Sport

Bætti Ís­lands­metið í 1500 metrum um 38 sekúndu­brot

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Baldvin Þór Magnússon á nú sex ríkjandi Íslandsmet.
Baldvin Þór Magnússon á nú sex ríkjandi Íslandsmet. @vinnym_99

Baldvin Þór Magnússon byrjaði utanhústímabilið vel í gær þegar hann keppti í 1500 metra hlaupi á Raleigh Relays í Norður-Karólínu.

Baldvin Þór kom í mark á 3:40,36 mínútum og bætti þar með sitt eigið Íslandsmet í greininni.

Það munaði þó ekki miklu að hann hlypi á sama tíma en hann kláraði 38 sekúndubrotum fljótar en þegar hann setti metið árið 2021 með því að hlaupa á 3:40,74 mínútum.

Þegar Baldvin bætti Íslandsmetið fyrst í þessari grein í apríl 2021 þá var Jón Diðriksson búinn að eiga það í 39 ár eða frá 1982.

Jón átti þá hröðustu 1500 metra hlaup Íslandssögunnar en nú á Baldvin þau tvö hröðustu og enn fremur þrjú af sjö hröðustu 1500 metra hlaupum Íslendings.

Baldvin Þór á nú tvö Íslandsmet utanhúss en hann á einnig metið í 500 metra hlaupi. Baldvin á enn fremur fjögur gildandi Íslandsmet innanhúss en þó ekki í 1500 metra hlaupi því það met á Hlynur Andrésson frá 2019.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×