„[Þetta er] alltaf jafn skemmtilegt, alltaf upp á líf og dauða. Og þú ert aldrei betri en seinustu tónleikarnir þínir voru þannig að það er eins gott að vera spikk og span,“ segir Bubbi spenntur fyrir árlegu Þorláksmessutónleikunum.
Aðspurður um hvort hann ætli að halda hefðinni áfram segir hann:
„Ég stefni að því að geta spilað alveg níræður á sviði, svo bara sjáum við hvort það gerist. Mér líður jafn vel núna eins og fyrir 38 árum og mér finnst þetta jafn skemmtilegt. Og kannski er það lykilinn að líftíma mínum í íslenskum tónlistarbransa, mér þykir þetta alltaf jafn skemmtilegt og legg mig alltaf jafn mikið fram.“
Hvenær eru jólin komin fyrir þér?
„Jólin auðvitað bara koma til mín eftir svona at, það er þegar krakkarnir mínir eru komnir í jólaföt og þau byrja að spyrja hvenær og klukkan hvað á að opna pakka. Þá eru jólin komin. En klukkan sex, þegar klukkurnar hringja, það er heilög stund.“