Sport

Gunnar Nelson: Átti von á meiri mótspyrnu í gólfinu

Andri Már Eggertsson skrifar
Gunnar Nelson fagnaði sigri í kvöld
Gunnar Nelson fagnaði sigri í kvöld Vísir/Getty

Gunnar Nelson kláraði Bryan Barberena í fyrstu lotu. Gunnar var venju samkvæmt yfirvegaður í viðtali beint eftir bardagann en sáttur með niðurstöðuna. 

„Tilfinningin er frábær. Allt sem ég hef verið að æfa undanfarið small í kvöld frá upphafi til enda,“ sagði Gunnar Nelson í viðtali í hringnum beint eftir bardagann.

Gunnar var ánægður með að hafa náð Bryan Barberena í gólfið og fór yfir það.

„Ég vildi taka minn tíma í þetta og halda sömu ákefð allan tímann. Í hreinskilni þá hélt ég að hann myndi streitast meira á móti en ég held að hann hafi ekki viljað meiða sig í bakinu.“

 

Gunnar Nelson stimplaði sig svo sannarlega aftur inn í UFC með því að vinna annan bardagann í röð. Gunnar gaf lítið upp aðspurður hversu fljótt hann vilji fara aftur í hringinn.

„Við sjáum til. Ég ætla að fara aftur að einbeita mér að liðinu mínu og síðan sjáum við til hvað gerist,“ sagði Gunnar Nelson að lokum. 

MMAFleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.