Sport

Rannsókn á máli Gylfa Þórs lokið

Bjarki Sigurðsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson sætir enn farbanni.
Gylfi Þór Sigurðsson sætir enn farbanni. EPA-EFE/PETER POWELL

Rannsókn lögreglunnar í Manchester á máli knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar er lokið. Málið er nú komið inn á borð saksóknaraembættis bresku krúnunnar. Það er í höndum þess embættis hvort ákært verði í málinu eða það falli niður. 

Fréttablaðið greinir frá þessu og hefur eftir talsmanni embættisins að málið hafi komið inn á þeirra borð 31. janúar síðastliðinn. Talsmaðurinn talar um „ítrekuð kynferðisbrot“ í svari sínu til Fréttablaðsins en nú er verið að leggja mat á þau gögn sem embættið fékk frá lögreglunni. 

Gylfi var handtekinn þann 16. júlí árið 2021, grunaður um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi. Gylfa var skömmu síðar sleppt úr haldi gegn tryggingu en úrskurðaður í farbann sem hann hefur sætt síðan þá. 

Í október var greint frá því hér á Vísi að sótt hafi verið um flutning á lögheimili Gylfa frá Bretlandi til Íslands. Umsókn þess efnis liggur á borði Þjóðskrár. Þá sagði Sigurður Aðalsteinsson, faðir Gylfa, að verið væri að brjóta á mannréttindum Gylfa með því að vera alltaf að framlengja farbann hans. Síðasta uppfærsla um farbann Gylfa kom í október en þá var einungis greint frá því að hann væri enn í farbanni. 


Tengdar fréttir

Kalla eftir hjálp við að flytja lögheimili Gylfa frá Bretlandi til Íslands

Sótt hefur verið um flutning á lögheimili knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðsson frá Bretlandi til Íslands. Umsókn þess efnis liggur á borði Þjóðskrár. Faðir hans segist hafa kallað eftir aðstoð utanríkisráðherra vegna málsins en Gylfi sætir enn farbanni í Bretlandi. Þá hafi ekkert heyrst frá KSÍ vegna máls Gylfa. Sigurður faðir Gylfa segir brotið á mannréttindum sonar hans.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.