mínúta lifði leiks en Fram gerði vel í lokin og landaði þriggja marka sigri. Lokatölur 25-28. Stefán Arnarson, þjálfari Fram, var heilt yfir sáttur með frammistöðuna. „Við vorum alltaf þrem, fjórum, fimm yfir og það var eiginlega allan leikinn svo minnkuðu þær í tvö þegar svona fjórar mínútur eru eftir en þá komum við með gott mark og vorum með þrjú en ég er í fyrsta lagi ánægður að vinna hérna”. Fram leiddi leikinn nær allan tímann með nokkrum mörkum en þriggja til fjögurra marka forysta getur verið fljót að breytast eins og sannaðist í lok leiks í dag. „Eins og við spilum líka, við spilum mjög hratt, og þetta getur farið á mínútu eða tveimur mínútum fjögur mörk en við stóðum vörnina vel allan leikinn og fengum ódýr mörk úr hraðaupphlaupum. Ég held að það sé ein af ástæðunum fyrir að við unnum.” Fram er í 4. sæti og verður það hlutskipti liðsins í deildinni þó einn leikur sé eftir. KA/Þór er í 5. sæti eins og er og því líklegt að þessi lið mætist í úrslitakeppninni. „Í fyrsta lagi eru alltaf erfiðir leikir á móti KA/Þór. Þær eru komnar með tvo sterka útlendinga, Rut og góðan markmann og bara gott lið. Þú þarft að spila vel til að vinna hérna og ef við fáum þær í úrslitakeppninni þá þurfum við að spila betur en í dag.” „Ég er mjög ánægður með þennan leik og við erum með frábæran markmann, hún á svolítið inni, en varnarleikurinn mjög góður, hraðaupphlaup mjög góð og sóknin svona yfirleitt góð og við vorum að fá góð færi. Þegar þær ná að minnka muninn var það af því við vorum að klikka á dauðafærum en við náum alltaf að spila okkur í góð færi og ég er ánægður með það”, sagði Stefán að lokum. Tengdar fréttir Leik lokið: KA/Þór - Fram 25-28 | Fram sótti sigur til Akureyrar Fram vann sinn þriðja leik í röð í Olís-deild kvenna í handknattleik þegar liðið lagði KA/Þór á Akureyri í dag. 25. mars 2023 16:30 Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Körfubolti Fleiri fréttir Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína „Þetta gerist rosa hratt“ Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sengun í fantaformi í sumarfríinu Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sengun í fantaformi í sumarfríinu Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Sjá meira
Stefán Arnarson, þjálfari Fram, var heilt yfir sáttur með frammistöðuna. „Við vorum alltaf þrem, fjórum, fimm yfir og það var eiginlega allan leikinn svo minnkuðu þær í tvö þegar svona fjórar mínútur eru eftir en þá komum við með gott mark og vorum með þrjú en ég er í fyrsta lagi ánægður að vinna hérna”. Fram leiddi leikinn nær allan tímann með nokkrum mörkum en þriggja til fjögurra marka forysta getur verið fljót að breytast eins og sannaðist í lok leiks í dag. „Eins og við spilum líka, við spilum mjög hratt, og þetta getur farið á mínútu eða tveimur mínútum fjögur mörk en við stóðum vörnina vel allan leikinn og fengum ódýr mörk úr hraðaupphlaupum. Ég held að það sé ein af ástæðunum fyrir að við unnum.” Fram er í 4. sæti og verður það hlutskipti liðsins í deildinni þó einn leikur sé eftir. KA/Þór er í 5. sæti eins og er og því líklegt að þessi lið mætist í úrslitakeppninni. „Í fyrsta lagi eru alltaf erfiðir leikir á móti KA/Þór. Þær eru komnar með tvo sterka útlendinga, Rut og góðan markmann og bara gott lið. Þú þarft að spila vel til að vinna hérna og ef við fáum þær í úrslitakeppninni þá þurfum við að spila betur en í dag.” „Ég er mjög ánægður með þennan leik og við erum með frábæran markmann, hún á svolítið inni, en varnarleikurinn mjög góður, hraðaupphlaup mjög góð og sóknin svona yfirleitt góð og við vorum að fá góð færi. Þegar þær ná að minnka muninn var það af því við vorum að klikka á dauðafærum en við náum alltaf að spila okkur í góð færi og ég er ánægður með það”, sagði Stefán að lokum.
Tengdar fréttir Leik lokið: KA/Þór - Fram 25-28 | Fram sótti sigur til Akureyrar Fram vann sinn þriðja leik í röð í Olís-deild kvenna í handknattleik þegar liðið lagði KA/Þór á Akureyri í dag. 25. mars 2023 16:30 Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Körfubolti Fleiri fréttir Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína „Þetta gerist rosa hratt“ Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sengun í fantaformi í sumarfríinu Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sengun í fantaformi í sumarfríinu Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Sjá meira
Leik lokið: KA/Þór - Fram 25-28 | Fram sótti sigur til Akureyrar Fram vann sinn þriðja leik í röð í Olís-deild kvenna í handknattleik þegar liðið lagði KA/Þór á Akureyri í dag. 25. mars 2023 16:30