66 umsækjendur af 178 sem sögðust börn metnir fullorðnir Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. janúar 2023 11:57 Fylgdarlausum börnum sem sækja um vernd hér á landi hefur fjölgað mjög. Getty Frá árinu 2014 hafa 178 einstaklingar sótt um alþjóðlega vernd hér á landi sem fylgdarlaus börn. Eftir gagnaöflun og aldursgreiningu voru 78 metnir sem börn en 66 sem fullorðnir. Þetta kemur fram í svörum dómsmálaráðherra við fyrirspurn Evu Sjafnar Helgadóttur, varaþingmanns Pírata. Þar segir að tólf af einstaklingunum 178 hefðu orðið 18 ára áður en ákvörðun var tekin í máli þeirra eða forsjáraðili þeirra komið til landsins. Tvö mál voru flokkuð undir „önnur lok“ en annar dró umsókn sína til baka en hinn hvarf. Tuttugu mál eru enn í vinnslu. Af þeim 78 einstaklingum sem fengu afgreiðslu á tímabilinu fengu 55 vernd, fimm mannúðarleyfi en átta var synjað. Fimm fengu önnur málalok og fimm er ólokið. Af þeim 55 sem fengu fernd fengu 19 samþykkta fjölskyldusameiningu. Í svari við annarri fyrirspurn um fylgdarlaus börn, sem Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, lagði fyrir mennta- og barnamálaráðherra, segir að ráðuneytið vinni nú náið með barnaverndarþjónustu Suðurnesjabæjar, Vinnumálastofnun og Barna- og fjölskyldustofu til að bregðast við stórauknum fjölda fylgdarlausra barna. „Stuðningur ráðuneytisins hefur meðal annars falist í endurgreiðslu kostnaðar sveitarfélagsins vegna þjónustu við fylgdarlaus börn í sveitarfélaginu sem hefur gert Suðurnesjabæ kleift að bæta við starfskröftum í þjónustuna. Einnig hefur verið fundið húsnæði sem hentar betur sem búsetuúrræði fyrir elstu börnin sem staðsett er þar sem barnaverndarþjónusta Suðurnesjabæjar á auðveldara með að þjónusta þau,“ segir í svarinu. Þá hafi Barna- og fjölskyldustofa skerpt á verklagi við flutning mála milli sveitarfélaga í samræmi við búsetu barns. Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mannréttindi Börn og uppeldi Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Þetta kemur fram í svörum dómsmálaráðherra við fyrirspurn Evu Sjafnar Helgadóttur, varaþingmanns Pírata. Þar segir að tólf af einstaklingunum 178 hefðu orðið 18 ára áður en ákvörðun var tekin í máli þeirra eða forsjáraðili þeirra komið til landsins. Tvö mál voru flokkuð undir „önnur lok“ en annar dró umsókn sína til baka en hinn hvarf. Tuttugu mál eru enn í vinnslu. Af þeim 78 einstaklingum sem fengu afgreiðslu á tímabilinu fengu 55 vernd, fimm mannúðarleyfi en átta var synjað. Fimm fengu önnur málalok og fimm er ólokið. Af þeim 55 sem fengu fernd fengu 19 samþykkta fjölskyldusameiningu. Í svari við annarri fyrirspurn um fylgdarlaus börn, sem Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, lagði fyrir mennta- og barnamálaráðherra, segir að ráðuneytið vinni nú náið með barnaverndarþjónustu Suðurnesjabæjar, Vinnumálastofnun og Barna- og fjölskyldustofu til að bregðast við stórauknum fjölda fylgdarlausra barna. „Stuðningur ráðuneytisins hefur meðal annars falist í endurgreiðslu kostnaðar sveitarfélagsins vegna þjónustu við fylgdarlaus börn í sveitarfélaginu sem hefur gert Suðurnesjabæ kleift að bæta við starfskröftum í þjónustuna. Einnig hefur verið fundið húsnæði sem hentar betur sem búsetuúrræði fyrir elstu börnin sem staðsett er þar sem barnaverndarþjónusta Suðurnesjabæjar á auðveldara með að þjónusta þau,“ segir í svarinu. Þá hafi Barna- og fjölskyldustofa skerpt á verklagi við flutning mála milli sveitarfélaga í samræmi við búsetu barns.
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mannréttindi Börn og uppeldi Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira