Kastaði sér í snjóinn eftir sprengingu á Grenivík og vaknaði í Noregi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. febrúar 2023 07:01 Kinga er spennt fyrir framtíðinni og segist ekk getað beðið eftir því að komast heim til Íslands Vísir/TV2 Kona sem slasaðist alvarlega í sprengingu í verksmiðju Pharmarctica á Grenivík á síðasta ári hefur náð undraverðum bata í Noregi. Hún segist muna eftir því að hafa kastað sér í snjóinn fyrir utan verksmiðjuna strax eftir sprenginguna. Því næst rankaði hún við sér á spítala í Noregi, mánuði eftir slysið. Þetta kemur fram í frétt TV2 í Noregi sem hefur fylgst með konunni, Kingu Kleinschmidt frá Póllandi, og bata hennar að undanförnu. Vakin var fyrst athygli á frétt TV2 hér á landi á vef Akureyri.net Það var þann 23. mars síðastliðinn, fyrir rétt um ári síðan, að sprenging varð í verksmiðju Pharmarctica á Grenivík, er unnið var með hreinsað bensín. Tveir slösuðust, karl og kona, sem voru flutt með hraði til Reykjavíkur, alvarlega slösuð. Send með hraði til Noregs Í frétt TV2 kemur fram að konan sem lenti í slysinu, hin 28 ára Kinga, hafi hlotið þriðja stigs brunasár á 85 prósent líkama hennar. Eftir að hún var flutt til Reykjavíkur var fljótt tekin ákvörðun um að senda hana til Noregs, á sjúkrahúsið í Bergen, þar sem ljóst væri að ekki yrði hægt að sinna meiðslum hennar hér á landi. Sjálf lýsir hún slysinu á þá leið að hún hafi, við enda vinnudagsins, verið að kanna hversu mikið væri eftir af hreinsuðu bensíni í íláti í verksmiðjunni. Kinga á sjúkrahúsinu í Bergen.TV2 „Allt í einu sprakk þetta í andlitið á mér og allur líkaminn logaði,“ segir hún. Segist Kinga muna eftir því að hafa hlaupið út og kastað sér í snjóinn til að kæla líkamann. Segist hún muna slysið og hverja einustu sekúndu næstu fimm mínútna á eftir það. „Svo missti ég meðvitund og vaknaði á sjúkrahúsi í Noregi mánuði síðar.“ Haft er eftir Ragnvald Ljones Brekke, deildarstjóra á sjúkrahúsinu í Bergen, sem leitt hefur meðferðina á Kingu, að af þeim sem hlotið hafi meðferð á sjúkrahúsinu hafi enginn lifað af jafn alvarleg meiðsli og Kinga hlaut í slysinu. Ragnvald Ljones Brekke, deildarstjóri á sjúkrahúsinu í BergenTV2 Sem fyrr segir var hún með þriðja stigs brunasár á um 85 prósent líkama hennar. Kinga undirgekkst umfangsmiklar aðgerðir sem fólu meðal í sér að að húð af látnum líffæragjöfum var notuð til að vernda húð hennar. Þá var húð af hálsi hennar var notuð til að búa til ný augnlok, svo dæmi séu tekin. Ný svissnesk aðferð prófuð Í tilfelli Kingu er verið að prófa nýja aðferð sem þróuð var í Sviss. Sýni eru tekin af húð hennar, þau send til Sviss og þaðan eru þau ræktuð í smáa búta sem ígrædd eru á líkama hennar. Þetta hefur verið reynt tvisvar á Kingu og tókst í annað sinn mjög vel, að sögn Brekke. Kinga hefur verið í langri og strangri meðferð síðustu tíu mánuði. Fyrir um tveimur mánuðum náði hún þeim áfanga að geta stigið fyrstu skrefin eftir slysið. „Frá því að geta ekki gengið yfir í að geta farið ein inn á baðherbergi. Ég get núna gengið um án aðstoðar frá hjúkrunarfræðingum,“ segir Kinga. TV2 fylgdist með Kingu í endurhæfingu. Bati hennar þykir undraverðurTV2 Ég er svo þakklát fyrir að hafa getað komið hingað. Þau hafa bjargað lífi mínu, segir Kinga, sem er staðráðinn í því að lifa lífinu áfram þrátt fyrir slysið. TV2 fylgdist með Kingu í tíma hjá sjúkraþjálfara, þar sem hún var sem sprækust. Hana dreymir um að snúa aftur til Íslands, þar sem fjölskylda hennar býr. „Það verður gott að geta ferðast á ný,“ segir hún. Lesa má umfjöllun TV2 hér. Noregur Heilbrigðismál Grýtubakkahreppur Líffæragjöf Tengdar fréttir Starfsfólk Pharmarctica slegið yfir slysinu og fær áfallahjálp Samfélagið á Grenivík er slegið vegna eldsprengingar sem varð í verksmiðju í bænum í gær að sögn sveitarstjóra Grýtubakkahrepps. Kona og karl, starfsfólk Pharmarctica, slösuðust alvarlega þegar þau voru að vinna með hreinsað bensín. Aðstandendur og starfsfólk verksmiðjunnar fengu áfallahjálp frá Rauða krossinum í gær. 24. mars 2022 13:08 Tveir slasaðir eftir sprengingu í snyrtivöruverksmiðju á Grenivík Tveir starfsmenn snyrtivöruverksmiðju slösuðust í eldsvoða sem upp kom í iðnaðarhúsnæði á Grenivík. Verið er að flytja starfsmennina með sjúkraflugi suður til Reykjavíkur. 