Sport

Frammi­staða kvöldsins á­gætis bú­bót fyrir Gunnar

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Bryan Barberena átti aldrei möguleika gegn Gunnari.
Bryan Barberena átti aldrei möguleika gegn Gunnari. Catherine Ivill/Getty Images

Gunnar Nelson sneri aftur í búrið á bardagakvöldi UFC sem fram fór í O2-höllinni í Lundúnum á laugardagskvöld. Sigraði hann andstæðing sinn örugglega og var frammistaða hans valin frammistaða kvöldsins. Gefur það íslenska bardagakappanum nokkrar aukakrónur í vasann.

Gunnar átti ekki í neinum vandræðum með Bryan Barberena og kláraði bardagann strax í fyrstu lotu. Var þetta annar sigur Gunnars í röð í UFC. Í viðtali eftir sigurinn sagðist Gunnar hafa búist við meiri mótspyrnu.

„Tilfinningin er frábær. Allt sem ég hef verið að æfa undanfarið small í kvöld frá upphafi til enda,“ sagði Gunnar strax að bardaga loknum.

Frammistaða Gunnars var frábær og var hún valin frammistaða kvöldsins af UFC. Gefur það Gunnari auka 50 þúsund Bandaríkjadali í vasann [7 milljónir íslenskra króna].

Hvað Gunnar og teymi hans fengu í heild sinni fyrir bardagann er þó ekki vitað þar sem Gunnar er bundinn trúnaði líkt og aðrir bardagakappar UFC. 

Fréttin hefur verið uppfærð.

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×