Sport

Nítján ára Spánverji tók fyrsta sæti heimslistans af Djokovic

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Carlos Alcaraz fagnari sigri á Indian Wells mótinu í Kaliforníu í Bandaríkjunum um helgina.
Carlos Alcaraz fagnari sigri á Indian Wells mótinu í Kaliforníu í Bandaríkjunum um helgina. AP/Mark J. Terrill

Carlos Alcaraz er kominn upp í efsta sæti heimslistans í tennis eftir sigur sinn á Indian Wells mótinu um helgina.

Alcaraz vann 6-3 og 62- sigur á Daniil Medvedev í úrslitaleiknum. Hann tapaði ekki setti á mótinu.

Alcaraz er nítján ára Spánverji og náði með þessum sigri að taka toppsæti heimslistans af Serbanum Novak Djokovic.

Alcaraz naut auðvitað góðs af því að hinn óbólusetti Djokovic mátti ekki koma til Bandaríkjanna og keppti því ekki á mótinu.

Djokovic bað um undantekningu frá reglunni en fékk neikvætt svar. Hann hefur ekki viljað bólusetja sig við kórónuveirunni og það hefur haft mikil áhrif á tennisferil hans.

Carlos Alcaraz var kátur með sigurinn á mótinu og því að ná efsta sæti heimslistans.

„Hjá mér er draumurinn að rætast aftur. Auðvitað skiptir það mig miklu að vera á undan frábærum tennisleikurum eins og Novak. Þetta er stórkostleg tilfinning,“ sagði Carlos Alcaraz.

Á síðasta ári varð Carlos Alcaraz yngsti tennisleikari sögunnar til að komast upp í efsta sæti heimslistans en það gerði hann með sigri á Opna bandaríska mótinu. Djokovic hefur unnið flest mót sem hann hefur tekið þátt í og var kominn aftur upp fyrir spænska strákinn.

Það hjálpar hins vegar Alcaraz mikið að Serbinn missir af mörgum mótum vegna bólusetningarþrjósku sinni.

Hann vann sinn hundraðasta leik á mótaröðinni um helgina en aðeins John McEnroe var fljótari af því.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.