Íslendingaliðunum fjölgar enn á CrossFit mótinu í Miami Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. janúar 2023 08:30 Björgvin Karl Guðmundsson hefur sett saman liðið Team King B.K & Friends fyrir Wodapalooza CrossFit mótið í Miami. Instagram/@bk_gudmundsson Það verður nóg um íslenska keppendur á Wodapalooza CrossFit mótinu í Miami sem hefst eftir rúma viku. Nýjasta Íslendingaliðið á mótinu er lið Björgvins Karls Guðmundssonar en hann mætir til leiks með þeim Khan Porter og Tola Morakinyo. Wodapalooza staðfesti þátttöku þeirra á miðlum sínum og keppa þeir undir nafninu Team King B.K & Friends. Wodapalooza er fyrsta stórmót ársins í CrossFit heiminum. Þeir Porter og Morakinyo hafa mjög sterka Íslandstengingu eftir að hafa verið í liðinu sem Anníe Mist Þórisdóttir setti saman fyrir síðustu heimsleika. Báðir eyddu þeir miklum tíma hér á landi við undirbúning sinn fyrir lið CrossFit Reykjavíkur. View this post on Instagram A post shared by The TYR Wodapalooza (@wodapalooza) Wodapalooza CrossFit mótið fer fram í blíðunni á Flórída frá 12. til 15. janúar næstkomandi. Fyrst verða tveir dagar af einstaklingskeppni á fimmtudegi og föstudegi og svo taka við tveir dagar af liðakeppninni á laugardegi og sunnudegi. Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir keppa sama í liði og með þeim er hin unga Mallory O'Brien sem endaði í öðru sæti á síðustu heimsleikum. Rosalega öflugt lið á blaði en svo þurfa þær að ná takti saman. Sara Sigmundsdóttir tekur líka þátt í liðakeppninni en með henni í liði verða þær Emily Rolfe og Katelin Van Zyl. Sara er stórhuga og mun líka taka þátt í einstaklingskeppninni. Fyrsta Íslendingaliðið sem var tilkynnt á mótinu en lið Sólveigar Sigurðardóttir sem er keppir fyrir GOWOD liðið með þeim Jacqueline Dahlström frá Noregi og Emma McQuaid frá Írlandi. Það eru fleiri mjög öflug lið á mótinu enda ákváðu stjörnur eins og Laura Horvath, Brooke Wells, Gabriela Migala, Kristi Eramo O’Connell og Amanda Barnhart allar að keppa í liðakeppninni. CrossFit Mest lesið Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn Martröð á fyrstu æfingu í Róm Fótbolti McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Wirtz strax kominn á hættusvæði Gátu ekki stokkið í algjöru úrhelli í Lausanne Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Dagskráin: Big Ben í fyrsta sinn, Blikar í Evrópu og Besta deild kvenna Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Sjá meira
Nýjasta Íslendingaliðið á mótinu er lið Björgvins Karls Guðmundssonar en hann mætir til leiks með þeim Khan Porter og Tola Morakinyo. Wodapalooza staðfesti þátttöku þeirra á miðlum sínum og keppa þeir undir nafninu Team King B.K & Friends. Wodapalooza er fyrsta stórmót ársins í CrossFit heiminum. Þeir Porter og Morakinyo hafa mjög sterka Íslandstengingu eftir að hafa verið í liðinu sem Anníe Mist Þórisdóttir setti saman fyrir síðustu heimsleika. Báðir eyddu þeir miklum tíma hér á landi við undirbúning sinn fyrir lið CrossFit Reykjavíkur. View this post on Instagram A post shared by The TYR Wodapalooza (@wodapalooza) Wodapalooza CrossFit mótið fer fram í blíðunni á Flórída frá 12. til 15. janúar næstkomandi. Fyrst verða tveir dagar af einstaklingskeppni á fimmtudegi og föstudegi og svo taka við tveir dagar af liðakeppninni á laugardegi og sunnudegi. Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir keppa sama í liði og með þeim er hin unga Mallory O'Brien sem endaði í öðru sæti á síðustu heimsleikum. Rosalega öflugt lið á blaði en svo þurfa þær að ná takti saman. Sara Sigmundsdóttir tekur líka þátt í liðakeppninni en með henni í liði verða þær Emily Rolfe og Katelin Van Zyl. Sara er stórhuga og mun líka taka þátt í einstaklingskeppninni. Fyrsta Íslendingaliðið sem var tilkynnt á mótinu en lið Sólveigar Sigurðardóttir sem er keppir fyrir GOWOD liðið með þeim Jacqueline Dahlström frá Noregi og Emma McQuaid frá Írlandi. Það eru fleiri mjög öflug lið á mótinu enda ákváðu stjörnur eins og Laura Horvath, Brooke Wells, Gabriela Migala, Kristi Eramo O’Connell og Amanda Barnhart allar að keppa í liðakeppninni.
CrossFit Mest lesið Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn Martröð á fyrstu æfingu í Róm Fótbolti McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Wirtz strax kominn á hættusvæði Gátu ekki stokkið í algjöru úrhelli í Lausanne Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Dagskráin: Big Ben í fyrsta sinn, Blikar í Evrópu og Besta deild kvenna Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Sjá meira