Sport

Mættur aftur til Ástralíu tæpu ári eftir að hafa verið vísað úr landi

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Novak Djokovic er mættur aftur til Ástralíu.
Novak Djokovic er mættur aftur til Ástralíu. Christopher Pike/Getty Images

Serbneski tenniskappinn Novak Djokovic er mættur aftur til Ástralíu rétt tæpu ári eftir að hafa verið vísað úr landi fyrir að vera óbólusettur fyrir kórónuveiruinni.

Djokovic er staddur í landinu til að taka þátt á Opna ástralska risamótinu í tennis, en hann fékk ekki að keppa á seinasta móti vegna þess að hann er ekki bólusettur gegn veirunni skæðu.

Eftir að Djokovic var vísað úr landi í janúar á þessu ári mátti tenniskappinn ekki koma til landsins næstu þrjú ár. Þeim dómi hefur hins vegar verið snúið við og Djokovic er mættur til að reyna að vinna mótið í tíunda sinn. Áður en honum var vísað úr landi í upphafi árs hafði hann unnið mótið þrjú ár í röð.

Vegna mikils fjölda kórónuveirusmita í janúar á þessu ári máttu aðeins bólusettir ferðamenn koma til landsins, nema þeir hefðu fengið undanþágu frá heilbrigðisyfirvöldum.

Djokovic dvaldi á sóttvarnarhóteli frá því að hann kom til Ástralíu þar sem hann var, og er enn, óbólusettur og mistök urðu á vegabréfsáritun hans. Eftir á skýringar hans voru þær að hann hefði fengið Covid-19 seint á síðasta ári en það hefði gleymst að skrá það svo það kom ekki fram er pappírar hans voru skoðaðir í Ástralíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×