Gera ráð fyrir þjóðarhöll í deiliskipulagsbreytingu Máni Snær Þorláksson skrifar 15. mars 2023 15:53 Umrædd þjóðarhöll á að rísa á svæðinu í kringum Laugardalshöllina. Vísir/Vilhelm Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur hefur auglýst nýtt deiliskipulag fyrir Laugardal. Breytingin felur í sér rými fyrir þjóðarhöll en hámarks byggingarmagn hallarinnar er nítján þúsund fermetrar. Í breytingunni sem lögð er til felst að lóð og byggingarreitur Laugardalshallar stækki og að innan reitsins sé gert ráð fyrir þjóðarhöll fyrir innanhúsíþróttir og viðburði. Önnur lóð minnkar í breytingunni og er þá framlengdur Vegmúli í Laugardal og lóð fyrir bílakhallara sunnan byggingar ÍSÍ og ÍBR felld úr skipulaginu. Fram kemur í tilkynningu frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar að umrædd þjóðarhöll eigi að verða áberandi í umhverfi Laugardalsins. Áhersla verði lögð á vandaða byggingarlist og hönnun byggingarinnar á að fara í gegnum viðurkennt umhverfisvottunarferli. Skjáskot úr deiliskipulaginu.Landslag Gert er ráð fyrir því að aðalgólf Laugardalshallar, frjálsíþróttahallar og þjóðarhallar verði öll í sömu hæð. Vegna aðstæðna í landi mun Þjóðarhöllin því grafast að hluta til inn í hæðarmun frá Laugardalshöll upp að samgöngustíg. Byggt yfir 140 bílastæði Tekið er fram í tilkynningunni að mikilvægt sé að horfa til væntanlegrar borgarlínustöðvar á Suðurlandsbraut þegar staðsetning aðalinnganga verður ákveðin. „Sérstaklega skal huga að leiðum frá fyrirhugaðri borgarlínustöð á Suðurlandsbraut bæði að nýrri Þjóðarhöll og öðru aðdráttarafli í Laugardal. Aðkomuleiðir að þjóðarhöllinni verða greiðar fyrir gangandi frá borgarlínustöð og aðgengilegar öllum,“ segir í tilkynningunni. Byggingarreitur þjóðarhallar fer yfir alls 140 bílastæði sem staðsett eru á svæðinu. Fram kemur að ekki sé gert ráð fyrir að bæta þau stæði upp með nýjum stæðum annars staðar á lóðinni. „Fellur það að hugmyndum um að draga úr bílaumferð í Laugardal og leggja auknar áherslur á vistvæna samgöngumáta. Borgarlínustöðin gegnir þar lykilhlutverki.“ Ný þjóðarhöll Reykjavík Skipulag Borgarstjórn Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Í breytingunni sem lögð er til felst að lóð og byggingarreitur Laugardalshallar stækki og að innan reitsins sé gert ráð fyrir þjóðarhöll fyrir innanhúsíþróttir og viðburði. Önnur lóð minnkar í breytingunni og er þá framlengdur Vegmúli í Laugardal og lóð fyrir bílakhallara sunnan byggingar ÍSÍ og ÍBR felld úr skipulaginu. Fram kemur í tilkynningu frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar að umrædd þjóðarhöll eigi að verða áberandi í umhverfi Laugardalsins. Áhersla verði lögð á vandaða byggingarlist og hönnun byggingarinnar á að fara í gegnum viðurkennt umhverfisvottunarferli. Skjáskot úr deiliskipulaginu.Landslag Gert er ráð fyrir því að aðalgólf Laugardalshallar, frjálsíþróttahallar og þjóðarhallar verði öll í sömu hæð. Vegna aðstæðna í landi mun Þjóðarhöllin því grafast að hluta til inn í hæðarmun frá Laugardalshöll upp að samgöngustíg. Byggt yfir 140 bílastæði Tekið er fram í tilkynningunni að mikilvægt sé að horfa til væntanlegrar borgarlínustöðvar á Suðurlandsbraut þegar staðsetning aðalinnganga verður ákveðin. „Sérstaklega skal huga að leiðum frá fyrirhugaðri borgarlínustöð á Suðurlandsbraut bæði að nýrri Þjóðarhöll og öðru aðdráttarafli í Laugardal. Aðkomuleiðir að þjóðarhöllinni verða greiðar fyrir gangandi frá borgarlínustöð og aðgengilegar öllum,“ segir í tilkynningunni. Byggingarreitur þjóðarhallar fer yfir alls 140 bílastæði sem staðsett eru á svæðinu. Fram kemur að ekki sé gert ráð fyrir að bæta þau stæði upp með nýjum stæðum annars staðar á lóðinni. „Fellur það að hugmyndum um að draga úr bílaumferð í Laugardal og leggja auknar áherslur á vistvæna samgöngumáta. Borgarlínustöðin gegnir þar lykilhlutverki.“
Ný þjóðarhöll Reykjavík Skipulag Borgarstjórn Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira