Sport

Gunnar Nelson kláraði Bryan Barberena í fyrstu lotu

Andri Már Eggertsson skrifar
Gunnar Nelson pakkaði Barberena saman í O2 Arena
Gunnar Nelson pakkaði Barberena saman í O2 Arena Vísir/Getty

Gunnar Nelson vann Bryan Barberena með miklum yfirburðum í O2 Arena. Þetta var annar sigur Gunnars í röð og það er alveg á hreinu að Gunnar á nóg eftir sem bardagamaður. 

Bandaríkjamaðurinn Bryan Barberena byrjaði fyrstu lotu á að sparka aðeins í Gunnar sem lét það ekki slá sig út af laginu. 

Gunnar Nelson kveikti í O2 Arena þegar hann náði að setja Bryan Barberena upp við búrið og þar náði Gunnar nokkrum laglegum höggum. 

 

Í kjölfarið fór bardaginn í gólfið þar sem Gunnar var ofan á og þá var bara spurning hvort Bryan Barberena myndi lifa lotuna af eða ekki. Barberena gafst upp þegar tíu sekúndur voru eftir af lotunni og Gunnar fagnaði sigri. 

Þetta var annar sigur Gunnars í röð og verður áhugavert að fylgjast með hver næsti andstæðingur Gunnars verður.

MMAFleiri fréttir

Sjá meira
×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.