Úr slæmu ástandi í enn verra Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. janúar 2023 19:00 Eggert Eyjólfsson, sérfræðingur í bráðalækningum. Vísir/Egill Stríðsástand ríkir á bráðamóttöku Landspítalans, að mati læknis sem lét þar af störfum um áramótin vegna óboðlegs starfsumhverfis. Ástandið hafi hríðversnað síðustu tvö ár og hann hafi á tímabili þurft að vinna á við þrjá. Mildi þykir að starfsfólk hafi fengið rúman tíma til undirbúnings þegar alvarlegt slys varð á Suðurlandsvegi í gær. Alvarleg staða á bráðamóttöku er nú enn og aftur í deiglunni; aðstæður voru til að mynda óvenjulega erfiðar yfir hátíðarnar vegna alvarlegra veirusýkinga. Í gær bættist enn á álagið þegar flogið var með níu á spítalann eftir harðan árekstur sunnan við Öræfajökul. Flestir eru nú útskrifaðir. Yfirlæknir á bráðamóttökunni segir að starfsfólk hafi fengið talsverðan tíma til að undirbúa sig fyrir holskeflu sjúklinga úr slysinu í gær. Vel hafi gengið að taka á móti fólkinu. En annað gæti hafa verið uppi á teningnum ef fyrirvarinn hefði verið styttri, eins og svo oft er. Fjölskyldan gengur fyrir En vandinn teygir sig auðvitað lengra aftur. Eggerti Eyjólfssyni, sérfræðingi í bráðalækningum, sem fékk sig fullsaddan og lét af störfum nú um áramótin, telst til að minnst fimm til viðbótar hafi gert hið sama. „Þetta er það sem ég hef þjálfað mig í og starfað við í fimmtán ár, þannig að það er mjög þungbært að taka þessa ákvörðun. En þetta var farið að hafa áhrif á mann. Og á fjölskyldulífið. Þannig að fjölskyldan gengur fyrir,“ segir Eggert. Eggert hefur verið viðloðandi bráðamóttökuna síðan 2009 en hóf formlega störf sem sérfræðilæknir í ársbyrjun 2021. „Ástandið er miklu verra en það var þegar ég kom. Það var samt slæmt þegar ég kom,“ segir Eggert. „Þetta er bara mjög erfitt. Og ég stóð hérna vakt í sumar þar sem eg var að sinna starfi þriggja. Og á ákveðnum tímapunkti hefði ég þurft fjóra sérfræðilækna í bráðalækningum á gólfinu á sama tíma.“ Þannig að þetta er algjört neyðarástand? „Þetta er bara stríðsástand. Þetta eru hamfarir sem eiga sér stað, stundum, innan þessara veggja.“ Ekki sé alltaf hægt að tryggja öryggi sjúklinga við þessar aðstæður. „Ég vona að fólk veigri sér ekki við að koma. En ég skil ef það gerir það.“ Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Sjá meira
Alvarleg staða á bráðamóttöku er nú enn og aftur í deiglunni; aðstæður voru til að mynda óvenjulega erfiðar yfir hátíðarnar vegna alvarlegra veirusýkinga. Í gær bættist enn á álagið þegar flogið var með níu á spítalann eftir harðan árekstur sunnan við Öræfajökul. Flestir eru nú útskrifaðir. Yfirlæknir á bráðamóttökunni segir að starfsfólk hafi fengið talsverðan tíma til að undirbúa sig fyrir holskeflu sjúklinga úr slysinu í gær. Vel hafi gengið að taka á móti fólkinu. En annað gæti hafa verið uppi á teningnum ef fyrirvarinn hefði verið styttri, eins og svo oft er. Fjölskyldan gengur fyrir En vandinn teygir sig auðvitað lengra aftur. Eggerti Eyjólfssyni, sérfræðingi í bráðalækningum, sem fékk sig fullsaddan og lét af störfum nú um áramótin, telst til að minnst fimm til viðbótar hafi gert hið sama. „Þetta er það sem ég hef þjálfað mig í og starfað við í fimmtán ár, þannig að það er mjög þungbært að taka þessa ákvörðun. En þetta var farið að hafa áhrif á mann. Og á fjölskyldulífið. Þannig að fjölskyldan gengur fyrir,“ segir Eggert. Eggert hefur verið viðloðandi bráðamóttökuna síðan 2009 en hóf formlega störf sem sérfræðilæknir í ársbyrjun 2021. „Ástandið er miklu verra en það var þegar ég kom. Það var samt slæmt þegar ég kom,“ segir Eggert. „Þetta er bara mjög erfitt. Og ég stóð hérna vakt í sumar þar sem eg var að sinna starfi þriggja. Og á ákveðnum tímapunkti hefði ég þurft fjóra sérfræðilækna í bráðalækningum á gólfinu á sama tíma.“ Þannig að þetta er algjört neyðarástand? „Þetta er bara stríðsástand. Þetta eru hamfarir sem eiga sér stað, stundum, innan þessara veggja.“ Ekki sé alltaf hægt að tryggja öryggi sjúklinga við þessar aðstæður. „Ég vona að fólk veigri sér ekki við að koma. En ég skil ef það gerir það.“
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Sjá meira