Sport

Mynd­band: Þægi­leg vigtun hjá Gunna fyrir bar­daga kvöldsins

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Gunnar er klár í slaginn.
Gunnar er klár í slaginn. Jeff Bottari/Getty Images

Gunnar Nelson mætir Bryan Barberena á UFC 286 í O2-höllinni í Lundúnum í kvöld. Gunnar var vigtaður í gær, föstudag, og náði. Í kjölfarið var endanlega staðfest að bardaginn myndi fara fram.

Að ná vigt er ákveðin kúnst en oftast léttast menn þónokkuð til að ná vigt en bæta svo aftur á sig fyrir bardagann. Í gærmorgun fór formleg vigtun fram. Höfðu Gunnar og Bryan tvær klukkustundir, frá 09.00 til 11.00, til að mæta og láta vigta sig fyrir bardaga kvöldsins.

Gunnar var 77 kíló þegar hann steig á vigtina en Bryan var hálfu kílói þyngri eða 77,5 kíló.

„Vaknaði bara rétt pundi yfir. Fór í gufu í hálftíma og missti þrjú pund. Var nokkuð þægilegt,“ sagði Gunnar meðan hann drakk einhvern dýrindis drykk sem á að hjálpa honum að ná til baka þeirri þyngd sem hann missti.

Aðahluti UFC 286 hefst í kvöld klukkan 21.00 að íslenskum tíma. Bardagi Gunnars er númer þrjú í röðinni. Verður hann í beinni textalýsingu hér á Vísi.

MMA

Tengdar fréttir

Gunnar klikkar ekkert á vigtinni

Bardagi þeirra Gunnars Nelson og Bryan Barberena er formlega staðfestur en báðir kappar náðu vigt í London í morgun.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.