Sólveig með óvænta U-beygju rétt fyrir CrossFit tímabilið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. febrúar 2023 08:30 Sólveig Sigurðardóttir valdi snjóinn heima á Íslandi frekar en sólina í Evrópu. Instagram/@solasigurdardottir Sólveig Sigurðardóttir átti sitt besta ár í CrossFit í fyrra en hefur samt sem áður ákveðið að gera mjög stóra breytingu á sínum högum fyrir komandi tímabil. Sólveig var önnur af tveimur íslensku konunum sem tryggðu sér sæti á heimsleikum í CrossFit í fyrra en nú fannst henni verið komið nóg af flökkulífinu sem hefur einkennt atvinnumannalífið hjá henni undanfarin ár. Sólveig sagði frá þessari U-beygju sinni á samfélagsmiðlum en Sólveig flytur ekki aðeins heim til Íslands heldur skiptir hún einnig um þjálfara. Hún er gengin til liðs við Training Plan hjá Jami Tikkanen. Hann er einmitt þjálfari Anníe Mistar Þórisdóttur og Björgvins Karls Guðmundssonar sem hafa verið fastagestir á heimsleikunum og bæði komist á verðlaunapall á síðustu árum. Anníe og Jami hafa unnið saman í meira en áratug og hún hefur unnið tvo heimsmeistaratitla og komist sex sinnum á verðlaunapall á heimsleikunum. Sólveig hefur æft mikið erlendis á siðustu árum og á sama tíma hefur hún unnið sér upp metorðastigann og tryggði sér sæti á heimsleikunum í fyrsta sinn í fyrra. Sólveig hafði keppt í liðakeppni á heimsleikunum í tvígang en náði 34. sætinu á heimsleikunum í einstaklingskeppninni fyrra. Það var aðeins Þuríður Erla Helgadóttir sem endaði ofar af íslensku stelpunum. View this post on Instagram A post shared by So lveig Sigurðardo ttir (@solasigurdardottir) „Tímabilið mun líta svolítið öðruvísi út en ég hafði planað. Markmiðið er enn það sama, að komast aftur á heimsleikana en undirbúningurinn fer nú fram heima á Íslandi. Ég hef flutt á milli landa undanfarin ár, hef í raun búið hvergi og ekki átt neina heimahöfn,“ skrifaði Sólveig. „Ekki misskilja mig. Þetta hefur verið stórkostlegt og ég myndi ekki breyta neinu en þegar ég kom heim til Íslands yfir jólin þá fékk þessa sterku tilfinningu að ég vildi vera heima. Ég vil byggja upp grunn hér á Íslandi því hér vil ég búa í framtíðinni,“ skrifaði Sólveig. Hún segist að það hafi legið beinast við að komast að hjá Jami Tikkanen og er þakklát fyrir að hann hafi tekið við henni. „Það er áhætta að breyta um þjálfunaraðferð rétt fyrir tímabilið en mér líður vel með að taka þessa áhættu. Þetta var mjög erfið ákvörðun fyrir mig og ég fór fram og til baka með þetta í margar vikur, skrifaði ,“ skrifaði Sólveig en það má sjá allan pistil hennar hér fyrir ofan. Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Sjá meira
Sólveig var önnur af tveimur íslensku konunum sem tryggðu sér sæti á heimsleikum í CrossFit í fyrra en nú fannst henni verið komið nóg af flökkulífinu sem hefur einkennt atvinnumannalífið hjá henni undanfarin ár. Sólveig sagði frá þessari U-beygju sinni á samfélagsmiðlum en Sólveig flytur ekki aðeins heim til Íslands heldur skiptir hún einnig um þjálfara. Hún er gengin til liðs við Training Plan hjá Jami Tikkanen. Hann er einmitt þjálfari Anníe Mistar Þórisdóttur og Björgvins Karls Guðmundssonar sem hafa verið fastagestir á heimsleikunum og bæði komist á verðlaunapall á síðustu árum. Anníe og Jami hafa unnið saman í meira en áratug og hún hefur unnið tvo heimsmeistaratitla og komist sex sinnum á verðlaunapall á heimsleikunum. Sólveig hefur æft mikið erlendis á siðustu árum og á sama tíma hefur hún unnið sér upp metorðastigann og tryggði sér sæti á heimsleikunum í fyrsta sinn í fyrra. Sólveig hafði keppt í liðakeppni á heimsleikunum í tvígang en náði 34. sætinu á heimsleikunum í einstaklingskeppninni fyrra. Það var aðeins Þuríður Erla Helgadóttir sem endaði ofar af íslensku stelpunum. View this post on Instagram A post shared by So lveig Sigurðardo ttir (@solasigurdardottir) „Tímabilið mun líta svolítið öðruvísi út en ég hafði planað. Markmiðið er enn það sama, að komast aftur á heimsleikana en undirbúningurinn fer nú fram heima á Íslandi. Ég hef flutt á milli landa undanfarin ár, hef í raun búið hvergi og ekki átt neina heimahöfn,“ skrifaði Sólveig. „Ekki misskilja mig. Þetta hefur verið stórkostlegt og ég myndi ekki breyta neinu en þegar ég kom heim til Íslands yfir jólin þá fékk þessa sterku tilfinningu að ég vildi vera heima. Ég vil byggja upp grunn hér á Íslandi því hér vil ég búa í framtíðinni,“ skrifaði Sólveig. Hún segist að það hafi legið beinast við að komast að hjá Jami Tikkanen og er þakklát fyrir að hann hafi tekið við henni. „Það er áhætta að breyta um þjálfunaraðferð rétt fyrir tímabilið en mér líður vel með að taka þessa áhættu. Þetta var mjög erfið ákvörðun fyrir mig og ég fór fram og til baka með þetta í margar vikur, skrifaði ,“ skrifaði Sólveig en það má sjá allan pistil hennar hér fyrir ofan.
Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Sjá meira