Sólveig með óvænta U-beygju rétt fyrir CrossFit tímabilið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. febrúar 2023 08:30 Sólveig Sigurðardóttir valdi snjóinn heima á Íslandi frekar en sólina í Evrópu. Instagram/@solasigurdardottir Sólveig Sigurðardóttir átti sitt besta ár í CrossFit í fyrra en hefur samt sem áður ákveðið að gera mjög stóra breytingu á sínum högum fyrir komandi tímabil. Sólveig var önnur af tveimur íslensku konunum sem tryggðu sér sæti á heimsleikum í CrossFit í fyrra en nú fannst henni verið komið nóg af flökkulífinu sem hefur einkennt atvinnumannalífið hjá henni undanfarin ár. Sólveig sagði frá þessari U-beygju sinni á samfélagsmiðlum en Sólveig flytur ekki aðeins heim til Íslands heldur skiptir hún einnig um þjálfara. Hún er gengin til liðs við Training Plan hjá Jami Tikkanen. Hann er einmitt þjálfari Anníe Mistar Þórisdóttur og Björgvins Karls Guðmundssonar sem hafa verið fastagestir á heimsleikunum og bæði komist á verðlaunapall á síðustu árum. Anníe og Jami hafa unnið saman í meira en áratug og hún hefur unnið tvo heimsmeistaratitla og komist sex sinnum á verðlaunapall á heimsleikunum. Sólveig hefur æft mikið erlendis á siðustu árum og á sama tíma hefur hún unnið sér upp metorðastigann og tryggði sér sæti á heimsleikunum í fyrsta sinn í fyrra. Sólveig hafði keppt í liðakeppni á heimsleikunum í tvígang en náði 34. sætinu á heimsleikunum í einstaklingskeppninni fyrra. Það var aðeins Þuríður Erla Helgadóttir sem endaði ofar af íslensku stelpunum. View this post on Instagram A post shared by So lveig Sigurðardo ttir (@solasigurdardottir) „Tímabilið mun líta svolítið öðruvísi út en ég hafði planað. Markmiðið er enn það sama, að komast aftur á heimsleikana en undirbúningurinn fer nú fram heima á Íslandi. Ég hef flutt á milli landa undanfarin ár, hef í raun búið hvergi og ekki átt neina heimahöfn,“ skrifaði Sólveig. „Ekki misskilja mig. Þetta hefur verið stórkostlegt og ég myndi ekki breyta neinu en þegar ég kom heim til Íslands yfir jólin þá fékk þessa sterku tilfinningu að ég vildi vera heima. Ég vil byggja upp grunn hér á Íslandi því hér vil ég búa í framtíðinni,“ skrifaði Sólveig. Hún segist að það hafi legið beinast við að komast að hjá Jami Tikkanen og er þakklát fyrir að hann hafi tekið við henni. „Það er áhætta að breyta um þjálfunaraðferð rétt fyrir tímabilið en mér líður vel með að taka þessa áhættu. Þetta var mjög erfið ákvörðun fyrir mig og ég fór fram og til baka með þetta í margar vikur, skrifaði ,“ skrifaði Sólveig en það má sjá allan pistil hennar hér fyrir ofan. Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Fleiri fréttir Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Monaco - Man. City | Haaland og félagar í furstadæminu Arsenal - Olympiacos | Grísk heimsókn á Emirates Barcelona - PSG | Stórleikur í Katalóníu Keflavík - Valur | Hörkuleikur í Blue-höllinni Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH | Hörð barátta um Evrópusæti Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Sjá meira
Sólveig var önnur af tveimur íslensku konunum sem tryggðu sér sæti á heimsleikum í CrossFit í fyrra en nú fannst henni verið komið nóg af flökkulífinu sem hefur einkennt atvinnumannalífið hjá henni undanfarin ár. Sólveig sagði frá þessari U-beygju sinni á samfélagsmiðlum en Sólveig flytur ekki aðeins heim til Íslands heldur skiptir hún einnig um þjálfara. Hún er gengin til liðs við Training Plan hjá Jami Tikkanen. Hann er einmitt þjálfari Anníe Mistar Þórisdóttur og Björgvins Karls Guðmundssonar sem hafa verið fastagestir á heimsleikunum og bæði komist á verðlaunapall á síðustu árum. Anníe og Jami hafa unnið saman í meira en áratug og hún hefur unnið tvo heimsmeistaratitla og komist sex sinnum á verðlaunapall á heimsleikunum. Sólveig hefur æft mikið erlendis á siðustu árum og á sama tíma hefur hún unnið sér upp metorðastigann og tryggði sér sæti á heimsleikunum í fyrsta sinn í fyrra. Sólveig hafði keppt í liðakeppni á heimsleikunum í tvígang en náði 34. sætinu á heimsleikunum í einstaklingskeppninni fyrra. Það var aðeins Þuríður Erla Helgadóttir sem endaði ofar af íslensku stelpunum. View this post on Instagram A post shared by So lveig Sigurðardo ttir (@solasigurdardottir) „Tímabilið mun líta svolítið öðruvísi út en ég hafði planað. Markmiðið er enn það sama, að komast aftur á heimsleikana en undirbúningurinn fer nú fram heima á Íslandi. Ég hef flutt á milli landa undanfarin ár, hef í raun búið hvergi og ekki átt neina heimahöfn,“ skrifaði Sólveig. „Ekki misskilja mig. Þetta hefur verið stórkostlegt og ég myndi ekki breyta neinu en þegar ég kom heim til Íslands yfir jólin þá fékk þessa sterku tilfinningu að ég vildi vera heima. Ég vil byggja upp grunn hér á Íslandi því hér vil ég búa í framtíðinni,“ skrifaði Sólveig. Hún segist að það hafi legið beinast við að komast að hjá Jami Tikkanen og er þakklát fyrir að hann hafi tekið við henni. „Það er áhætta að breyta um þjálfunaraðferð rétt fyrir tímabilið en mér líður vel með að taka þessa áhættu. Þetta var mjög erfið ákvörðun fyrir mig og ég fór fram og til baka með þetta í margar vikur, skrifaði ,“ skrifaði Sólveig en það má sjá allan pistil hennar hér fyrir ofan.
Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Fleiri fréttir Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Monaco - Man. City | Haaland og félagar í furstadæminu Arsenal - Olympiacos | Grísk heimsókn á Emirates Barcelona - PSG | Stórleikur í Katalóníu Keflavík - Valur | Hörkuleikur í Blue-höllinni Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH | Hörð barátta um Evrópusæti Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Sjá meira