23. mars 2022 17:19 Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Fleiri fréttir Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt TV2 í Noregi sem hefur fylgst með konunni, Kingu Kleinschmidt frá Póllandi, og bata hennar að undanförnu. Vakin var fyrst athygli á frétt TV2 hér á landi á vef Akureyri.net Það var þann 23. mars síðastliðinn, fyrir rétt um ári síðan, að sprenging varð í verksmiðju Pharmarctica á Grenivík, er unnið var með hreinsað bensín. Tveir slösuðust, karl og kona, sem voru flutt með hraði til Reykjavíkur, alvarlega slösuð. Send með hraði til Noregs Í frétt TV2 kemur fram að konan sem lenti í slysinu, hin 28 ára Kinga, hafi hlotið þriðja stigs brunasár á 85 prósent líkama hennar. Eftir að hún var flutt til Reykjavíkur var fljótt tekin ákvörðun um að senda hana til Noregs, á sjúkrahúsið í Bergen, þar sem ljóst væri að ekki yrði hægt að sinna meiðslum hennar hér á landi. Sjálf lýsir hún slysinu á þá leið að hún hafi, við enda vinnudagsins, verið að kanna hversu mikið væri eftir af hreinsuðu bensíni í íláti í verksmiðjunni. Kinga á sjúkrahúsinu í Bergen.TV2 „Allt í einu sprakk þetta í andlitið á mér og allur líkaminn logaði,“ segir hún. Segist Kinga muna eftir því að hafa hlaupið út og kastað sér í snjóinn til að kæla líkamann. Segist hún muna slysið og hverja einustu sekúndu næstu fimm mínútna á eftir það. „Svo missti ég meðvitund og vaknaði á sjúkrahúsi í Noregi mánuði síðar.“ Haft er eftir Ragnvald Ljones Brekke, deildarstjóra á sjúkrahúsinu í Bergen, sem leitt hefur meðferðina á Kingu, að af þeim sem hlotið hafi meðferð á sjúkrahúsinu hafi enginn lifað af jafn alvarleg meiðsli og Kinga hlaut í slysinu. Ragnvald Ljones Brekke, deildarstjóri á sjúkrahúsinu í BergenTV2 Sem fyrr segir var hún með þriðja stigs brunasár á um 85 prósent líkama hennar. Kinga undirgekkst umfangsmiklar aðgerðir sem fólu meðal í sér að að húð af látnum líffæragjöfum var notuð til að vernda húð hennar. Þá var húð af hálsi hennar var notuð til að búa til ný augnlok, svo dæmi séu tekin. Ný svissnesk aðferð prófuð Í tilfelli Kingu er verið að prófa nýja aðferð sem þróuð var í Sviss. Sýni eru tekin af húð hennar, þau send til Sviss og þaðan eru þau ræktuð í smáa búta sem ígrædd eru á líkama hennar. Þetta hefur verið reynt tvisvar á Kingu og tókst í annað sinn mjög vel, að sögn Brekke. Kinga hefur verið í langri og strangri meðferð síðustu tíu mánuði. Fyrir um tveimur mánuðum náði hún þeim áfanga að geta stigið fyrstu skrefin eftir slysið. „Frá því að geta ekki gengið yfir í að geta farið ein inn á baðherbergi. Ég get núna gengið um án aðstoðar frá hjúkrunarfræðingum,“ segir Kinga. TV2 fylgdist með Kingu í endurhæfingu. Bati hennar þykir undraverðurTV2 Ég er svo þakklát fyrir að hafa getað komið hingað. Þau hafa bjargað lífi mínu, segir Kinga, sem er staðráðinn í því að lifa lífinu áfram þrátt fyrir slysið. TV2 fylgdist með Kingu í tíma hjá sjúkraþjálfara, þar sem hún var sem sprækust. Hana dreymir um að snúa aftur til Íslands, þar sem fjölskylda hennar býr. „Það verður gott að geta ferðast á ný,“ segir hún. Lesa má umfjöllun TV2 hér.
Noregur Heilbrigðismál Grýtubakkahreppur Líffæragjöf Tengdar fréttir Starfsfólk Pharmarctica slegið yfir slysinu og fær áfallahjálp Samfélagið á Grenivík er slegið vegna eldsprengingar sem varð í verksmiðju í bænum í gær að sögn sveitarstjóra Grýtubakkahrepps. Kona og karl, starfsfólk Pharmarctica, slösuðust alvarlega þegar þau voru að vinna með hreinsað bensín. Aðstandendur og starfsfólk verksmiðjunnar fengu áfallahjálp frá Rauða krossinum í gær. 24. mars 2022 13:08 Tveir slasaðir eftir sprengingu í snyrtivöruverksmiðju á Grenivík Tveir starfsmenn snyrtivöruverksmiðju slösuðust í eldsvoða sem upp kom í iðnaðarhúsnæði á Grenivík. Verið er að flytja starfsmennina með sjúkraflugi suður til Reykjavíkur. 23. mars 2022 17:19 Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Fleiri fréttir Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Sjá meira
Starfsfólk Pharmarctica slegið yfir slysinu og fær áfallahjálp Samfélagið á Grenivík er slegið vegna eldsprengingar sem varð í verksmiðju í bænum í gær að sögn sveitarstjóra Grýtubakkahrepps. Kona og karl, starfsfólk Pharmarctica, slösuðust alvarlega þegar þau voru að vinna með hreinsað bensín. Aðstandendur og starfsfólk verksmiðjunnar fengu áfallahjálp frá Rauða krossinum í gær. 24. mars 2022 13:08
Tveir slasaðir eftir sprengingu í snyrtivöruverksmiðju á Grenivík Tveir starfsmenn snyrtivöruverksmiðju slösuðust í eldsvoða sem upp kom í iðnaðarhúsnæði á Grenivík. Verið er að flytja starfsmennina með sjúkraflugi suður til Reykjavíkur. 23. mars 2022 17:19